Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 36
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201728 Menning Í slensk kvikmyndagerð á sér stutta en áhugaverða sögu. Aðeins tæp­ lega fjörtíu ár eru síðan fram­ leiðsla á íslenskum kvikmyndum fór að taka almennilega við sér og íslenskar myndir að koma reglu­ lega fyrir augu kvikmyndaunn­ enda. Á nýju árþúsundi hefur ís­ lensk kvikmyndagerð blómstrað, íslenskar myndir náð máli og notið virðingar víða um heim. Nú er kom­ inn tími til að líta yfir farinn veg og hefur DV fengið 18 sérfræðinga til að velja bestu íslensku bíómyndina frá upphafi. Á Topp 11 listanum er tíu myndir eftir karlleikstjóra en aðeins einni mynd er leikstýrt af konu, elsta myndin er 35 ára en tvær nýjustu eru frá árinu 2015, þrjár bestu myndirn­ ar eru byggðar á skáldsögum, Dagur Kári leikstýrir tveimur myndum á listanum en Friðrik Þór á flestar, þrjár talsins. n 10 bestu íslensku bíómyndirnar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is 10–11 Englar alhEimsins (2000) Þessi kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er byggð á samnefndri bók Einars Más Guðmundssonar um glímu bróður hans við geðhvarfasýki. Bókin fékk á sínum tíma Menningarverðlaun DV og Bókmenntaverð­ laun Norðurlandaráðs og hefur æ síðan verið ein vinsælasta skáldsaga landsins. Í mynd Friðriks Þórs leikur Ingvar E Sigurðsson Pál, ungan og hæfileikaríkan mann sem missir smám saman tökin á lífi sínu og er send­ ur á Klepp þar sem fyrir er skrautlegt persónugallerí. Þrátt fyrir erfið­ leikana myndast sterk vináttubönd meðal vistmannanna á geðsjúkrahús­ inu. Myndin hjálpaði til við að draga upp á yfirborðið umræður um einn jaðarsettasta hóp íslensks samfélags, geðveika, auk þess að varpa ljósi á mismunandi birtingarmyndir andlegra veikinda – sem er svo snilldarlega fangað í orðatiltæki úr bókinni: „Kleppur er víða.“ Hljómsveitin Sigur Rós gerði magnaða tónlist fyrir myndina, einmitt á sama tíma og sveitin var að öðlast heimsfrægð fyrir plötuna Ágætis byrjun. 7 Fúsi (2015) Eftir tvær myndir á erlend­ um málum sneri leikstjórinn Dagur Kári Pétursson sér aftur að íslenskum veruleika árið 2015 í mynd um hjarta­ hreina einstæðinginn, flug­ vallarstarfsmanninn og stríðsáhugamanninn Fúsa, leikinn af Gunnari Jóns­ syni. Sagan segir frá því þegar tvær kvenpersónur hrista upp í vel afmörkuðum þægindahring Fúsa, átta ára stúlka sem flytur í blokkina með föður sínum og kona sem hann kynnist á línu­ dansnámskeiði og verður ástfanginn af. Myndin hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. „Hér er um einstaklega fallega og hjartnæma mynd að ræða, með ögn af kómík en drama þess á milli,“ seg­ ir Þórir Snær Sigurðarson, umsjónarmaður kvikmyndaþáttarins Hvíta tjaldsins á ÍNN, um myndina. „Gunnar Jónsson er mjög sannfærandi sem hinn sérkennilegi en barnslega góði Fúsi. Myndatakan er einnig listaverk út af fyrir sig, en hún virðist sækja innblástur til gamalla meistaraverka frá Skandinavíu, Rússlandi og annars staðar frá, sem gerir mikið fyrir andrúmsloft myndarinnar. Líklega besta kvikmynd Dags Kára til þessa!“ Valur Gunnarsson, rithöfundur og kvikmyndagagnrýnandi, nefnir myndina einnig sem eina bestu íslensku myndina: „Ótrúlega hjartnæm saga sem tekst að forðast alla væmni en samt gefa okkur hamingjusaman endi sem hægt er að trúa á. Mynd sem fjallar um það litla í hinu stóra og það stóra í hinu litla.“ 9 mEð allt áhrEinu (1982) Eina tónlistarmyndin á Topp 11 listanum er Stuðmannamyndin Með allt á hreinu, ein ástsælasta gamanmynd íslenskrar kvikmyndasögu. Myndin naut fádæma vinsælda í kvikmyndahúsum eftir að hún var frumsýnd í desember 1982 – og hefur oft verið kölluð vinsælasta íslenska bíómyndin. Myndin fjallar um hljómsveit sem vegna ósættis klofnar í tvær kynjaskiptar fylkingar sem ferðast í kjölfarið um Ísland og keppast um hylli þjóðar­ innar. Þetta er „feel­good“ tónlistargamanmynd sem aldrei virðist úreldast. Ekki aðeins sívinsæl popplögin sem heyrðust fyrst í myndinni heldur fjölmargar persónur og brandarar hafa lifað með þjóðinni æ síðan, til að mynda var „Inn, út, inn, inn, út,“ valinn besti frasi íslenskrar kvikmyndasögu á Edduverðlaunahátíðinni 2014. „Fyrir utan stórkostleg tónlistaratriði og skemmtilega karaktera þá er hér um að ræða bestu íslensku vega­ myndina,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona. „Hún er full af fjöri og hressandi ungæðishætti auk þess sem allt flæði í henni er sérlega gott, aldrei dauður punktur. Það hlýtur að vera gæðamerki að maður nenni að horfa á kvikmynd aftur og aftur, og það áratugum síðar.