Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 38
Helgarblað 17.–20. mars 201734 Menning
R
ithöfundurinn Sjón hlýtur
Menningarverðlaun DV
2016 í flokki bókmennta
fyrir skáldsöguna Ég er sof
andi hurð, síðustu bókina í
þríleiknum CoDex 1962. Sjón hef
ur einmitt hlotið þessi sömu verð
laun fyrir fyrri tvo hluta þríleiks
ins, Augu þín sáu mig, sem kom
út árið 1994, og Með titrandi tár,
sem kom úr árið 2001. Það er eins
dæmi í tæplega 40 ára sögu Menn
ingarverðlauna DV að rithöfundur
hljóti verðlaun fyrir alla hluta eins
og sama þríleiksins.
Einstætt verk í íslenskri
bókmenntasögu
Í umsögn dómnefndar um bók
ina segir: „Ég er sofandi hurð er
glæsilegur endapunktur á ævin
týralegum sagnabálki. Í heild sinni
er þríleikurinn, sem hófst með Augu
þín sáu mig, hélt áfram í Með titr
andi tár og lýkur nú, einstætt verk
í íslenskri bókmenntasögu. Frá
sagnargaldur þar sem öllum brögð
um er beitt til að skoða manninn
í heiminum og hugmyndaflugið í
manninum. Lokabókin heldur sig á
slóðum dirfskufullrar sambræðslu
bókmenntalegrar hámenningar,
goðsagna og afþreyingarmenningar.
Sjón hnýtir þá hnúta sem þarf og le
yfir öðrum þráðum að lafa lausum af
öryggi hins þroskaða en hrekkjótta
sögumanns.“
Í viðtali við DV í desember sagði
Sjón: „Í hverri bók reyni ég að takast
á við eitthvað nýtt. Í þessari bók var
ég að vinna með mjög brotakennda
frásögn, láta á það reyna hversu
brotakennd hún getur mögulega
verið, hversu miklu ég get sleppt og
hversu stór stökk ég get tekið. Þetta
skiptir mig miklu máli bæði þegar
ég skrifa og þegar ég les fagurbók
menntir. Ég vil að hver einasta ný
skáldsaga sé rannsókn á því hvað
skáldsagan getur gert og hvað hún
getur verið. Þegar við leggjumst í
þá rannsóknarvinnu þá erum við
líka að leita að því sem gerir skáld
söguna að einstöku listformi.“
Verkið blessað í bak og fyrir
Þegar verðlaunin voru afhent í Iðnó
á miðvikudag var Sjón var stadd
ur í Færeyjum að undirbúa Turninn
á heimsenda, alþjóðlegt stefnumót
rithöfunda frá eyjum og fræði
manna sem fást við að skoða sam
spil eyja og bókmennta, en viðburð
urinn fer fram í Þórshöfn í Færeyjum
í maí. Eiginkona hans, Ásgerður Jún
íusdóttir, tók við verðlaununum fyrir
hans hönd.
Blaðamaður DV heyrði í Sjón eft
ir að verðlaunin voru afhent og var
hann yfir sig ánægður með heiður
inn. „Menningarverðlaun DV í bók
menntum eru elstu bókmennta
verðlaun sem veitt eru á Íslandi og
því mikill heiður að hljóta þau hvort
sem er einu sinni, tvisvar eða þrisvar.
Nokkrir af þeim höfundum sem ég lít
mest upp til eru meðal fyrrverandi
verðlaunahafa og mér þykir vænt um
að vera í þeirra hópi. Ég átti sannar
lega ekki von á því að fá verðlaun
in að þessu sinni en nú hefur verkið
í heild verið blessað í bak og fyrir og
ég get haldið ótrauður áfram. Menn
ingarverðlaun DV fyrir bókmenntir
hafa haft þann kost í gegnum tíðina
að koma á óvart og þau komu mér á
óvart núna. Betri verklok get ég ekki
hugsað mér.“
Manstu hvernig tilfinningin var
þegar þú fékkst verðlaunin fyrir fyrstu
bókina, þótti þér þetta mikil upphefð?
„Já, það var stór stund á höfundar
ferli mínum að fá Menningarverð
laun DV fyrir Augu þín sáu mig, enda
var það fyrsta opinbera viðurkenn
ingin sem ég hlaut fyr
ir ritstörf, ef undan
eru skilin fyrstu verðlaun í ritgerða
samkeppni sem haldin var í tilefni af
iðnsýningu í Laugardalshöllinni vor
ið 1978. Ég varð því afskaplega glað
ur og flaug heim frá London, þangað
sem ég var nýfluttur ásamt Ásgerði
konu minni, til þess að taka á móti
þeim og svo aftur út með fenginn
daginn eftir. Verðlaunin styrktu mig
í trúnni á það sem ég var að gera og
það er gaman að leiðir okkar hafi leg
ið svona saman af og til á þessum 22
árum sem eru liðin frá fyrstu kynn
um.“ n
Fullt hús
hjá Sjón
AllAr bækur þríleiksins CoDex 1962 eftir
Sjón hAfA fengið MenningArverðlAun Dv
þessi verk voru
einnig tilnefnD í
bókMenntAflokki
Dómnefnd: Þorgeir Tryggvason (for-
maður), Guðrún Baldvinsdóttir, Halla
Þórlaug Óskarsdóttir.
