Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Side 20
Helgarblað 17.–20. mars 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Einar Bollason um gjörðir systur sinnar. – Hringbraut Að vísu deyfir tíminn þetta V erðlaunin styrktu mig í trúnni á það sem ég var að gera,“ segir Sjón í viðtali við DV í dag þegar hann rifjar upp þegar hann fékk í fyrsta sinn Menn­ ingarverðlaun DV, fyrir Augu þín sáu mig. Verðlaunin voru fyrsta opin­ bera viðurkenningin sem hann fékk fyrir ritstörf sín og því var þetta stór stund á höfundarferli hans. Seinna fékk Sjón Menningarverðlaun DV fyrir Með titrandi tár og í ár hreppti hann verðlaunin fyrir Ég er sofandi hurð. Hann hefur því hreppt Menn­ ingarverðlaun DV fyrir allar þrjár bækurnar í þríleiknum Codex 1962. Sigur hans er sögulegur. Í dag er Sjón rithöfundur sem skrif­ ar fyrir heiminn. Hann er þaulvanur að vinna til verðlauna og viðurkenn­ inga. Hið sama má sannarlega segja um Kristbjörgu Kjeld sem hefur í ára­ tugi verið meðal dáðustu listamanna þjóðarinnar. Gleðin sem braust út meðal gesta þegar tilkynnt var um heiðursverðlaun hennar er lýsandi fyrir þá virðingu sem er borin fyrir þessari miklu listakonu og væntum­ þykjunnar sem ríkir í hennar garð. Sjón var erlendis þegar verðlaun­ in voru veitt en þakkarræða hans, sem eiginkona hans Ásgerður Júníus­ dóttir flutti, var einkar falleg, eins og ræða Kristbjargar Kjeld, sem rifjaði upp þegar hún fékk Menningarverð­ laun DV, fyrir tuttugu og einu ári. Stockfish­kvikmyndahátíðin hlaut verðlaun í flokki kvikmynda. Í þakkar ræðu sagði Marsibil S. Sæmundar dóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að daginn áður hefðu þau verið að velta því fyrir sér hvort þau hefðu bolmagn til að halda hátíð­ inni áfram. Nú hömpuðu þau Menn­ ingarverðlaunum DV í kvikmyndum og það hvetti þau til áframhaldandi dáða. Verðlaunin hafa því styrkt að­ standendurna í trúnni á það sem þeir eru að gera, rétt eins og þau voru hvetjandi fyrir hinn unga Sjón á sínum tíma. Endalaust má velta fyrir sér vægi og tilgangi menningarverðlauna. Víst er að þau eru hvatning fyrir ungt listafólk og hljóta um leið að gleðja eldri og reyndari listamenn. Slík verðlaun eru einnig til þess fallin að vekja athygli almennings á því sem vel er gert í hinum ýmsu listgreinum. Menningarverðlaun DV eru veitt í flokkum sem spanna vítt svið menn­ ingar. Að því leyti hafa þessi verðlaun mikla sérstöðu. Þarna er listgreinum, sem sumar eru mjög ólíkar, stefnt saman, og það getur ekki annað en verið gefandi fyrir listamennina og upplýsandi fyrir almenning. Menningarverðlaun DV eru við­ leitni til að benda á það sem þykir framúrskarandi og vekja athygli á því. Það getur bara verið til góðs. n Verðlaun skipta máli Höfuðið upp úr sandinum Sigríður Á. Andersen dómsmála­ ráðherra hellti sér yfir Guðmund Andra Thorsson í grein í Frétta­ blaðinu í gær. Grein Sigríðar var svar við skrifum Guðmundar á sama vettvangi síðastliðinn mánudag. Þar vandaði Guð­ mundur Sigríði ekki kveðjurnar og kallaði hana strút sem stingi höfðinu í sandinn gagnvart um­ hverfismálum. Sigríður svarar því til að það sé skrítið að maður eins og Guðmundur telji sig þess umkominn að messa yfir fólki um umhverfismál, í ljósi þess að hann birti skrif sín í blaði, prent­ uðu á innfluttan pappír, sem berist óboðið inn á 80 þúsund heimili og endi sem sorp. Það sé óskapleg sóun og umhverfissóða­ skapur. Það er gleðiefni ef þetta er orðin skoðun Sigríðar og hún ætli nú að leggjast á sveif með umhverfinu. Það er reyndar frá­ hvarf frá skoðunum hennar sem hún lýsti árið 2015, þar sem hún lagði meðal annars til að græn­ ir skattar á bíla og eldsneyti yrðu afnumdir. Sömuleiðis hefur Sig­ ríður áður sagt lítinn ávinning af því að draga úr útblæstri bíla, heildarlosun þeirra sé hlutfalls­ lega lítill þáttur. Sigríður virðist því hafa dregið höfuðið upp úr sandinum. Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur Myndin Í leik Dagar eru bjartir og snjórinn víkur smám saman fyrir betri tíð. Enn er samt sitthvað eftir af snjó fyrir krakkana í Breiðholtinu að leika sér í. mynd SiGTryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Slík verðlaun eru einnig til þess fallin að vekja athygli almennings á því sem vel er gert í hinum ýmsu listgreinum. mynd SiGTryGGur Ari Ásdís rán opnar talentbook.is. – DV [Það] þarf allar týpur í sjónvarp og auglýsingar Steingrímur Sævar Ólafsson um nýfallinn dóm. – Pressan Sigur fyrir blaðamenn á Íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.