Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Page 6
Vikublað 21.–23. mars 20176 Fréttir Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Sportgleraugu Red Bull sólgleraugu kr. 14.950,- Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Kröfu Ólafs vísað frá Hæstiréttur vísaði á fimmtudag frá kröfu Ólafs Ólafssonar fjár- festis um endurupptöku á Al- Thani málinu svokallaða. Ólaf- ur fór fram á að viðurkennt yrði að skilyrði fyrir endurupptök- unni væru uppfyllt. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur vísaði kröfunni frá þann 25. janúar síðastliðinn og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð. Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al- Thani málinu í Hæstarétti. Taldi Ólafur að dómur Hæstaréttar hefði byggt á sönnunargögnum sem hefðu verið ranglega metin. L andsmenn voru 338.349 þann 1. janúar síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður, eða um 1,8 prósent. Þetta kom fram í tölum sem Hag- stofan birti á mánudag. Þar kemur fram að konum og körlum hafi fjölg- að nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur. Mikil fólksfjölgun var á höfuð- borgarsvæðinu, en íbúum þar fjölg- aði um 3.259 í fyrra eða um 1,5 pró- sent. Hlutfallslega varð þó mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 6,6 pró- sent. Einnig fjölgaði íbúum á Suður- landi (2,1%), Norðurlandi eystra (1,1%) og Vesturlandi (1%), en minna á Norðurlandi vestra (0,4%) og Austurlandi (0,4%). Fólksfækkun var á Vestfjörðum, en þaðan fluttust 13 manns (0,2%) í fyrra. Alls voru 74 sveitarfélög á landinu á áramótum, en það er óbreyttur fjöldi frá því í fyrra. Sveitarfélögin eru misstór. Alls var íbúatala sex sveitarfélaga undir 100 en undir 1.000 í 40 sveitarfélögum. Einungis níu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa. Hinn 1. janúar síðastliðinn voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri og fækkaði um einn milli ára. Auk þeirra voru 36 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölg- un um einn frá fyrra ári. Í þétt- býli bjuggu 316.904 og fjölgaði um 5.054 milli ára. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 21.455 manns 1. janúar síðastliðinn. n Landsmönnum fjölgar Nýjar tölur Hagstofunnar um fólksfjölda 91 prósent skráð hjá heim- ilistannlækni Um 91 prósent þeirra barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tann- læknum er nú skráð hjá heimil- istannlækni. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendur- skoðunar um átaksverkefni um tannlækningar fyrir börn tekju- lágra forráðamanna. Ríkisendurskoðun beindi því til velferðarráðuneytisins árið 2014 að það léti rannsaka tannheilsu barna og að ráðuneytið beitti sér fyrir því að fleiri börn yrðu skráð hjá heimilistannlæknum. Ríkis- endurskoðun telur að mikill ár- angur hafi náðst í skráningu barna og ungmenna hjá heimilistann- læknum, en til marks um það voru 64 prósent barna og ungmenna skráð hjá heimilistannlæknum árið 2014. Sem fyrr segir hefur það hlutfall hækkað í 91 prósent. „Þetta eru óásættanleg vinnubrögð“ Fegruðu leiguhækkanir með innistæðulausum loforðum um húsnæðisbætur F ramkvæmdastjóri Félags- bústaða hf. hefur staðfest að þjónustuíbúðir í Seljahlíð uppfylli ekki skilyrði í lögum um húsnæðisbætur. Þrátt fyrir það var fyrirhuguð 80–125 prósenta hækkun á húsaleigu til aldraðra leig- utaka kynnt þannig að íbúar ættu rétt á slíkum bótum. „Félags bústaðir ganga út frá því að hægt verði að koma íbúðunum í það ástand að þær hljóti sjálfstæða skráningu hjá fasteignamati og íbúar eigi rétt á húsaleigubótum. Það kann að þurfa að gera á þeim einhverjar endurbæt- ur til