n Af ljóði ertu komin eftir Steinunni
Sigurðardóttur
n Draumrof eftir Úlfar Þormóðsson
n Eyland eftir Sigríði Hagalín
n Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu
Mínervudóttur
Menningar-
verðlaun DV
fyrir árið 1994
Menningar-
verðlaun DV
fyrir árið 2001
Tulipop hlýtur verðlAunin í flokki hönnunAr
Í litríkum ævintýraheimi
H
önnunarfyrirtækið Tulipop
hlýtur Menningarverðlaun
DV í hönnunarflokki fyrir
ævintýraheiminn Tulipop.
Í umfjöllun dómnefndar
segir: „Fyrir sjö árum stofnuðu
Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árna
dóttir fyrirtæki utan um Tulipop
ævintýraheiminn. Síðan hafa um
sjötíu vörur verið framleiddar und
ir merkinu, meðal annars borð
búnaður, lampar, töskur og annar
nytjavarningur. Fyrirtækið hefur til
þessa selt vörur sínar til 120 versl
ana í 14 löndum, en nýverið keypti
bandaríski leikfangaframleið
andinn Toynami réttinn til fram
leiðslu á Tulipopleikföngum sem
koma á markað síðar á árinu. Af
rakstur samstarfsins eru bangsar,
plastfígúrur og sparibaukur og
verður leikföngunum dreift í hund
rað verslanir í Bandaríkjunum til að
byrja með.“
nostrað við smáatriðin
„Við Signý erum gamlar vinkonur
en haustið 2009 fórum við að
spekúlera að gera eitthvað saman.
Þá var ég nýkomin úr MBAnámi
í London, og hún hafði verið að
vinna sem teiknari, hafði gefið út og
búið til vörur með myndunum sín
um á og fengið myndir birtar í mjög
flottum tímaritum. Hún var búin
að þróa þennan flotta stíl og byrj
uð að þróa alls konar karaktera. Við
sáum að þetta var að falla í kramið
hjá fólki á öllum aldri. Mér er sér
staklega minnisstætt að stjúpdóttir
mín og vinkonur hennar sem voru
þá átta ára elskuðu allt sem Signý
gerði. Þær byrjuðu að safna póst
kortum og minnisbókum, vildu vita
meira um karakterana og heim
inn. Þegar við sáum þetta urðum
við sammála um að það væri tæki
færi í að búa til fyrirtæki í kringum
þennan ævintýraheim,“ segir Helga
Árnadóttir, annar stofnenda fyrir
tækisins.
En hvað er Tulipop?
„Tulipop er ævintýraeyja sem er
kannski svolítið ómeðvitað innblás
in af Íslandi á ýmsan hátt, þarna
eru til dæmis eldfjöll og hverir. Á
Tulipop er ótrúlega fjölbreytt nátt
úra, litrík og skringileg og þar býr
skemmtilegt samansafn af litríkum
og sniðugum karakterum sem að þó
hafa allir sína galla – þetta eru sem
sagt ævintýrapersónur sem eru þó
bara eins og við öll inni við beinið.“
Hvað hafið þið að leiðarljósi í
hönnuninni?
„Fyrst og fremst viljum við gera
vandaða og fallega hluti sem gleðja
bæði börn og foreldra. Til dæmis
finnst okkur fátt skemmtilegra en
þegar mæðgur koma inn í búð og
vilja kaupa hvor sinn Tulipophlut
inn. Við viljum líka gera hluti sem
endast, hluti sem eru eigulegir og
fara ekki bara beint í ruslið, hluti
sem eru litríkir en samt klassískir. Í
teikningunum er líka föndrað við öll
smáatriði til að ná þessu fullkomnu
og fallegu,“ segir Helga.
Tulipopheimurinn er stöðugt
að stækka og breikka, en um þess
ar mundir eru þær stöllur að opna
skrifstofu í Bandaríkjunum og fyrstu
vörurnar eru komnar í verslanir vest
anhafs. Næst á dagskrá er svo sería af
stuttum teiknimyndum sem munu
birtast á netinu, og síðan munu þær
opna fyrstu Tulipopbúðina í mið
borg Reykjavíkur á næstunni. n
þAu voru einnig
tilnefnD í
hönnunArflokki
Dómnefnd: Tinni Sveinsson (formaður)
og Arnar Fells Gunnarsson.
n AGUSTAV
n Geysir
n Oddsson eftir hönnunarfyrirtækið Döðlur
n KALDA