Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 40
Helgarblað 17.–20. mars 201736 Menning
Á
srún Magnúsdóttir dans
höfundur og þær 19 ung
lingsstelpur sem taka þátt
í dansverkinu Grrrls hljóta
Lesendaverðlaun dv.is árið
2016 – en þær hlutu 840 atkvæði í
netkosninu á dv.is, fjörtíu atkvæðum
meira en sá næsti í röðinni.
Það kemur kannski ekki á óvart
að verkið hljóti lesendaverðlaunin
enda hefur þessi litla danssýning
notið óvenju mikilla vinsælda. Verk
ið var upphaflega skapað fyrir og
frumsýnt á Reykjavík Dance Festival
í ágúst 2015, en vegna mikillar eftir
spurnar hefur fjölda aukasýninga
verið bætt við árið 2016.
„Í Grrrrls hleypa Alexandra, Ásta,
Dagný, Erla, Gunnhildur, Hrafn
hildur, Hrefna, Katla, Lísbet, Marta,
Nadja, Ólína, Jóhanna, Rakel,
Salóme, Tindrá, Una, Unnur og Val
gerður áhorfandanum tæpitungu
laust inn í hugarheim sinn, ung
lingsstúlkunnar,“ segir í umsögn
dómnefndarinnar. „Þær tjá hugð
arefni sín í gegnum dans og söng
sem er í senn einfaldur, orkumikill
og flæðandi. Stúlkurnar eru afslapp
aðar og tilgerðarlausar, þær geisla af
gleði og glettni á sama tíma og þær
eru kraftmiklar og töff og afsaka ekki
sínar skoðanir. Stúlkurnar eru alls
konar, þær eru svona og hinsegin.
Þær eru jafningjar. Þær eru framtíð
in.“
Ásrún Magnúsdóttir er fædd árið
1988 og útskrifaðist af danslista
braut Listaháskólans árið 2011. Hún
hefur getið sér gott orð á undanförn
um árum fyrir lífleg og framsækin
þátttökuverk og dansverk þar sem
hún vinnur með ólærðum dönsur
um. Í Grrrls fékk hún hóp unglings
stelpna til að vinna með sér að verki
um tilfinningar unglingsáranna.
„Þetta er svo flottur aldur. Það er
einhver rómantísk, nostalgísk þrá
eftir þessum unglingsárum hjá mér,“
sagði Ásrún í viðtali við DV þegar
verkið var frumsýnt. „Ég mætti ekki
með neinar fastmótaðar hugmyndir.
Til að byrja með vorum við bara að
leika okkur og kynnast í dansspuna
og leikspuna. Þær hafa svo unnið
saman í minni hópum og búið til
efni. Svo fór ég að taka saman það
sem hefur virkað og dýpkað suma
hluti sem þær hafa komið með.
Þarna eru bæði textar frá mér og
þeim, þannig að þær eru algjörlega
meðhöfundar verksins.“ n
Þær eru
framtíðin
Ásrún Magnúsdóttir og
stelpurnar í dansverkinu Grrrls
hljóta lesendaverðlaun dv.is
Helena Jónsdóttir hlýtur MenninGarverðlaun dv í flokki danslistar
H
elena Jónsdóttir hlýtur
Menningarverðlaun DV í
flokki danslistar fyrir braut
ryðjandastarf í dansmynda
gerð á Íslandi.
Í umsögn dómnefndar segir:
„Helena Jónsdóttir, dans og kvik
myndagerðarkona, er tilnefnd fyrir
brautryðjandastarf í dansmynda
gerð á Ísland. Í hátt á annan áratug
hefur Helena verið óhrædd við að
deila hugmyndum sínum, þekkingu
og aðferðum í dansmyndagerð. Hún
hefur verið öflug í að skapa þessu
listformi, þar sem kvikmyndagerð
og danslist mætast, veg og virðingu
og byggja það upp. Spor Helenu
liggja víða og skiptir þá ekki máli
hvort litið er til uppbyggingar náms
í lista og kvikmyndaskólum lands
ins, námskeiðahalds fyrir dans og
kvikmyndahátíðir, verkefnavals fyrir
bíóhús og sjónvarp eða innsetningar
í gallerí og leikhús. Er þá ónefnd
brúar smíðin sem felst í að skapa
tengsl við hátíðir og framleiðendur
á alþjóðavettvangi, en þeim tengsl
um deilir hún gjarnan með öðrum
ungum dansmyndagerðarmönnum.