“ 10–11 hraFninn Flýgur (1984) Hrafninn flýgur er þriðja kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar í fullri lengd og fyrsta víkingamyndin sem hann gerði – en slík­ ar myndir áttu eftir að eiga hug hans allan á næstu árum. Jakob Þór Einarsson leikur Írann Gest sem fer til Íslands til að hefna sín á víkingum sem myrtu foreldra hans og rændu barnungri systur. Myndin hefur ver­ ið notuð í kennslu víða á Norðurlöndum og því geta margir Skandinavar þulið upp fleygar línur úr myndinni og þá allra helst: „Þungur hnífur“. „Ein sú fyrsta og enn ein sú besta,“ segir Valur Gunnarsson, rithöfundur og kvikmyndagagnrýnandi. „Fyrsti íslenski víkingavestrinn segir einfalda sögu um hefnd en með tvisti sem Hollywood á erfitt með að toppa. Og hún snýr Íslandssögunni á haus, við erum jú ekki bara afkomendur kónga held­ ur líka þræla. Hefur elst undarlega vel, fyrir utan tónlistina. Kannski hefur enginn hér lagt í að gera víkingamyndir eftir Hrafn vegna þess hve erfitt er að stíga út úr skugga hans.“ Arnar Elísson kvikmyndafræðingur telur myndina einnig eina þá bestu í íslenskri kvikmyndasögu: „Besta víkingamynd allra tíma er íslensk og kom út árið 1984. Hrafninn flýgur er íslenskur vestri um mann sem ferðast til Ís­ lands til þess að hefna dauða foreldra sinna. Hrafninn flýgur er gerð með innblæstri frá japönsku samúræjamyndum Akira Kurusawa og ítölsku spag­ ettívestrum Sergio Leone. Hrafn Gunnlaugsson er augljóslega að herma eftir sínum uppáhaldskvikmyndum og það skilar sér á tjaldið með ofursvöl­ um persónum og spennandi söguþræði. Myndin lítur rosalega vel út, það er uppreisnarfílíngur í Hrafni sem kýs stíl í stað sögulegrar nákvæmni. Það er óhugsandi að nokkur geti gert víkingamynd í dag án þess að verða fyrir áhrifum frá Hrafninn flýgur.“ 8 hrútar (2015) Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var fyrsta íslenska myndin til að hljóta stór verðlaun á kvikmyndahátíð­ inni í Cannes þegar hún hlaut Un Certain Regard, verðlaun sem eru ætluð sérstaklega frumlegum og óvenjulegum kvikmyndum. Myndin fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norður­ landi en talast ekki við. „Kvikmyndin Hrútar eftir Grím virðist einföld við fyrstu sýn, en í henni má finna dýpri tengingar þegar grannt er skoðað,“ segir Oddný Sen kvikmyndafræðingur. „Hún lýsir tveimur andhetjum á listavel gerðan hátt, andhetjum sem virðast að einhverju leyti standa utan við raunveruleikann, en sýna ást bóndans á búfénaði sínum og ævistarfi. Magnað lokaatriðið tengir áhorfandann við heim töfra og lýsir kærleika sem á einhvern hátt verður alheimslegur.“ Tómas Valgeirsson, kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, segir einnig að allt umtalið og verðlaunahlassið sé vel verðskuldað: „Ekki er það síður vegna þess að þeir Siggi Sigurjóns og Teddi Júl eru geysilega sterkir saman sem sauðbændabræður sem hafa ekki spjallað í um það bil 40 ár. Hvert augnaráð leikaranna kemur einhverju til skila og nýtast þau sem innri rödd karaktera oft, enda fámál en kuldalega afslöppuð saga sem fjallar einmitt um tengingar­ leysi, biturleika og þrjósku. Húmorinn kemur hér allur frá karakterunum og tónninn léttur en tragískur. Hrútar er svo sem ekki allra en hún einbeitir sér sterkt að því sem hún hefur og af mikilli sál. Óaðfinnanleg tæknivinnsla og klisju­ laus framvinda innsiglar svo dílinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.