Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 25
Helgarblað 17.–20. mars 2017 Kynningarblað - Til sjávar 3 Reykhúsið Reykhólum R eykhúsið Reykhólar hefur frá upphafi ákveðið að halda uppi kröfum um mikil gæði í framleiðslunni og halda bæði ferskleika og bragðgæðum. „Það gerum við með kaupum á íslenskum gæðalaxi frá laxeldis­ fyrirtækinu Arnarlaxi þar sem laxinn er alinn við bestu hugsan­ legar aðstæður,“ segir Oddur Friðrik Vilmundarson, fram­ kvæmdastjóri Reykhóla. „Með þessum ráðstöfunum þykir okkur við hafa getað uppfyllt kjörorð okkar, sem er og verður; gæði og gott bragð,“ segir Oddur. Sérhæfðir í reyktum fiski „Við sérhæfum okkur í reyktum og gröfnum laxi og öðrum bleik­ fiski en ákveðið var fyrir tveimur árum að einfalda vinnsluna með því að taka nánast út alla fersklax­ söluna og sérhæfa okkur í því sem við erum bestir í,“ segir Oddur. „Hjá okkur eru fimm stöðugildi í fullu starfi og veitir ekki af, því vinnsla okkar byggir á mikilli handavinnu, við handflökum laxinn, handsneiðum hann og notum ekki mikið vélar til verka. Á álagstíma er bætt við fólki eftir því sem þarf,“ segir Oddur. Reykti lax­ inn frá Reykhúsinu Reykhólum þykir einstaklega bragðgóður og fékk hann gullverðlaun árið 2014 í keppni MFK sem er haldin annað hvert ár og hlaut fyrirtækið silfurverðlaun fyrir graflax­ inn. Árið 2016 fékk Reykhúsið gull fyrir grafinn lax og silfur fyrir reyktan lax. Íslenskar matvöruverslanir og erlendur markaður „Aðaláherslurnar okkar eru sala inn­ anlands til matvöruverslana og hægt er að fá framleiðslu okkar víða eins og til dæmis í Krónunni, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Melabúðinni, Nóatúni, Kjarvali og Kvosinni. Við dreifum líka til hótela, veitingastaða og í sælkera­ verslunina Pure Food Hall í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er alltaf þónokk­ ur útflutningur hjá okkur og eykst hann á hverju ári, aðallega til Sviss, Spánar, Bretlands og Þýskalands,“ segir Oddur. „Við höfum verið með trygga viðskiptavini innanlands og er­ lendis í fjölda ára sem vilja fá okkar gæðavöru. Við bjóðum fyrst og fremst upp á gæði og gott bragð og hefur það skilað okkur sterkum viðskiptatengsl­ um við viðskiptavini,“ bætir hann við. Starfsemin byggð á mikilli þekkingu Reykhúsið Reykhólar var stofnað í desember 2009 af Oddi Vilmundar­ syni og Aðalsteini Finsen. Báðir hafa langa reynslu af vinnslu sjávarafurða. Drög að stofnun Reykhússins Reyk­ hóla voru lögð á vormánuðum 2009, en stofnendur fyrirtækisins voru sam­ mála um að rými væri fyrir gæðavöru á þessu sviði á markaði hérlendis sem og erlendis. Fenginn var ráðgjafi til liðs við Odd og Aðalstein sem kom sér vel þar sem viðkomandi hafði mjög mikla reynslu af framleiðslu og meðhöndlun á laxi. n Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon Margverðlaunaður grafinn og reyktur lax

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.