Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 37
Helgarblað 17.–20. mars 2017 Menning 33 G uðrún Ingólfsdóttir hlýtur Menningarverðlaun DV í fræðaflokki fyrir bókina Á hverju liggja ekki vorar göf­ ugu kellíngar sem kom út í ritröðinni Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar hjá Háskólaútgáf­ unni. „Í verkinu Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar fjallar Guðrún Ingólfsdóttir um sambúð bóka og ís­ lenskra kvenna á líflegan og einkar læsilegan hátt,“ segir í umsögn dóm­ nefndar. „Mikið nýmæli er að bókinni enda hefur svipuð rannsókn á bókmenn­ ingu kvenna hvorki verið gerð hér­ lendis né erlendis. Bókin er einstak­ lega vönduð og með rannsókn sinni opnar Guðrún lesendum nýja sýn og merkilega á líf íslenskra kvenna á miðöldum til 1730. Bókin er fjársjóð­ ur fyrir þau sem eru áhugasöm um kvennasögu og kvennabókmenntir.“ Innsýn í hugarheim og veraldarsýn kvenna Guðrún segir að hugmyndin að rann­ sókninni hafi upphaflega kvikn­ að árið 2011 þegar hún vann að doktorsritgerð sinni um bókmenn­ ingu, þekkingu og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld. „Það má eiginlega segja að upphafið sé í doktorsvörn­ inni, þá spurði einn andmælandinn: ef þú vissir allt sem þú veist í dag hvað hefðir þú skrifað um? Þá svaraði ég: um konurnar!“ segir Guðrún. „Það var líka mikil kveikja að bæði amma mín og mamma voru miklar bókakonur. Pabbi var ástríðu­ bókasafnari og þurfti bækur fyrir sitt starf en mamma var hins vegar lítt skólagengin en engu að síður mikill ástríðulesandi. Þau voru bæði fædd 1917 og maður horfði eiginlega inn í annan heim með því að alast upp hjá fólki sem er fætt svona snemma á öldinni. Það er auðvitað ekki hægt að breiða yfir þá bitru staðreynd að konur voru allar götur fram á 20. öld útilokaðar frá æðri menntun og komust varla á skólabekk fyrr en upp úr miðri 19. öld þegar Kvenna­ skólinn var stofn­ aður,“ segir Guð­ rún. Þessi skortur á opinberri menntun hefur gert að verkum að menn hafa talað niður hlut kvenna í bókmenningu þjóðar­ innar og talið hann hafa verið mjög takmarkaðan. „Ég hef oft verið spurð af hverju ég sé eiginlega að rann­ saka þetta: „Áttu þær nokkuð einhverjar bækur, fengu þær ekki bara bækur í arf og höfðu þær ekki fyrst og fremst peninga­ gildi fyrir þær frekar en að þær væru tæki til menntunar, þroska og uppspretta skemmt­ unar?“ En það er ljóst að bókaeign kvenna var miklu fjölbreyttari en fólk ímyndar sér og margar hverjar fengu nasasjón af því sem kennt var í stól­ skólunum. Á síðari hluta 17. aldar fer maður að sjá bækur í höndum kvenna af lærðari stigum. Alþýðu­ konur gátu líka átt bækur, en það var dýrt að framleiða þær svo það liggur í hlutarins eðli að það voru fyrst og fremst konur af efri stigum samfé­ lagsins sem áttu bækur.“ Guðrún segir að með því að rann­ saka þessi handrit sem hafa verið í eigu kvenna í gegnum aldirnar fái maður betri hugmynd um menntun þeirra, innsýn í hugarheim þeirra og veraldarsýn. En það er þó oft hægara sagt en gert að grafa upp þessi hand­ rit. „Hlutur kvenna í bókmenningu er frekar illa skráður í handrita­ skrám svo ég þurfti að setjast nið­ ur úti á Landsbókasafni og fletta yfir 600 handritum í leit að sporum eftir konur. Það þarf svolítið að kafa eftir hlut kvenna. Það er ekki fyrr en á síð­ ustu árum sem fræðimenn hafa sýnt þessu efni áhuga.