Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 20
Vikublað 28. febrúar–2. mars 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
4. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ég vil ekki eldast og
hafa ekkert að gera
Ásgerður Guðbjörnsdóttir hefur sótt um á annað hundrað störf. – lifdununa.is
Björn ekki ánægður
með Helga
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra, er ekki sáttur við Helga í
Góu. Í viðtali við helgarblað DV,
ræddi Helgi um eitt helsta bar-
áttumál sitt, það
að lífeyrissjóðir
fjárfesti í hús-
næði sem hentar
öldruðum. Helgi
gagnrýndi jafn-
framt unga Sjálf-
stæðismenn fyr-
ir að vilja koma
áfengi í matvöruverslanir og
vildi sjá þá jafn ákafa í að gömlu
fólki liði vel í ellinni. Björn kvart-
ar undan því að Helgi hnýti
einungis í unga Sjálfstæðismenn
þegar þingmenn úr Viðreisn,
Pírötum og Bjartri framtíð séu
meðal flutningsmanna áfengis-
frumvarpsins. Um áherslu Helga
á að lífeyrissjóðir fjárfesti í hús-
næði fyrir aldraða segir Björn:
„Helgi hefur helgað sig þessu
baráttumáli sínu árum saman án
þess að hafa árangur sem erfiði.
Hann er því í svipuðum sporum
og þeir sem lengst hafa barist
fyrir að áfengi verði selt utan vín-
búða ríkisins.“
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á
góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin!
Sportgleraugu
Red Bull sólgleraugu
kr. 14.950,-
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Já, ég geri það. Þú sérð
hvað ég er myndarlegur!
Helgi í Góu spurður hvort hann borði Kentucky og sælgætið sem hann framleiðir? – dv.is
Umræðan um innflutning á hráu
kjöti hefur verið allt of pólitísk.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um innfluttar kjötvörur – Reykjavík síðdegis
Þ
að voru ekki óvænt tíðindi að
endurupptökunefnd skyldi
kveða upp þann úrskurð að
taka bæri upp að nýju Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið. Ef
niðurstaðan hefði orðið önnur væri
það reginhneyksli.
Svo ótal margt fór úrskeiðis við
rannsókn málsins á sínum tíma. Allt
kapp var lagt á að upplýsa það, sem
skiljanlegt er, og þeir sem unnu að
rannsókn málsins fundu sannar-
lega fyrir miklum þrýstingi. En það
er ekki sama hvernig
menn bera sig að og
þarna virtist ekki vera
hirt um sannanir. Í
úrskurði endurupp-
tökunefndar er sagt
frá harðræði sem lög-
regla beitti sakborn-
inga í þeim tilgangi
að þvinga fram játn-
ingar. Þær upplýs-
ingar koma ekki á
óvart, þjóðin hefur
lengi heyrt frásagnir
um slíkt. Um rétt
sakborninga var ekki
hirt – sennilega þótti
sá réttur lítils virði.
En einmitt þannig
mega hlutirnir ekki
vera. Vinnubrögð
þeirra sem rannsaka
sakamál eiga að vera
vönduð og játningar
á ekki að knýja fram
með harðræði. Við getum ekki
fallist á það að rétt sé að beita fólk
pyntingum til að upplýsa mál. Slík-
ar aðferðir kalla mjög auðveldlega á
falskar játningar
Skuggar Guðmundar- og Geir-
finnsmálsins hafa ekki aðeins fylgt
þeim sem ranglega voru fangelsaðir
og sakfelldir, heldur einnig afkom-
endum þeirra. Líf alls þessa fólks hef-
ur verið markað af málsmeðferð sem
er smánarblettur á réttarkerfinu, og
aldrei mun mást af. Það er vissulega
léttir fyrir þessa einstaklinga að mál-
in verði endurupptekin, þótt það
hefði þurft að gerast mun fyrr. Sæv-
ar Ciesielski er látinn en hann vann
af mikilli elju að því að fá mál sitt
endurupptekið, með engum árangri.
Hann barðist við ofurefli og átti sára-
litla möguleika á sigri. Endurupp-
taka hefði verið afar óþægileg fyrir
dómskerfið sem hefði þurft að viður-
kenna röð af mistökum. Þegar stað-
an er þannig finnst valdamönnum
auðveldara að þjappa sér saman í
vörn fyrir kerfið.
Það er forkastanlegt að reyna
að koma í veg fyrir endurupptöku
mála af ótta við að blettur falli á
dómskerfið. Dómskerfið á ekki að
vera ósnertanlegt og má ekki fela
mistök sín, heldur á að gangast við
þeim. Stór hluti þjóðarinnar telur
að í Guðmundar- og Geirfinns-
málinu hafi átt sér stað réttarmorð.
Ekkert getur bætt þeim sem urðu
að þola rangar sakargiftir og sátu í
fangelsi þann mikla skaða sem þeir
urðu fyrir. Endurupptaka getur þó
hreinsað nafn þeirra – og það skiptir
máli. n
Smánarblettur
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Myndin Fannfergi Það höfðu margir tilefni til að kætast á sunnudagsmorgun þegar fallið höfðu rúmir fimmtíu sentimetrar af snjó. Ekki síst yngsta kynslóðin sem fann sér
tilefni til leikja á meðan fullorðnir leituðu að bílum sínum í snjónum. mynd SIGtryGGur ArI
„Stór hluti
þjóðarinnar
telur að í Guðmund-
ar- og Geirfinns-
málinu hafi átt sér
stað réttarmorð