Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 36
Helgarblað 17.–20. mars 201732 Menning
StockfiSh film feStival hlýtur
verðlaun í flokki kvikmyndalistar
H
ildur Guðnadóttir, tón
skáld og sellóleikari, hlýtur
menningarverðlaun DV í
flokki tónlistar.
Í rökstuðningi dóm
nefndar segir: „Tónskáldið Hildur
Guðnadóttir hefur vakið athygli fyrir
einstaklega persónulegan hljóðheim
en tónlist hennar hefur verið gefin
út af plötuútgáfunni Touch (With
out Sinking (2009), Mount A (2010),
Leyfðu ljósinu (2012) og Saman
(2014)). Hildur hefur samið tónlist
fyrir alls kyns hljóðfærasamsetn
ingar og samhengi, sinfóníuhljóm
sveitir, kammersveitir, kóra og leik
hús; átt í gjöfulu samstarfi við aðra
tónlistarmenn og samið eftirminni
lega tónlist fyrir sjónvarpsþætti og
kvikmyndir, þar á meðal sjónvarps
þættina Ófærð og kvikmyndina
Eiðinn og tónlist hennar hljómaði
í stórmyndunum The Revenant og
Sicario. Hildur er heiðarlegur, hug
rakkur og leitandi tónlistarmaður
sem fann snemma sína rödd, íhug
ula og djúpa. Sú rödd hefur fengið að
halda áfram að þroskast og vaxa með
hverri nýrri áskorun sem tónlistar
konan tekst á við.“
Samtal í formi flöskuskeytis
Hildur Guðnadóttir er búsett og
starfar í Berlín og vinnur um þessar
mundir að tónlist við kvikmyndina
Soldado, sem er framhald spennu
myndarinnar Sicario. Móðir Hildar,
Ingveldur G. Ólafsdóttir, tók við verð
laununum fyrir hennar hönd og sagði
það sérstaklega ánægjulegt að dóttur
hennar hlyti verðlaunin, svo stutt væri
síðan nánast engar íslenskar konur
sinntu þessu starfi, og benti á að að
eins nokkrir dagar væru síðan Jórunn
Viðar féll frá, en hún var um 30 ára
skeið eina konan í Félagi tónskálda.
Í ræðu sem Hildur sendi með
móður sinni sagði hún meðal
annars: „Pabbi minn spurði mig
einu sinni af hverju ég þyrfti alltaf að
vera með svona mikið vesen í verk
unum mínum, ég hef kannski ekki
alltaf farið auðveldustu eða stystu
leiðina að því sem ég hef tekið mér
fyrir hendur og oft verið með meira
vesen en góðu hófi gegnir. En það
hefur alltaf verið gert í þeim tilgangi
að búa til upplifanir og fara með
skynfærin á staði sem við erum ekki
vön,“ skrifaði Hildur.
„Tónlist er fyrir mér eins og sam
tal, samtal í formi flöskuskeytis.
Maður kastar út skeytinu en ekki
alltaf viss hvort einhver heyri eða fái
skilaboðin. Að fá svona viðurkenn
ingu þýðir að einhver hefur móttekið
skilaboðin og tekið við upplifun. Það
gleður mig ótrúlega mikið,“ sagði
Hildur meðal annars í ræðunni. n
Heiðarlegur,
hugrakkur og
leitandi tón-
listarmaður
hildur Guðnadóttir hlýtur verðlaunin
í flokki tónlistar
Þau voru einnig
tilnefnd í flokki
tónlistar
dómnefnd: Elísabet Indra Ragnars-
dóttir (formaður), Kristján Freyr
Halldórsson og Alexandra Kjeld.
