Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 34
Helgarblað 17.–20. mars 201730 Skrýtið Sakamál
Í
byrjun mars árið 2013 fluttu
hjónin Lisa Kozoil-Ellis og Dash
Ellis úr miðborg Chicago og sett-
ust að í Elgin, smábæ í 56 kíló-
metra fjarlægð frá Borg vinda.
Töldu þau Elgin vera öruggari stað
en Chicago og auk þess yrði um kær-
komna hvíld að ræða frá ys og þys
stórborgarinnar.
Tveimur dögum síðar varð ljóst að
þau höfðu tekið afdrifaríka ákvörðun.
Dash og Lisa höfðu keypt sér
raðhús í Garden Crescent Court,
númer 4 vel að merkja. Einn ná-
granna þeirra í sömu raðhúsalengju
var Paul Johnson, frekar vafasamur
pappír með fjölda dóma á bakinu.
Þannig var mál með vexti að Lisa
hannaði skartgripi með „goth“ ívafi
og seldi undir vörumerkinu Foxy
Goat Art, enda var hún, af vinum
sínum, kölluð Foxy Goat, og eðlilega
skartaði hún iðulega eigin hönnun.
Óboðinn næturgestur
Klukkan eitt eftir miðnætti, 2. mars,
braust Paul Johnson inn til Ellis-
hjónanna. Hann taldi víst að hjón-
in væru ekki heima og hugsaði sér
gott til glóðarinnar. Kannski hélt
hann að skartgripir Lisu væru meira
virði en raunin var, en hvað sem því
líður þá var það gamall DVD-spil-
ari sem heillaði kappann. En Paul
var ekki einn á heimilinu. Lisa hafði
verið uppi á annarri hæð, heyrt há-
vaða niðri og íklædd náttsloppi, með
hlébarðamynstri, fór hún niður til að
kanna hverju sætti.
Þar mætti henni Paul, með
DVD-tækið undir höndum og skipti
engum togum að hann réðst á Lisu.
Ljóst er að eitthvað mikið gekk á því
síðar upplýsti Maria Alecia Mora,
nágrannakona Lisu, að hún hefði
heyrt eitthvað sem hefði getað verið
sársaukastuna. Varð Mariu, að
eigin sögn, svo mikið um að henni
kom ekki dúr á auga en þó aðhafð-
ist hún ekkert frekar. Einum og hálf-
um klukkutíma síðar kom Dash Ellis
heim. Honum gekk erfiðlega að opna
útidyrnar því rétt fyrir innan þær lá
lífvana líkami Lisu: „Hún sýndi engin
viðbrögð, liggjandi á grúfu,“ sagði
hann síðar.
Ásetningur eða tilviljun?
Lisa hafði verið barin og stungin
55 sinnum með skrúfjárni og hnífi
og síðan hafði bleikingarefni verið
skvett yfir vettvanginn í tilraun til að
eyðileggja sönnunargögn.
Á meðal þess sem lögreglan velti
fyrir sér var hvort tilviljun ein hefði
ráðið örlögum Lisu eða hvort hún
hefði verið myrt af ásetningi. Lisa
var ágætlega kynnt og vinsæl og
virk í listamannakreðsum Chicago,
og fátt benti til annars en að um til-
viljun væri að ræða. Fjölskylda Lisu
og vinir söfnuðu 15.000 Bandaríkja-
dölum sem skyldu renna til þess sem
kæmi með upplýsingar sem leiddu
til handtöku morðingjans. Nokkrum
dögum síðar komst hreyfing á rann-
sóknina.
Lögreglan kemst á sporið
Upplýsingar uppljóstrara lög-
reglunnar beindu sjónum hennar
að Paul Johnson. Hann hafði fengið
ellefu ára dóm árið 2000 fyrir vopn-
að rán, fengið reynslulausn, verið
handtekinn fyrir innbrot árið 2010
og fengið fjögurra ára dóm og fengið
reynslulausn enn og aftur árið 2012.
Paul fullyrti að hann hefði var-
ið kvöldinu þegar Lisa var myrt með
hálfbróður sínum, Harry Dobrow-
olsky, og gengið snemma til náða.
Lögreglan var ekki sannfærð og
samþykkti Harry að ræða við Paul,
útbúinn upptökutæki.
Í samtalinu lét Harry í það skína
að hann óttaðist um sjálfan sig,
lögreglan væri að reyna að klína
morðinu hann. Paul reyndi að róa
hálfbróður sinn og sagði: „Þú gerðir
ekkert,“ og lofaði að hann myndi gefa
sig fram ef svo færi að Harry yrði
hnepptur í varðhald. Harry sagðist
einnig hafa áhyggjur; hann vildi ekki
missa hálfbróður sinn í grjótið – sem
óhjákvæmilega yrði raunin ef lög-
reglan kæmist að hinu sanna. „Þetta
er eins og það er,“ sagði Paul þá.
Harry sagður sekur
Paul Johnson var handtekinn hálf-
um mánuði eftir morðið á Lisu og
ákærður. Þegar málið kom fyrir
dóm, í maí 2015, fullyrti verjandi
Pauls að Harry væri morðingi Lisu
og það eina sem Paul væri sekur um
væri að hafa hjálpað hálfbróður sín-
um að „hreinsa upp skítinn“.
Þetta var óvitlaus taktík hjá verj-
anda Pauls því einhvern tímann á
þeim tíma sem leið frá handtöku
Pauls til réttarhaldanna hafði Harry
tekið helsti stóran skammt af eitur-
lyfjum og kvatt jarðlífið.
Verjandinn sagði að Harry hefði
verið „ráðvillt sál“ sem hefði aldrei
haldist á starfi hvað þá öðru. Paul,
á hinn bóginn, væri orðinn fyrir-
myndarborgari með allt sitt á
hreinu.
Óyggjandi sönnunargögn
Saksóknarar vísuðu þessum full-
yrðingum til föðurhúsanna; vís-
bendingar á vettvangi lygju ekki.
Lífsýni úr Paul hefðu fundist inni á
heimili Lisu og blóðug fótspor, sem
samsvöruðu íþróttaskóm Pauls,
hefðu fundist á að minnsta kosti
tveimur stöðum inni á heimilinu.
Ekki styrkti það málstað Pauls
að klukkan þrjú um nóttina
hafði hann halað niður lög-
regluskannasmáforriti á farsíma
sinn og í morgunsárið hafði hann
leitað upplýsinga á vefnum varð-
andi rannsóknir og samanburð á
fingraförum og lífsýni.
Eftir tveggja tíma bollaleggingar
komst kviðdómur að þeirri niður-
stöðu að Paul Johnson væri sekur
um morðið á Lisu og í september
2015 var hann dæmdur til 50 ára
fangelsisvistar. n
„Það eina sem
Paul væri sekur
um væri að hafa hjálpað
hálfbróður sínum að
„hreinsa upp skítinn“.
Banvænn Búferlaflutningur
n Ellis-hjónin töldu sig örugg í litlum bæ n Sú sannfæring varð skammlíf