Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Page 16
Vikublað 21.–23. mars 201716 Fréttir Erlent
n Kevin Breed þjáðist af afar sjaldgæfum kvilla sem hefði getað kostað hann lífið
Þ
egar Kevin Breed, 44 ára
Bandaríkjamaður, kvartaði
undan slappleika um síðast
liðin jól taldi eiginkona hans
að hann væri að reyna að
koma sér undan húsverkunum. Þetta
var á jóladag og vildi Kevin helst af
öllu liggja út af. Þetta var óvanalegt
enda hafði Kevin alla tíð verið mikill
orkubolti sem vissi fátt skemmtilegra
en að spila íþróttir.
Ástandið versnaði
Kevin, sem er búsettur í Michigan
ásamt fjölskyldu sinni, sagði þó við
eiginkonu sína að hann væri raun
verulega veikur. Tveimur dögum síð
ar hafði ástand hans lítið batnað og
raunar versnað. Honum leið eins og
hann væri með slæma flensu og því
til viðbótar fann hann fyrir miklum
og sárum kviðverkjum. Verkirnir voru
svo slæmir að Kevin átti erfitt með
gang.
Það var þá sem hann ákvað að láta
lækni skoða sig. Eiginkona hans, Julia
Breen, fór með hann og var meðal
annars tekið streptókokkapróf sem
reyndist vera neikvætt. Læknirinn
taldi að líklega væri um hefðbundna
pest að ræða og sendi hann Kevin
heim með töflur sem áttu að vinna
gegn ógleðinni og kviðverkjunum.
„En þær virkuðu ekki,“ segir Kevin í
samtali við Washington Post sem fjall
aði um mál hans. „Ég var verri daginn
eftir og ég sagði við konuna mína að
við þyrftum að fara á sjúkrahús.“ Það
reyndist góð ákvörðun enda þjáðist
Kevin af mjög sjaldgæfum kvilla sem
hefði getað kostað hann lífið.
Slæmt magasár jafnvel
Í umfjöllun Washington Post kemur
fram að Kevin hafi í gegnum tíðina
fengið nokkuð oft í magann en í þetta
skipti hafi þetta verið öðruvísi. Eftir að
hann fór á bráðamóttökuna skoðuðu
læknar hann og komust að því hvað
var að hrjá hann. Hann var sannar
lega með streptókokka en þó ekki af
þessum dæmigerða bakteríustofni
sem gerir fólki lífið leitt reglulega.
Til að byrja með vissu læknar
ekki hvað væri að hrjá hann. Eftir að
hafa sent hann í tölvusneiðmynda
töku töldu læknar að hann væri með
slæmt magasár. Hann var því sendur
rakleitt í uppskurð þar sem í ljós kom
að einn og hálfur lítri af greftri hafði
safnast fyrir í kviðarholinu. Læknar
vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið, að
sögn Juliu. „Við hittum skurðlækninn
eftir aðgerðina og hann sagðist aldrei
hafa séð nokkuð þessu líkt. Ég veit
ekki hvað þetta er.“
Fór úr hálsinum niður í kvið
Elizabeth Steensma, læknirinn
sem framkvæmdi aðgerðina, segir
við Washington Post að sýkingar í
kviðar holi séu sem betur fer tiltölu
lega sjaldgæfar en þegar um slíkt sé
að ræða sé sködduðu líffæri yfirleitt
um að kenna. Það var ekki í tilfelli
Kevins. Tekin voru sýni úr kviðarhol
inu en skömmu síðar tóku læknar
eftir útbrotum á líkama hans. Aftur
var tekið streptókokkasýni og þá kom
það til baka jákvætt. Svo virðist vera
sem sýkingin hafi komist úr hálsinum
og niður í kviðinn með fyrrgreind
um afleiðingum. Elizabeth segir að
þetta sé mjög sjaldgæft. Bendir hún
á að milljón tilfelli streptókokka
sýkingar komi upp á ári hverju í
Bandaríkjunum og í tvö skipti af þeim,
að jafnaði, ferðist streptókokkasýking
úr hálsinum og niður í kvið.
Líkami Kevins réð ekki við sýk
inguna og þó að læknar hafi þarna
verið búnir að átta sig á hvað var að
var barátta Kevins rétt að byrja.
Afdrifaríkar afleiðingar
Þegar þarna var komið sögu var hann
komin með alvarlega blóðeitrun og
var tvísýnt um hvort hann myndi lifa
af. Læknar hvöttu Juliu til að hafa
samband við ættingja vegna þess að
mögulega myndi Kevin tapa slagnum.
„Þetta er eitthvað sem maður vill ekki
heyra frá lækninum,“ segir Julia. Eliza
beth segir að ástand Kevins hafi verið
eitt það versta sem hún hefði kom
ist í kynni við. „ Líffærin voru byrjuð
að gefa sig og hann þurfti að vera
í öndunarvél. Blóðþrýstingurinn
var svo lágur að hann þurfti á mikl
um lyfjum að halda til að viðhalda
honum,“ segir hún. Segja má að blóð
þrýstingslyfin hafi bjargað lífi hans en
fylgikvillar inntökunnar voru einnig
alvarlegir. Lyfin gerðu að verkum að
meira blóð flæddi um mikilvæg líffæri
en minna blóð í útlimi sem varð til
þess að drep komst í hendur og fætur.
Svo fór að fjarlægja þurfti báða fætur
auk þess sem vinstri hönd og nokkrir
fingur af hægri hönd voru fjarlægðir.
Ætlar að ná sér á strik
Kevin náði sér á strik hægt og rólega
og í lok janúar var hann útskrifaður af
gjörgæsludeild og fluttur á endurhæf
ingardeild þar sem við tekur langt og
strangt ferli. „Ég get ekki lengur gert
einfalda hluti eins og að snýta mér
eða ná mér í mat – ég get ekki gert
þessa hluti lengur upp á eigin spýtur,“
sagði Kevin við Washington Post á
dögunum. Hann vonast þó til þess að
einn daginn muni hann verða sjálf
bjarga á nýjan leik. Það muni þó taka
tíma. „Ég ætla ekki að láta þetta ganga
fram af mér.“ Eiginkona hans er þakk
lát læknum fyrir að bjarga lífi hans.
„Þetta er erfitt en þegar allt kemur til
alls á ég enn þá eiginmann og börn
in okkar eiga enn þá pabba – fyrir það
erum við þakklát.“
Stofnaður hefur verið reikningur
á Go Fund Mesöfnunarsíðunni og
hefur hún gengið vonum framar. Um
helgina höfðu 90 þúsund Banda
ríkjadalir, tæpar tíu milljónir króna,
safnast, sem renna beint til fjöl
skyldunnar. n
„Ég get ekki lengur
gert einfalda hluti
eins og að snýta mér eða
ná mér í mat.
Fór á sjúkrahús
með magakveisu:
kom heim handa-
og Fótalaus
Á sjúkrahúsi Langt
bataferli er fram
undan hjá Kevin.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Sjaldgæft
Læknarnir sem
meðhöndluðu
Kevin sögðust
aldrei hafa séð
annað eins.
Litabreytingar í húð
Ör / húðslit
Húð með lélega
blóðrás / föl húð
Öldrun og sólarskemmdir
í húð / tegjanleiki húðar
Blandaða og feita húð /
stíflaðir fitukirtlar
Hin upphaflega JURTA HÚÐENDURNÝJUN
Árangur um allan heim í yfir 50 ár. Máttur náttúrulegrar fegurðar
www.vilja.is