Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 46
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201738 Fólk → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Ó hætt er að segja að gleðin hafi verið við völd á Hótel Hilton Reykjavík Nordica á sunnu- dagskvöld þegar Edduverð- launin 2017 voru afhent. Um er að ræða stærstu verðlaunahátíð sem haldin er hér á landi á sviði kvik- mynda- og sjónvarps. Kvikmyndin Hjartasteinn var ótvíræður sigurvegari kvöldsins en myndin hlaut alls tíu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmynda- töku og klippingu. Blær Hinriksson var valinn besti leikarinn fyrir Hjarta- stein en Hera Hilmarsdóttir besta leikkonan fyrir Eiðinn. Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins og Ligeglad var valið besta leikna sjón- varpsefni ársins. Ljósmyndari DV var á svæðinu og náði þessum myndum. n Stærsta kvöld ársins Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld Snyrtilegir Guðni Th. Jóhannes son, forseti Íslands, og Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra voru léttir í lund þegar Edduverðlaunin voru afhent. Mikið hefur mætt á þeim síðustu mánuði. Öflugt teymi Aðstandendur þáttarins Með okkar augum voru kátir þegar verðlaunin voru afhent. Þátturinn var valinn Menningarþáttur ársins og er vel að þeim verðlaunum kominn. Sigurvegarar Hjartasteinn sópaði að sér verðlaunum á hátíðinni og hlaut alls tíu verðlaun. Aðalhlutverkin voru í höndum ungra og efnilegra leikara sem svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér. Frábærar Tvær af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar, Edda Björgvins- dóttir og Helga Braga Jónsdóttir, voru brosmildar að vanda á hátíðinni. Töff mæðgur Svala Björgvinsdóttir og Ragnheiður Björk Reynisdóttir voru glæsilegar á hátíðinni á sunnudagskvöld. Svala undirbýr sig nú af kappi fyrir forkeppni Eurovision um næstu helgi. Ráðherra og fréttakonur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stillir sér hér upp við hlið Fanneyjar Birnu Jónsdóttur, fyrrverandi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, og Viktoríu Hermannsdóttur, fréttakonu hjá RÚV. Kærasti Viktoríu, grínistinn og þúsundþjalasmiðurinn Sólmundur Hólm, var kynnir hátíðarinnar. Í stuði Hjónin Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson voru í sínu fínasta pússi á hátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.