“ n Fjársjóður fyrir áhugafólk um kvennasögu Guðrún InGólfsdóttIr hlýtur Menningar- verðlaun Dv í flokki fræðibóka HIldur BjarnadóttIr hlýtur verðlaunin í flokki MynDlistar Þessi verk voru einnig tilnefnD í flokknuM dómnefnd: Árni Matthíasson (formað- ur), Hildigunnur Þráinsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir. n Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson n Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson n Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur n Jón lærði eftir Viðar Hreinsson H ildur Bjarnadóttir myndlistar­ maður hlýtur Menningar­ verðlaun DV í myndlistar­ flokki fyrir sýningar í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum og Hverfisgalleríi árið 2016. Í umsögn dómnefndar segir: „Hildur Bjarnadóttir hélt tvær sýn­ ingar í Reykjavík á síðasta ári sem undirstrikuðu vel sérstöðu hennar og einstakan skilning hennar á efni­ við sínum og aðferðum. Hildur hefur um árabil verið einn framsæknasti textíllistamaður okkar og hefur í raun umbylt því hvernig við lítum á til­ gang og möguleika þessa listmiðils. Sýning hennar í Vestursal Kjarvals­ staða bar heitið Vistkerfi lita og sam­ anstóð af lituðum textíl. Litina hafði Hildur unnið úr gróðri af landspildu sem hún á í Flóahreppi en þar vex blóðberg, krossmaðra, hrútaberja­ lyng, þursaskegg, klófífa, hálmgresi og mýrasóley, ilmreyr, bugðupuntur, mjaðjurt, og fleira. Allan þennan gróður má nota til að lita þræði og ofið efni. Sýningarverkefnið verður þannig skráning á landinu og nátt­ úrunni, yfirlit yfir það vistkerfi sem þrífst á þessum bletti á Suðurlandi. Undir lok árs opnaði Hildur svo aðra sýningu í Hverfisgalleríi þar sem hún sýndi nýjustu verk sín.“ að eiga sér rætur í stað „Ég eignaðist þessa landspildu í Flóahreppi fyrir nokkrum árum. Úr plöntunum á landinu hef ég unnið lit, notað hann til að lita garn og síð­ an ofið verk og einnig til að lita silki­ efni,“ segir Hildur Bjarnadóttir en verkin sem sýnd voru á Kjarvalsstöð­ um á sýningunni Vistkerfi lita eru enn fremur hluti af doktorsverkefni Hildar frá Listháskólanum í Bergen sem hún varði í febrúar. „Þetta verkefni fjallar um að eiga sér rætur í ákveðnum stað, hvernig við tengjumst stað í gegnum plönturnar sem vaxa þar, hvernig áhrif mín og mannfólksins almennt á landið koma fram í þessum lit sem plönturnar taka upp úr jarðveginum. Plönturnar taka nefnilega í sig upp­ lýsingar úr jarðveginum og úr and­ rúmsloftinu, taka inn allt sem er að gerast þar og hefur gerst í mörg ár á undan – þær eru nánast eins og upp­ tökutæki. Ég tíni plöntur á tilteknum stað, sýð þær og næ úr þeim þessum upplýsingum,“ útskýrir Hildur. „Ég nota litina því sem upplýs­ ingagjafa tengda staðnum, þeir hafa alltaf þessa staðbundnu eigin­ leika. Plönturnar sem ég nota vel ég ekki út frá litnum sem þær gefa heldur staðnum sem þær koma frá. Ég hef unnið með fleiri staði en Flóahreppinn, til dæmis vann ég með landskika sem tilheyrði ömmu minni og hún hugsaði um í 70 ár. Ég vann stórt verkefni út frá plöntun­ um sem hún hafði gróðursett, hugs­ að um og verið í kringum svona lengi. Þá fór ég að sjá tengsl mann­ eskjunnar við plönturnar á staðnum og hvernig maður getur notað jurta­ litinn til að fjalla um tiltekna mann­ eskju og tiltekinn stað.“ Þó að hér sé um vefnað að ræða má þó segja að Hildur fáist við mál­ verkið, ögri sögu þess og eðli: „Ég notast líka við hörþráð sem er litað­ ur með akrýlmálningu, þetta eru ofin málverk, í þeim eru því tvær ólík­ ar tegundir af litum. Þannig skap­ ast ákveðið samtal milli manngerða litakerfisins og náttúrulega lita­ kerfisins.“ n Skráning á landinu og náttúrunni aðrir seM voru tilnefnDir í flokki MynDlistar dómnefnd: Jón Proppé (formaður), Helga Óskarsdóttir og Jón B.K. Ransu. n Þóra Sigurðardóttir n Berglind Jóna Hlynsdóttir n Jón Laxdal n Elín Hansdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.