Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Síða 14
Vikublað 21.–23. mars 201714 Fréttir
Smára gengið illa að
selja fjölmiðlahlut sinn
Þingmaðurinn vonast til að klára að selja hlut sinn í Útgáfufélagi Stundarinnar í sumar
Þ
að gekk verr að koma þessu
í verð en ég átti von á. Það
er víst ekki nóg að vilja selja,
maður verður að hafa kaup-
anda,“ segir Smári McCarthy,
þingmaður Pírata, sem reynt hefur að
selja tæplega tveggja prósenta hlut
sinn í Útgáfufélaginu Stundin ehf. frá
þingsetningu í desember síðastliðn-
um. Hann hefur lýst því yfir að hann
telji óeðlilegt að þingmaður eigi hlut í
fjölmiðli sem eigi að veita honum að-
hald. Smári vonast til að hægt verði
að ganga frá sölunni á hlut hans í
sumar, þar sem hann sé nú búinn að
finna kaupanda.
Búinn að finna kaupanda
Smári keypti tveggja prósenta hlut
í fjölmiðlinum árið 2015 en sam-
kvæmt uppfærðri eigendaskrán-
ingu á vef Fjölmiðlanefndar nemur
hluturinn nú 1,6 prósentum.
„Ég er búinn að finna kaupanda,
Íslending sem býr erlendis, en við
höfum ekki getað verið á sama stað á
sama tíma til að ganga frá þessu. Við
gerum ráð fyrir að það gerist með
sumrinu.“
Milljón fyrir hlutinn
Smári staðfestir að hann sé að leitast
við að fá um eina milljón króna fyrir
hlutinn, sem sé nafnverð hlutarins.
„Ég var að reyna að finna einhvern
sem hefði viljað taka þetta fyrir að-
eins meiri pening en það gekk ekki
neitt,“ segir Smári.
Í janúar síðastliðnum viður-
kenndi Smári fúslega að hann væri
búinn að vera að leita að kaupanda
þar sem hann teldi ekki eðlilegt að
hann ætti hlutinn áfram nú þegar
hann væri orðinn þingmaður. Nú
vonast hann til að losna við hlutinn
eins fljótt og auðið er, þó að hann
hafi aldrei haft nokkur afskipti af
rekstrinum.
„Þetta er það óvirkur eignarhluti
hjá mér og ég hef aldrei skipt mér af
rekstrinum. Ég er að reyna að koma
þessu frá mér eins hratt og ég get og
þetta gengur sennilega.“
Kostnaður við uppbyggingu
Ef miðað er við nafnvirði eignarhlut-
ar Smára í Stundinni er Útgáfufélag-
ið Stundin, sem gefur út Stundina
og heldur úti vefmiðlinum stundin.
is, metið á um 62,5 milljónir króna.
Markaðurinn, viðskiptablað Frétta-
blaðsins, greindi frá því í byrjun jan-
úar að útgáfufélagið hefði verið rekið
með 13 milljóna króna tapi árið 2015,
fyrsta rekstrarár fjölmiðilsins sam-
kvæmt þá nýbirtum ársreikningi.
Skuldir hafi numið 17 milljónum og
eigið fé neikvætt um rúmar 900 þús-
und krónur. Í ársreikningnum kom
fram að gert hafi verið ráð fyrir 10
til 25 milljóna króna tapi við upp-
byggingu rekstrarins á árinu 2015. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Stendur til að selja Smári McCarthy,
þingmaður Pírata, telur óeðlilegt að
hann eigi hlut í fjölmiðli og hefur leitað að
kaupanda frá þingsetningu í desember.
Það hafi gengið verr en hann hélt en salan
verði vonandi frágengin með sumri.
Fyrirtækið Fiskás er staðsett við tvær flottustu laxár landsins, Ytri- og Eystri-Rangá. Starfsemin hófst
sumarið 2010 með reykingu á
laxi. Í nóvember sama ár opnuðu
eigendur fyrirtækisins fiskbúð
á Hellu. Torfi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri og einn af þremur
eigendum fyrirtækisins, segir
Fiskás hafa það að markmiði að
þjónusta laxveiðimenn á Íslandi
og hafa laxveiðimenn, bæði
íslenskir og erlendir, sem veiða í
Rangánum notað þjónustuna og
verið mjög ánægðir með vörurnar
sem Fiskás býður upp á að sögn
Torfa. „Fyrirtækið þjónustar einnig
heimafólk og fyrirtæki á Suður-
landi á ferskum fiski sem keyptur
er á markaði,“ segir Torfi.
Viðurkenning frá
Gordon Ramsay
„Það er gaman að segja frá
því að sælkerakokkurinn
Gordon Ramsay gaf okkur
fyrstu einkunn fyrir reykta
laxinn okkar,“ segir Torfi. Að
sögn Torfa borðaði Gordon
heilt flak af reyktum laxi frá
Fiskás á degi hverjum þegar
hann var við veiði á svæðinu.
Torfi er afar ánægður með
hversu vel Gordon líkaði
laxinn. „Það er óhætt að
segja að það sé öflug viður-
kenning þegar heimsklassa
sælkerakokkur leggur
blessun sína og rúmlega
það yfir vöru sem maður er
að framleiða,“ segir hann.
Bæði með ferskfisk
og reyktan fisk
Hjá Fiskási starfa fjórir til sex
starfsmenn eftir vertíðum. „Við
erum að reykja fisk yfir sumar-
mánuðina og fram að áramótum
en þá minnkar örtröðin örlítið.
Hins vegar er mikið að gera allan
ársins hring í ferskum fiski hjá
okkur þar sem við erum að sinna
hótelunum og skólunum á svæð-
inu með slíkar vörur,“ segir Torfi.
Sem fyrr segir þá rekur Fiskás
verslun undir sama nafni sem er
opin alla virka daga frá kl. 10 –17.
Tilvalið er fyrir ferðalanga og
sumarhúsaeigendur í grennd að
renna við í versluninni og ná sér í
úrvals fiskmeti.
Fiskás ehf, Dynskálar 50,
850 Hella. Símanúmer: 546-1210 og
651-1210. www.fiskas.is
Verðlaunaður gæðalax frá Fiskási
Kynning