að svo megi vera,“ segir Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf., í skriflegu svari til DV. Þegar fleiri spurningar bárust frá blaðamanni vegna málsins barst til- kynning um að spurningunum yrði svarað í sérstakri kynningu til fjöl- miðla „innan skamms“. Húsaleigubætur grundvöllur nýrra leigusamninga Eins og greint var frá í helgarblaði DV þá keyptu Félagsbústaðir hf. fast- eignina af eiganda sínum, Reykja- víkurborg, um áramótin. Fyrsta verk fyrirtækisins var að ákveða að leigu- verð til hinna öldruðu íbúa væri of lágt. „Félagsbústaðir fá Seljahlíð af- henta 1. apríl og tekur frá þeim degi við hlutverki leigusala samkvæmt þeim leigusamningum sem þá eru í gildi. Leigusamningunum verður öllum sagt upp með eðlilegum fyrir- vara og nýr boðinn á grundvelli þess að íbúðareiningar eru sjálfstæð- ar og leigutökum standa til boða húsnæðis bætur og eftir atvikum sér- stakur húsnæðisstuðningur,“ seg- ir Auðunn Freyr. Leigan sem íbúar þurfa að sætta sig við mun hækka um 80–125 prósent og ríkir mikil ólga meðal þeirra. „Óásættanleg vinnubrögð“ Þann 3. mars síðastliðinn var haldinn íbúafundur í Seljahlíð þar sem fulltrúar Félagsbústaða hf. og vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar héldu kynningu vegna yfirvofandi hækkun- ar á leigunni. Yfirskrift fundarins var „Húsnæðisbætur og sérstakur hús- næðisstuðningur“. Eins og nafnið gefur til kynna þá var öllu púðri á fundinum eytt í að réttlæta hækk- unina með því að búa til sýnisdæmi þar sem gert var ráð fyrir því að íbúar gætu óskað eftir húsnæðisbótum. Í kynningunni var ekki minnst einu orði á þá staðreynd að íbúð- irnar uppfylla ekki skilyrði laga um húsnæðisbætur því í þeim er engin eldunaraðstaða. „Það vorum við, íbúarnir, sem þurftum að upplýsa fulltrúana um þessi ákvæði í lögum á fundinum og það virtist hreinlega koma flatt upp á þá. Það eru óásættan- leg vinnubrögð,“ segir Ingibjörg S. Finnbogadóttir, íbúi í Seljahlíð. Að hennar sögn eru íbúðirnar í raun og veru eins og herbergi á dvalarheim- ili. „Ég á erfitt með að sjá hvernig þeir ætla að fara að því að koma eldunar- aðstöðu fyrir, sérstaklega í einstak- lingsíbúðunum. Ef það tekst þá er það mikið afrek en það mun þýða mikið rask fyrir íbúa. Að auki verður fróðlegt að sjá hver þarf að borga kostnaðinn við framkvæmdirnar,“ segir hún. 10,7 milljarða hagnaður Félagsbústaðir eiga og reka 2.445 félagslegar leiguíbúðir í höfuð- borginni. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam 10.777 milljónum króna samanborið við 4.051 millj- ónar króna hagnað árið 2015. Gríðarlegar hækkanir á fasteigna- verði höfðu þar nánast allt að segja en matsbreyting fjárfestingaeigna félagsins nam 10.942 milljónum króna á árinu 2016 en var 4.080 milljónir króna árið 2015. Þá námu heildareignir Félags- bústaða hf. í árslok 2016 alls 67,8 milljörðum og jukust þær um 13,9 milljarða króna á árinu, eða um 28,4 prósent. Matsbreytingar fjár- festingaeigna skýra eignaaukn- inguna að langstærstum hluta. n Seljahlíð Félagsbústaðir hf. héldu kynningu fyrir aldraða leigutaka í þjónustuíbúðun- um þar sem yfirvofandi hækkun á húsaleigu, um 80–125 prósent, voru fegraðar með loforðum um húsaleigubætur. Ekki var minnst einu orði á þá staðreynd að íbúðirnar uppfylla ekki skilyrði um slíkar bætur. Mynd Sigtryggur Ari ingibjörg S. Finnboga- dóttir Íbúar í Seljahlíð eru óhressir með vinnubrögð Fé- lagsbústaða sem Ingibjörg segir að séu „óásættanleg.“ Mynd Sigtryggur Ari Kynning Yfirskrift kynningarinnar á hækkun húsaleigu var: „Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur“. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.