Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 2
Helgarblað 17.–20. mars 20172 Fréttir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Hilmar tapaði 106 þúsund krónum á fimm mínútum n Hvetur fólk til að fara varlega n Þetta getur komið fyrir alla É g var hvergi með PIN-númerið nema í hausnum á mér,“ segir Hilmar Kristensson í viðtali við DV, en hann lenti í leiðin- legu atviki fyrir skemmstu. DV fjallaði í vikunni um þær ný- stárlegu aðferðir sem þjófar nota til að verða sér úti um skjótfenginn gróða. Í greininni voru birt nýleg dæmi frá London þar sem þjóf- ar koma litlum myndavélum og af- ritunarbúnaði fyrir á hraðbönkum. Þannig tókst þeim að afrita kortin og komast yfir PIN-númerin á þeim. Tók af honum veskið Atvikið sem Hilmar lenti í átti sér stað í desember í Kaupmannahöfn þegar hann var á aðallestarstöð- inni í borginni. Hilmar var á leið til Glostrup og keypti hann miða í sjálfsala á lestarstöðinni. „Ég lenti í einhverju basli með sjálfsalann og fór í þann næsta þar sem ég gat keypt miða,“ segir Hilm- ar sem þurfti að slá inn PIN-núm- er. Að svo búnu gekk hann niður og beið eftir lestinni í stutta stund. Þegar kom að því að ganga inn í lestina veitti Hilmar því athygli að nokkrir menn ruddust fram fyrir hann. „Svo sneru þeir við og komu aft- ur,“ segir Hilmar og bætir við að þá virðist einum úr hópnum hafa tek- ist að ná af honum veskinu. Þegar kom að því að framvísa miðanum í lestinni áttaði Hilmar sig á því að veskið var horfið eins og miðarnir í lestina. Kortinu lokað strax „Ég hringdi strax í bankann og kortinu var lokað,“ segir Hilmar og bætir við að líklega hafi um fimm mínútur liðið frá þjófnaðin- um þar til hann uppgötvaðist. En á þessum stutta tíma tókst þjófunum að taka um 106 þúsund krónur út af kortinu, eða tvö þúsund krónur danskar í þrjú skipti. „Það er jafnvel haldið að þeir hafi verið með myndavél einhvers staðar,“ segir Hilmar og bætir við að til marks um það hafi hann hvergi verið með PIN-númerið nema í kollinum. Einnig er þekkt að þjóf- ar fylgist með þegar PIN-númerið er slegið inn, steinsnar frá viðkom- andi án þess að mikið beri á. Eins og dv.is greindi frá eru þjófar í auknum mæli farnir að setja myndavélabún- að á hraðbanka. Lundúnalögreglan hefur fengið nokkur slík dæmi inn á borð til sín undanfarna mánuði. Algjörir fagmenn Hilmar segir að þjófarnir hafi reynt að ná enn hærri upphæð af kortinu um það leyti sem hann hringdi í bankann til að láta loka kortinu. „Þeir reyndu að taka 20 þúsund krónur danskar af kortinu þegar ég var að tala við starfs- mann bankans. Þetta eru algjörir fag- menn,“ segir Hilmar sem hvetur fólk til að fara varlega – þjófar sem þessir hlífi engum. Hilmar segist hafa tilkynnt málið til dönsku lögreglunnar en lítið komið út úr því. „Ég hitti lögreglumann sem sagði að það þýddi ekkert að spá í þetta.“ Þá hafi hann þurft að bera fjár- hagslegt tjón sjálfur þar sem þjófarnir notuðu PIN-númer kortsins. n Hafðu þetta í huga Á vef Samtaka fjármálafyrirtækja má finna öryggisreglur sem gott er að hafa í huga. Þetta á til dæmis við þegar peningar eru teknir út úr hraðbönkum, notast er við greiðslukort í verslunum eða í sjálfsölum. 1 Vertu á varðbergi gagnvart grunsamlegri hegðun ókunnugra í grennd við hraðbankann. 2 Ef þú verður var við grunsamlega hegðun hættu við aðgerðir í hraðbankanum og notaðu hraðbankann seinna. 3 Legðu PIN-númerið þitt vel á minnið og ekki bera á þér minnisblöð þar sem PIN-númerið er skrifað niður. Ekki láta neinn fá PIN-númerið þitt (hvorki ókunnuga, bankastarfsmenn, lögreglu o.s.frv.). Öryggi PIN-númersins er á ábyrgð korthafa. 