Eftir Helenu liggur fjöldinn allur af
dansmyndum. Enn ein rósin í henn
ar hnappagat er velgengni myndar
hennar og Veru Sölvadóttur, Gone,
sem hlaut á árinu 2016 fjölda alþjóð
legra verðlauna og viðurkenninga.“
Myndavélin er
uppáhaldsdansfélaginn
Helena, sem er lærður dansari, kynnt
ist dansmyndaforminu í kringum
aldamót þegar hún vann hjá íslensku
kvikmyndafyrirtæki. „Það sem heill
aði mig við þetta form var að þarna
gat ég á stuttum tíma séð, frétt af
höfundum og listamönnum í minni
grein í gegnum þessa miðla. Mér
fannst þetta svo tilvalið fyrir okkur
hér á Íslandi, þar sem peningarnir
eru af svo skornum skammti, til að
við gætum kynnt okkur heiminn eða
komist í kynni við aðra í okkar grein.
Það heillaði mig svakalega að geta
unnið hér heima á Íslandi
og sent rödd mína
út og um allan
heim án þess að
kaupa flugmiða.“
Dansmyndir
eru ekki eingöngu
danssýningar sem
eru teknar upp á
myndband, held
ur eru þær leikn
ar myndir með
tónlist, án tals og
sprottnar upp
úr heimi nú
tímadansins. Hel
ena segist oft
nota enska hug
takið „physical cinema“ í stað dans
myndanafnsins og talar raunar um
kvikmyndatökuvélina sem uppá
haldsdansfélaga sinn.
„Þegar maður er með hreyfi
mynd, myndavél á hreyfingu og
dansara að hreyfa sig er maður með
þrjá vinkla sem eru allir á hreyf
ingu. Ég komst að því
mjög fljótlega að það var
mjög erfitt og tímafrekt
að grípa hreyfinguna svo
hún skilaði sér á tjaldið.
Að reyna að grípa hreyf
ingu er svolítið eins og
að reyna að taka mynd
af fiski í sjó – að reyna að
skipa honum að vera kyrr.
En þetta heillaði mig mjög
mikið, að ná að skila fallegu listformi
eins og dansinum,“ segir hún.
Helena hefur gert fjölda mynda
sem hafa verið sýndar á ólíkum vett
vangi. Hún hefur haldið fyrirlestra,
tekið þátt í málþingum og kennt
fjölda listamanna námskeið í dans
myndagerð.
Nýjasta myndin hennar er Gone
sem hún vann með samkennara
sínum í Kvikmyndaskóla Íslands,
Veru Sölvadóttur, og skartar Ingvari
E. Sigurðssyni í aðalhlutverki.
Myndin er tileinkuð eiginmanni
hennar, Þorvaldi Þorsteinssyni lista
manni sem lést árið 2013 þegar
myndin var enn í vinnslu. n
Brautryðjandi í dans-
myndagerð á Íslandi
Þær hlut einniG
tilnefninGar í
danslist
dómnefnd: Karen María Jónsdóttir
(formaður), Ólöf Ingólfsdóttir, Margrét
Áskelsdóttir.
n Þyri Huld Árnadóttir fyrir dans sinn í
verkinu What a feeling
n Katrín Gunnarsdótir fyrir tvö ólík
höfundarverk á einu dansári, Kvika og
Shades of history
n Steinunn Ketilsdóttir fyrir listrænar
rannsóknir sem eiga sér fáar fyrirmyndir
í dansheiminum á Íslandi
n Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur og
allar stelpurnar í Grrrrls