n Tónleikastaðurinn Græni hatturinn
n Plötuútgáfan Bedroom Community
n Kjartan Sveinsson tónskáld
n Katie Buckley hörpuleikari
menningarverðlaun dv fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í iðnó
miðvikudaginn 15. mars. verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi
árangur á menningarsviðinu, í þetta skiptið í níu flokkum – bókmenntum, fræðum,
arkitektúr, hönnun, kvikmyndalist, danslist, leiklist, myndlist og tónlist.
kristjan@dv.is
Þessir voru einnig
tilnefndir í flokki
kvikmyndalistar
dómnefnd: Vera Wonder Sölvadóttir
(formaður), Valur Gunnarsson og
Ísold Uggadóttir.
n Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina við
kvikmyndina Arrival
n Heimir Sverrisson og Morten Jacobsen
fyrir gervi í kvikmyndinni Eiðurinn
n Leikhópur Hjartasteins
n Heimildamyndin Keep Frozen
K
vikmyndahátíðin Stockfish
Film Festival hlýtur verð
launin í flokki kvikmynda
listar. Hátíðin var fyrst
haldin árið 2015 og var til
raun til að endurvekja Kvikmynda
hátíð í Reykjavík sem lagði upp
laupana árið 2001.
„Fátt hefur gert meira til að bæta
kvikmyndamenningu þjóðarinnar á
undanförnum árum en Bíó Paradís
og Stockfish hátíðin henni tengd,“
segir í rökstuðningi dómnefndar
innar fyrir valinu.
„Auk þess að bjóða upp á úr
val þess helsta í kvikmyndagerð
heimsins fær hátíðin til sín góða
gesti og heldur umræðufundi þar
sem ýmsar hliðar kvikmyndalist
arinnar eru ræddar. Stockfish gerir
þannig sitt til að gera Íslendinga að
betri kvikmyndagerðarmönnum og
unnendum.“
afar mikilvæg hvatning
„Fagfélögin í kvikmyndagerð höfðu
mikinn áhuga á að endurvekja Kvik
myndahátíð í Reykjavík. Það sem var
markmið kvikmyndahátíðar og er
markmið okkar er að vinna fyrir fólk
ið í kvikmyndabransanum, standa
fyrir tengslamyndun, halda málþing
og fræðslu, hvetja ungt íslenskt kvik
myndafólk með stuttmyndakeppni
og koma með alþjóðlegar gæða
myndir sem eru handvaldar inn.
Markmiðið er mjög skýrt, að auðga
kvikmyndamenninguna hér á landi,“
segir Marsibil. S. Sæmundardóttir,
kvikmyndagerðarkona og fram
kvæmdastjóri hátíðarinnar.
„Það myndast svo skemmtileg
stemning í Bíó Paradís, nánast eins
og á litlum kvikmyndahátíðum úti
á landi. Íslenskt kvikmyndagerðar
fólk fær að kynna verkin sín og kynn
ast erlendum framleiðendum,“ segir
Marsibil og bendir á hvernig tengsla
myndunin á hátíðinni hefur getið af
sér ný og spennandi verkefni, fjár
magn til íslenskra verkefna og svo
framvegis. „Við erum líka ótrúlega
sátt þegar einhver kemur út af bíó
mynd á hátíðinni og segir: vá!“ segir
Marsibil og hlær.
En þegar þú tókst við verðlaunun
um í Iðnó talaðir þú þó einnig um að
framtíð hátíðarinnar væri óljós.
„Já, undanfarin tvö ár hefur
hátíðin verið haldin þrátt fyrir mikil
vanefni. Við hefðum viljað láta fólk
vita betur af okkur og þessum frá
bæru myndum sem við höfum verið
að sýna. Morguninn áður en verð
launin voru afhent vorum við einmitt
að ræða hvort við ættum yfirhöfuð að
halda áfram. Við þurfum nefnilega
nauðsynlega að fá meira fjármagn
til að standa undir þessu – til þess að
sinna hlutverki okkar. Þess vegna eru
þessi verðlaun rosaleg hvatning.“ n
Auðgar kvikmyndamenningu þjóðarinnar