Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 12
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201712 Fréttir Norðurljósin heilla Ferðamennirnir höfðu lúmskt gaman af því að horfa á Íslendinga grafa sig út úr húsum sínum á sunnudaginn Þ að var kalt en fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu í gær, mánudag, þegar blaðamaður DV og ljósmyndari brugðu sér út úr húsi í þeim tilgangi að spjalla við ferðamenn. Ekki þurfti að leita lengi og var fólk, frá öllum heims- hornum, tilbúið til að spjalla. Allir sem rætt var við voru gríðarlega ánægðir með ferðina og hrósuðu umhverfinu og meira að segja snjónum í hástert. Þá virðast ferðamenn, allavega miðað við þetta litla úrtak, ekkert kippa sér upp við hátt verðlag á Íslandi. Öll voru þau sammála um að norðurljósin hafi haft mesta aðdráttaraflið. n Donna Goyethehe og Marion Mossman, Nova Scotia í Kanada Þær Donna og Marion komu til Íslands í skipulagða hópferð ásamt stórum hópi Kanada- og Bandaríkjamanna. Þar sem þær eru frá Nova Scotia í Kanada létu þær snjóinn, sem nú þekur höfuðborgarsvæðið, ekki koma sér úr jafnvægi heldur dást þær að því hvað hann er hvítur. „Í Nova Scotia er mikið af reykháfum og mengum sem gerir að verkum að snjórinn er yfirleitt grár á litinn. En sú er alls ekki raunin á Íslandi, við getum bara ekki hægt að dásama hvað snjórinn hérna er hreinn og ferskur.“ Á miðvikudaginn ætla þær Donna og Marion Gullna hringinn en í kvöld ætla þær að freista þess að sjá norðurljósin. „Ástæðan fyrir því að við komum til Íslands er sú að okkur langaði að sjá norðurljósin. Við erum líka forvitnar um eldfjöllin ykkar og jarðvarma.“ Þeim Donnu og Marion þykir miðborg Reykjavíkur hugguleg og þeim þykir heldur ekkert dýrt hérna. Að minnsta kosti voru þær undirbúnar fyrir að það yrði mun dýrara að vera á Íslandi. „Verðlagið er eiginlega bara svipað og heima. Það sem sagt pirrar okkur ekkert. Við erum komnar hingað til að njóta lífsins og hingað til hefur allt staðist væntingar og gott betur en það.“ Gaelle og Alexandre Perrier, Nice í Frakklandi „Þetta er búið að vera ævintýraleg ferð,“ segir Gealle Perrier sem er í vikuferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum Alexandre. Þau komu til landsins frá Nice í Frakklandi síðastliðinn miðvikudag, þar sem þau eru búsett, og eru búin að afreka heilmargt síðan. Bæði eru heilluð af Íslandi og eru sammála um að hápunktur ferðarinnar, hingað til, hafi verið þegar þau sáu norðurljósin. „Það var ótrúleg upplifun að vakna á sunnudagsmorguninn og allt var á kafi á snjó. Við höfum auðvitað séð snjó áður en ekki svona mikið snjófall á nokkrum klukkustundum. Þetta var rosalegt.“ Gærdeginum eyddu þau í rólegheitum í miðborginni sem þau segja einstaklega huggu- lega. Þá eru þau búin að fara Gullna hringinn, skoða Jökulsárlón. „Við erum búin að hafa það mjög gott og værum alveg til í að vera hérna lengur.“ Kristín Clausen kristin@dv.is „Okkur langaði bara að sjá eitthvað alveg nýtt. Ekki fara á svona dæmigerðan áfangastað eins og París eða Róm heldur eitthvað allt öðruvísi,“ segir Claire Liao sem er á ferðalagi á Íslandi ásamt vinkonum sínum Rosu, Mavis og Peggy. Þær hafa ferðast víða saman og vildu í þetta skiptið gera eitthvað öðruvísi. Því varð Ísland fyrir valinu. Helsta ástæðan fyrir því að þær tóku Ísland fram yfir aðra norræna áfangastaði er sú að allar langaði þær að sjá norðurljósin. „Íslensku norðurljósin eru mikið markaðs- sett fyrir ferðamenn bæði í auglýsingum og í kvikmyndum. Það var erfitt að standast freistinguna. Ég skal alveg viðurkenna það.“ Þá segjast þær hafa ákveðið að koma til Íslands á meðan þær eru enn ungar þar sem þetta sé langt frá heimalandinu, Taívan. Þær eru búnar að leigja bíl fyrir morgun- daginn og ætla að keyra út á land. Þá eiga þær bókað í Bláa lónið og í kvöld ætla þær að freista þess að sjá norðurljósin. „Þetta er búið að vera æðislegt. Það eina sem ég get sett út á er að það eru bygginga- kranar úti um allt. Ég bjóst við að það væri meiri svona „sveitafílingur“ í miðbænum en það er verið að byggja risastór hús úti um allt. En það verður kannski líka bara sjarmerandi. Hver veit.“ Claire Liao, Rosa Chen, Mavis Chien, Peggy Chen: Vinkonur frá Taívan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.