Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 23
Til sjávar Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 17. mars 2017 Ferskur fiskur og mikið úrval af fiskréttum Fiskbúðin Sundlaugavegi 12 F iskbúðin Sundlaugavegi 12 er ein elsta fiskbúðin á höfuð­ borgarsvæðinu en frá 1947 hefur verið fiskbúð í þessu húsnæði. Högni Snær Hauks­ son sér um rekstur búðarinnar á Sundlaugavegi og hefur starfað þar í sex ár. „Við erum með ferskan fisk daglega og mikið úrval af fiskréttum,“ segir Högni. Bjóða upp á humarsúpu, plokkfisk og fiskibollur „Við leggjum mikið upp úr að bjóða aðeins upp á ferskt hráefni og mikið úrval,“ segir Högni. „Það er líka gam­ an að segja frá því að við búum til okkar eigin humarsúpu á staðnum, plokkfisk og fiskibollur. Þegar kem­ ur að plokkfisknum og bollunum þá notum við uppskriftir sem eru frá 1986 og hafa fylgt Fiskbúðinni Sund­ laugavegi síðan þá,“ bætir hann við. „Þar af leiðandi hefur myndast hefð sem við ætlum okkur að halda við,“ segir hann. Tilbúnir fiskréttir „Við bjóðum upp á fjölbreytta fisk­ rétti sem eru tilbúnir og þægilegir til eldunar,“ segir Högni. „Það ætti því að vera auðvelt fyrir alla að finna eitt­ hvað við sitt hæfi. Auk þess er úrvalið af fiski yfirhöfuð mjög gott hjá okkur. Sem dæmi má nefna reykta ýsu, gell­ ur, kinnar, þorsk, keilu, steinbít, lax, bleikju og margt fleira,“ segir Högni. n Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. kl. 09.00 til 18.30, föstudaga kl. 09.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 14.00. Högni sér til þess að Facebook-síða verslunarinnar er mjög virk og geta viðskiptavinir nálg- ast upplýsingar um ýmiss konar til- boð sem eru í gangi hverju sinni sem og um úrval fiskverslunarinnar. Myndir ÞorMar Vignir gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.