Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 8
Helgarblað 17.–20. mars 20178 Fréttir Á dögunum var íbúum í þjón­ ustuíbúðum aldraðra við Seljahlíð tilkynnt að leigu­ samningi þeirra yrði sagt að upp. Það var fyrsta verk Félagsbústaða hf. sem keyptu hús­ ið af Reykjavíkurborg um áramótin, en þess ber að geta að Reykjavíkur­ borg á fyrirtækið. Eftir að upp­ sagnarfresturinn, sem er eitt ár, er liðinn munu íbúar þurfa að skrifa undir nýja leigusamninga við Fé­ lagsbústaði. Samkvæmt þeim mun húsaleiga þeirra hækka um 80–125 prósent. Í kynningu sem Félagsbústaðir og velferðarsvið Reykjavíkurborgar héldu fyrir íbúa er mikil áhersla lögð á að íbúar muni eiga rétt á húsaleigubótum eftir að hinn nýi leigusamningur tekur gildi. „Það gengur einfaldlega ekki upp. Í fyrsta lagi þá er ekkert „séreldhús eða sér­ eldunaraðstaða“ í þjónustuíbúðun­ um og því er ekki hægt að sækja um húsaleigubætur út á þær. Í öðru lagi þá eiga flestir sem hér búa smá varasjóð og það gerir að verkum að húsaleigubæturnar eru útilokaðar. Stefnan virðist vera sú að taka af manni hverja einustu krónu. Þessi leiguhækkun er til skammar og hvert sem ég hef leitað þá hef ég rek­ ist á vegg í kerfinu. Það virðist mega níðast á eldri borgurum út í eitt. Við erum gleymd,“ segir Ingibjörg S. Finnbogadóttir, 81 árs, sem dvelur í þjónustuíbúð í Seljahlíð í Breiðholti. Ósáttir íbúar Í Seljahlíð eru hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir, bæði fyrir einstak­ linga og hjón. Ingibjörg býr í þjón­ ustuíbúð fyrir hjón en þar bjó hún ásamt eiginmanni sínum, Ingólfi Kristjánssyni. Ingólfur féll nýlega frá og nú býr hún ein íbúðinni. „Í dag borga ég 58 þúsund krónur í leigu fyrir íbúðina en eftir hækkun­ ina mun ég þurfa að borga 105.000 krónur í leigu. Það er fyrir utan fjöl­ mörg önnur gjöld sem gera að verk­ um að ég næ ekki endum saman,“ segir Ingibjörg, sem upplýsir blaða­ mann um að mánaðarlegar tekjur hennar frá Tryggingastofnun séu 230.000. Í dag eru heildarútgjöld hennar vegna húsnæðisins um 110 þúsund krónur á mánuði en eftir leiguhækk­ unina verða útgjöldin um 158 þús­ und krónur. Að auki er ráðgert að íbúar byrji að greiða sérstaklega fyrir rafmagn og hita auk þess að greiða í hússjóð. „Íbúar hérna eru afar ósáttir við þessar breytingar en það er eins og borgaryfirvöld séu fullkomlega skeytingarlaus um eldri borgara. Við eigum ekki rödd og því skiptir ekki máli hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. „Hvergi hægt að fá skýr svör“ Hún hefur sjálf barist um á hæl og hnakka vegna fyrirhugaðra breytinga en er ekki hrifin af framkomu embættismanna. „Hvert sem ég leita þá er hvergi hægt að fá skýr svör. Ég er búin að hafa sam­ band við velferðar ráð, velferðar­ svið og núna síðast umboðsmann borgarbúa,“ segir Ingibjörg. Sem dæmi nefnir hún þjónustugjöld upp á 22.820 krónur sem hún þarf að borga á mánuði. „Ég hef óskað eftir sundurliðun á þessum gjöld­ um en það virðist ekki vera hægt. Ég fæ það bara uppgefið að innifalin sé sólarhringsvarsla, læknisþjónusta, húsvarsla, þrif á lóð og sameign, stjórnunar­ og umsýslukostnað­ ur og aðgangur að sjónvarpi í setu­ stofu. Við lögðum reyndar í púkk og keyptum það sjálf,“ segir Ingibjörg og hlær. Pirrar sig bara á fjármálunum Hún lagðist því í rannsóknarvinnu og komst að því að þjónustugjöld í öðrum þjónustuíbúðum í Reykjavík eru mun lægri eða 11.900 krónur. „Þar virðist allt það sama vera inni­ falið nema lækniskostnaðurinn. Við erum því að borga um 11.000 krónur á mánuði fyrir lækni sem heimsækir okkur tvisvar í viku í klukkutíma í senn. Þá skiptir engu máli hvort við nýtum þjónustuna eða ekki. Mér lík­ ar þetta einfaldlega ekki. Ég vil borga þegar ég þarf að fara til læknis en ekki að borgin hirði af mér fasta upphæð án þess að ég hafi eitthvað um það að segja,“ segir Ingibjörg ákveðin. Að lokum vill Ingibjörg taka skýrt fram að sér líki afar vel við Seljahlíð. „Þetta er dásamlegur staður og hér fer afar vel um mann, sérstaklega á sumrin því þá er svo mikil veður­ sæld hérna. Síðan er þjónustan al­ veg til fyrirmyndar. Það eru bara fjármálin sem fara í taugarnar á mér,“ segir Ingibjörg. Ástæðan var sérhæfing Í skriflegu svari frá Félagsbústöðum kemur fram að markmiðið með kaupunum á Seljahlíð hafi verið það að koma rekstrinum og eignarhaldinu yfir í félag sem sérhæft er í eignarhaldi, rekstri og útleigu á íbúðarhúsnæði, sértækum búsetu­ úrræðum og þjónustuíbúðum. „Stefna Félagsbústaða hvað Selja­ hlíð varðar er að sinna uppsöfnuðu viðhaldi á húsinu á næstu fimm árum og fella að því loknu viðhald hússins inn í viðhaldskerfi félagsins,“ segir í svari frá Auðuni Frey Ingvarssyni, framkvæmdastjóra Félagsbústaða hf. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki hafði borist svar við spurningu DV um hvort þjónustuíbúðirnar í Seljahlíð uppfylltu þau skilyrði sem kveðið er á um varðandi húsnæðis­ bætur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Föst útgjöld Ingibjargar Fyrir hækkun: n Leiga – 58.214 kr. n Þjónustgjald – 22.820 kr. n Heimaþjónusta – 4.700 krónur n Þvottur – 2.255 krónur n Setustofa – 1.275 krónur n Fæði (aðeins hádegismatur) – 21.545 krónur Samtals: 110.809 krónur Eftir hækkunina mun heildarkostnaður­ inn hækka í 157.595. Þá mun einnig bæt­ ast við kostnaður vegna rafmagns og hita, sem hingað til hefur verið innifalinn í leigunni, auk sem tekið verður upp viðhaldskerfi þannig að íbúar þurfa að greiða í hússjóð. Ekki liggur fyrir hversu háar upphæðir er um að ræða. Ingibjörg S. Finnboga- dóttir Segir að hækkanir Félags­ bústaða hf. á leigu í Seljahlíð séu til skammar. Mynd SIgtryggur ArI Seljahlíð Í Seljahlíð eru hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir, alls 49 talsins, bæði fyrir einstaklinga og hjón. Mynd SIgtryggur ArI „Við erum gleymd“ n Félagsbústaðir hækka leigu um 80–125 prósent í þjónustuíbúðum aldraðra í Seljahlíð „Stefnan virðist vera sú að taka af manni hverja einustu krónu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.