Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 22
Helgarblað 17.–20. mars 201722 Fólk Viðtal
Ég lifi
í núinu
Kristbjörg Kjeld er heiðursverðlaunahafi DV, en í
áratugi hefur hún verið í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar.
Hún fagnar 60 ára leikafmæli í ár, lék fyrst í Þjóðleikhúsinu
1957 á sínu öðru ári í leiklistarskólanum. Hún hefur hlotið ótal
verðlaun og viðurkenningar á ferlinum og heiðursverðlaun
DV bætast nú við. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Kristbjörgu
og spurði hana um leikarastarfið og farsælan feril.
M
ér þykir vænt um að fá
viðurkenningar. Ég hef
átt farsælan feril og er
afskaplega þakklát fyrir
það,“ segir Kristbjörg.
Hún er orðin 81 árs og er enn að
leika. „Það er ekki sjálfgefið, en
sem betur fer er ég heilsuhraust,“
segir hún.
Nýjasta hlutverkið er í Húsinu,
áður ósýndu leikriti eiginmanns
hennar, Guðmundar Steinssonar,
sem Þjóðleikhúsið sýnir. Guð-
mundur lést árið 1996. „Það er
mjög sérstök tilfinning að leika í
þessu leikriti sem nú er sett upp
í fyrsta sinn. Það hefði verið dá-
samlegt ef Guðmundur hefði
fengið að sjá þetta verk á sviði.
Vonandi er hann þarna einhvers
staðar og fylgist með.“
Mikil og sterk upplifun
Kjeld nafnið er færeyskt en faðir
Kristbjargar kom ungur maður
hingað til lands og starfaði sem
smiður. Móðir Kristbjargar var ís-
lensk. Hún segir fjölskylduna ekki
hafa tengst leiklist á nokkurn hátt
áður en hún fór að leika. „Fyrsta
leikritið sem ég sá hét Gasljós og
var sýnt í Bæjarbíói. Leikritið fjall-
aði um hjón og eiginmaðurinn
taldi konu sinni trú um að hún
væri geðveik. Inga Laxness og Jón
Aðils voru í aðalhlutverkum. Fyrir
mér var þetta mikil og sterk upp-
lifun, ég varð yfir mig hrifin. Svo
áttum við að skrifa ritgerð í Flens-
borg um upplifun og ég skrifaði
um þetta eina leikrit sem ég hafði
séð. Doktor Bjarni Aðalbjarnar-
son, sem kenndi mér íslensku,
sagði að ég hefði nú getað skrifað
um merkilegra leikrit.
Fyrir tilviljun fór ég að leika með
áhugaleikfélagi Hafnarfjarðar.
Vinkona mín var hvísla þar og
vissi að ég hefði áhuga á leiklist.
Þegar leikkona forfallaðist var
spurt hvort ég myndi vilja hlaupa
í skarðið, sem ég gerði. Ég var 15
ára. Upp frá því fór ég að leika
með áhugaleikhúsi Hafnarfjarðar
og hitti þar Flosa Ólafsson sem
hvatti mig til að sækja um í leik-
listarskóla Þjóðleikhússins. Ég
þorði það ekki, fannst Þjóðleik-
húsið svo stórkostlegt og magnað.
Flosi hringdi í Ævar Kvaran og
spurði hvort hann gæti ekki að-
stoðað stúlku sem væri alveg æst í
að komast inn í skólann. Ég komst
að og hef verið að leika síðan.“
Persónan með
manni allan tímann
Eru einhver hlutverk sem þú hefur
leikið sem kallast mega uppá-
haldshlutverk þín?
„Sum hlutverk hafa haft meiri
áhrif á mig en önnur. Ég man
hversu merkilegt mér fannst að
leika Steinunni í Galdra-Lofti.
Mér þótti vænt um það hlut-
verk. Svo hef ég leikið í leikrit-
um mannsins míns og mér hefur
þótt það mjög mikil
ábyrgð.
Þegar maður er að
móta hlutverk þá er
persónan með manni
allan tímann. Maður
er alltaf að hugsa um
persónuna og hvað
mætti betur fara í
túlkun á henni.“
Ertu fullkomn-
unarsinni?
„Ætli það ekki. Auðvitað vil ég
alltaf standa mig sem best.“
Þú hefur átt afskaplega far-
sælan feril. Hefurðu fundið fyr-
ir því að það séu færri bita-
stæð hlutverk fyrir konur en
karla?
„Ég hef fundið fyrir því,
sérstaklega á vissum tíma
á mínum ferli. Þegar ég
var komin yfir fimm-
tugt fór bitastæðum
hlutverkum að fækka.
Þegar ég varð enn eldri
fór hlutverkunum
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Þrettándakvöld
Shakespeares
Með Erlingi Gíslasyni.
Vér morðingjar eftir
Guðmund Kamban
Með Gunnari Eyjólfssyni.
María Stúart
eftir Schiller
Kristbjörg lék
Skotadrottn-
ingu og sést hér
með Bríeti Héð-
insdóttur sem
lék Elísabetu
I. Englands-
drottningu.