4 Vertu á varðbergi gagnvart einstaklingum sem eru að reyna að sjá innslátt PIN-númers við hraðbanka og gættu þess að enginn geti séð innslátt PIN-númersins. Settu aðra hönd þína yfir takkaborðið og notaðu sem skjöld fyrir hina höndina sem slær inn PIN-númerið. 5 Notaðu líkama þinn til að byrgja ókunnugum sýn þegar þú slærð inn PIN-númerið. 6 Tilkynntu umsvifalaust þjónustu-veri banka, sparisjóðs eða kortafyrirtækis um stolin eða týnd kort. Tók enga stund Aðeins nokkrar mínútur liðu þar til þjófarnir náðu rúmum 100 þúsund krónum af kortinu hans. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is N eysla á Íbúprófeni tengist aukinni hættu á hjartastoppi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Gunnar H. Gíslason, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, stendur að. Hann er þeirrar skoðunar að hætta eigi að selja lyfið í lausasölu, en ekki sé raunhæft að banna það með öllu. RÚV hefur eftir Gunnari að skoð- aðar hafi verið 29 þúsund sjúkra- skýrslur sjúklinga í Danmörku, sjúklinga sem fengu hjartastopp á tímabilinu 2009 til 2013. Þegar lyfja- notkun fólksins var skoðuð kom í ljós að 31 prósent meiri líkur voru á því að viðkomandi hafi tekið íbú- prófen áður en hjartað stoppaði. Hann segir að lengi hafi verið vit- að um aukaverkanir bólgueyðandi gigtarlyfja á borð við Íbúprófen og Voltaren. „Þau hafa áhrif á hjarta og æðakerfið og líka á nýrun. Þessi rannsókn sem nú var birt, er hins vegar sú fyrsta þar sem sýnt er fram á aukna áhættu á hjartastoppi hjá þeim sem taka þessi lyf. Ef fólk er með undirliggjandi vandamál sem tengjast hjarta og æðakerfi, þá er áhættan auðvitað enn meiri,“ hefur RÚV eftir Gunnari. n baldur@dv.is Íslenskur prófessor vill taka lyfið úr lausasölu IbúfeN teNgt Hjartaáföllum Íbúfen Gunnar segir ekki raunhæft að banna lyfið. Óttarr gegn kynsjúkdómum Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur að undirlagi sóttvarnalækn- is ákveðið að skipa starfshóp til að stemma stigu við útbreiðslu kyn- sjúkdóma hér á landi. Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins. Hópurinn á að setja fram tillög- ur um aðgerðir til að bregðast við aukinni útbreiðslu kynsjúkdóma á landinu. Tíðni kynsjúkdóma hefur aukist mikið undanfarin ár, svo sem á sárasótt, lekandi og HIV/ alnæmi. Sambærileg þróun hafi orðið í öðrum vestrænum löndum. Brýnt sé að snúa við þróuninni og grípa til aðgerða og aukins sam- ráðs, svo sem við heilbrigðiskerfið og skólakerfið. Hópinn skipa Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir, sem er for- maður hópsins, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH, Baldur Tumi Baldursson, yfir læknir húð- og kynsjúkdóma- deildar LSH, Elísabet Reykdal Jó- hannesdóttir, húð- og kynsjúk- dómalæknir, fulltrúi sóttvarnaráðs, Ragnhildur Sif Hafstein, fulltrúi velferðarráðuneytisins og starfs- maður starfshópsins. mannbjörg úti fyrir rifi Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar barst klukkan 13.05 á fimmtudag neyðarkall frá báti með einum manni um borð. Báturinn var staddur tvær sjó- mílur norðvestur af Rifi þegar leki kom að honum. Í tilkynningu sem Land- helgisgæslan sendi frá sér kemur fram að bátur sem var í grenndinni hafi fljótlega kom- ið á vettvang. Þá hafi björg- unarskipið Björg á Rifi verið kallað til, svo og þyrla Land- helgisgæslunnar. Skipverjinn komst um borð í fyrrnefndan bát svo þyrlunni var snúið við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.