Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 24
Helgarblað 17.–20. mars 20172 Til sjávar - Kynningarblað
Ferskari verður fiskurinn ekki
Lindarfiskur er alinn í ferskum sjávarlindum
L
indarfiskur er lítið fjölskyldu-
fyrirtæki staðsett í Meðal-
landinu rétt austan við Vík.
„Móðir mín er frá þessari jörð
og er staðurinn algerlega ein-
angraður. Aðalverðmætin á jörðinni
eru allt þetta tæra lindarvatn sem
streymir hér beint úr eldhrauninu
og því er staðurinn fullkominn fyrir
bleikjueldi,“ segir Drífa Bjarnadóttir,
einn eigenda Lindarfisks. „Við fjöl-
skyldan eigum og rekum Lindar-
fisk saman. Það eru ég og maðurinn
minn, Árni Jóhannsson, systir mín,
Sigrún Bjarnadóttir, og foreldrar
okkar, þau Helga Ólafsdóttir og
Bjarni Jón Finnsson,“ segir Drífa.
Alger sjálfbærni
Fyrstu bleikjuhrognin voru tekin hjá
fyrirtækinu árið 2011 og síðan þá hef-
ur Lindarfiski svo sannarlega vaxið
fiskur um hrygg. „Við stefnum að al-
gerri sjálfbærni og gerum því allt
sjálf. Nýlega fengum við okkur svín
sem éta nánast allan afskurðinn af
bleikjunum og afgangurinn er svo
notaður í áburð. Fiskinn vinnum við
alfarið á svæðinu. Það hefur geng-
ið hægt en örugglega að koma fyrir-
tækinu á þann stað sem það er á í dag
og munum við von bráðar selja vörur
okkar í stórmarkaði. Við höfum með-
al annars hannað neytendaumbúðir
sem eru svartar og nær ógegnsæjar
til þess að stuðla að ferskari og betri
vöru. Að auki höfum við hugsað okk-
ur að fara í útflutning á eldisbleikju,
enda erum við með ótrúlega ferska
vöru í höndunum,“ segir Drífa.
Tærasta vatnið, ferskasti
fiskurinn
„Við leggjum mjög mikið upp úr
ferskleika, það er eitthvað sem við
getum bara alls ekki slegið af hérna
hjá Lindarfiski. Hrognin fáum við frá
kynbótastöðinni á Hólum í Hjaltadal
sem framleiðir fyrsta flokks hrogn.
Þau ölum við svo hér í Meðallandinu
í kerjum og svokölluðum lengdar-
straumsrennum. Hér rennur ferskt
og tært vatn beint úr lindarupp-
sprettum og fiskurinn er eins ferskur
og getur orðið,“ segir Drífa.
Hafðu samband
„Við erum aðallega að selja bleikju til
veitingastaða sem undantekningar-
laust lofa bleikjuna okkar í hástert,“
segir Drífa. Enn sem komið er selur
Lindarfiskur ekki vörur í stórmörk-
uðum en til þess að versla beint við
Lindarfisk er hægt að hringja í Drífu í
síma 663-4528 eða senda henni net-
póst á drifa@lindarfiskur.com.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vefsíðu Lindarfisks og á Facebook-
síðunni. Einnig heldur Lindarfisk-
ur úti síðu á Instagram sem er stór-
skemmtilegt að fylgjast með. n Girnileg bleikja.
Fólk sækir í gæðin og verðið hefur lækkað
Fiskbúð Hólmgeirs, Þönglabakka 6
V
ið opnuðum í miðri
kreppu og síðan hefur allt
verið upp á við hjá okkur,“
segir Hólmgeir Einarsson,
eigandi Fiskbúðar Hólm-
geirs sem staðsett er í Mjóddinni,
nánar tiltekið að Þönglabakka 6.
Fiskbúðin, sem stofnuð var þann
15. júní 2009, hefur notið mikillar
velgengni og er rómuð fyrir gæði,
hreinlæti, framúrskarandi þjón-
ustu og hagstætt verð – en nýlega
lækkaði Hólmgeir kílóverð á öllum
fiski um 200 krónur:
„Ástæðan var
hagstætt ferð á fisk-
mörkuðum en við
gætum þess ávallt
vandlega að skila
verðlækkunum
til viðskiptavina.
Þetta er lækkun
upp á 10 til 20 pró-
sent, mismunandi
eftir tegundum,“ segir
Hólmgeir.
Meirihluti viðskipta-
vina Fiskbúðar Hólmgeirs er
íbúar í hverfinu en einnig kemur
töluvert af fólki úr Kópavogi. „En
hingað kemur líka fólk langt að út
af gæðunum. Við leggjum mikið
upp úr að bjóða einungis gæðahrá-
efni. Auk þess pössum við ofboðs-
lega vel upp á hreinlæti. Þú finnur
til dæmis ekki fiskilykt hérna inni í
búðinni. Síðast en ekki síst leggjum
við mikla áherslu á að veita góða
þjónustu,“ segir Hólmgeir.
Aðspurður um vinsælar fisk-
tegundir segir Hólmgeir að þorsk-
urinn sé alltaf að vinna á en langa
sé líka orðin vinsæll fiskur. Vin-
sældir þessara tegunda séu að
einhverju leyti á kostnað ýsunnar
en almennt ríkir fjölbreytni í
fiskneyslu landsmanna.
Fiskbúð Hólmgeirs býður upp
á mikið úrval af tilbúnum réttum
en Hólmgeir segir að samtals séu
um 40 bakkar í borðinu hjá hon-
um, með ferskum fiski og tilbúnum
réttum. n
Sem fyrr segir er Fiskbúð Hólm-
geirs til húsa í Mjóddinni, að
Þönglabakka 6, Reykjavík. Búðin
er opin mánudaga–fimmtudaga frá
kl. 9.00 til 18.30 og föstudaga frá kl.
9.00 til 18.00.