Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Side 40
Vikublað 21.–23. mars 201732 Menning
Frábært bragð
Fæst í FK
og Hagkaup
Þ
að er ákveðið afrek að gefa
út ljóðabók. Það tekur oft
mörg ár að vinna eina slíka,
en Brynjar Jóhannesson,
mastersnemi í ritlist við Há
skóla Íslands, stefnir hins vegar á að
gefa út tólf ljóðahefti á árinu 2017.
Geri aðrir betur.
Brynjar hefur áður gefið út þrjú
ljóðahefti sem hluta af skapandi
sumarstarfi Hins hússins auk þess
að vera einn af ritstjórum smásagna
seríunnar Meðgöngumál sem gefin
er út af Partus Press. Blaðamaður DV
fékk Brynjar til að segja stuttlega frá
verkefninu Tólf.
Ég, flugvél og …
„Ég fékk þessa hugmynd einhvern
tímann í nóvember. Ég hafði ekki
unnið mikið í ljóðum og langaði að
koma mér af stað aftur. Mig þyrsti
líka í að gefa eitthvað út og langaði að
gera sem mest sjálfur. Ég byrjaði þess
vegna að vinna í fyrstu bókinni, og
ákvað tiltölulega fljótt að hún skyldi
heita Ég og koma út fyrsta janúar.
Eftir það var hugmyndin nokkurn
veginn fastmótuð. Ein bók kemur út
í byrjun hvers mánaðar og eru þær
skrifaðar jafnóðum. Hver og ein bók
er sjálfstæð þótt einhverjir þræðir
kunni að koma fyrir í fleiri en einni
bók. Hver hefur ákveðið þema sem
ég vinn út frá og hingað til hefur það
þema komið í ljós þegar ég er við það
að ljúka við bókina á undan. Þá er
mig líka farið að klæja í fingurna að
byrja á næstu,“ segir Brynjar.
„Ég gaf fyrstu bókina út í tuttugu
og fjórum eintökum. Það var svo
lítið til þess að kanna hvernig gengi.
Daginn eftir að bókin kom út voru öll
eintök annaðhvort seld eða frátekin
svo ég gaf út næstu tvær; Flugvél og
Og út í 48 eintökum sem virðist vera
nokkuð góð tala. Hingað til hefur fólk
eingöngu getað nálgast bækur í gegn
um mig. Með því að hafa samband
við mig á Facebook, tölvupósti eða í
gegnum Likesíðuna sem ég bjó til.
Enginn tími til að bíða
Nú eru bara rétt liðnir þrír mánuðir
af verkefninu. Er þetta strax farið að
reyna á úthaldið? Hvað heldur þú að
verði mesta áskorunin – að ná alltaf
að semja nógu mörg góð ljóð á ein
um mánuði, eða klára alla praktísku
hliðina, brjóta um, prenta, halda
partí, eða eitthvað allt annað?
„Ég myndi ekki segja að þetta sé
farið að reyna á úthaldið. Ég fann
samt að þriðja bókin var erfiðari
viðureignar en hinar tvær, en ég
tengi það frekar við efniviðinn. Hún
heitir Og og fer lengra í abstrakt hug
myndir en hinar. Ég þurfti að fara
lengra í að elta hugmyndina uppi.
Mér finnst ég strax vera búinn að
finna ákveðinn takt. Hver mánuð
ur tekur á sig ákveðna mynd, þar
sem mánuðurinn skiptist nokkurn
veginn í þrennt, frumritun, endur
skrif og frágang. Svolítið í anda ferils
frá blaði í Word og svo í Indesign og
Photoshop. Að byrja mánuðinn í að
hugsa mig inn í þemað og skoða það
og enda hann á vangaveltum um
uppsetningu á texta og kápuhönnun.
Mesta áskorunin er sennilega að láta
þetta frá sér, að ákveða að nú sé kom
inn einhver endapunktur og að nú
fari þetta í prentun. Það er kannski
einmitt liður í þessu, hraðinn neyð
ir mig til þess að koma þessu út í stað
þess að leyfa þessu að bíða út í hið
óendanlega.“ n
Skrifar tólf ljóða-
bækur á einu ári
„Mér finnst ég
strax vera búinn
að finna ákveðinn takt.
Hver mánuður tekur á sig
ákveðna mynd.
Brynjar Jóhannesson, nemi í ritlist, gefur út eitt ljóðahefti í hverjum mánuði árið 2017
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is Úr ljóðabókinni Flugvél
kláðinn
í innanverðu eyra
undir augnlokum
inni í hálsi
kitlið
ósýnilegur titringur í höfðinu
hverfur aldrei
krepptur hnefi í maganum
verður ekki að lófa
en þegar suðið í vélinni
hljóðnar
hefur A orðið að B
þar að hér
Úr ljóðabókinni Og
konan sem kyndir
og hestur og tölva verða að tölvu ofan á
hesti eða mynd af hesti í tölvu eða tölv-
an og hesturinn verða að eign einhvers
eins og Sammi á bíl og hest og tölvu og
ogið er að Sammi eigi hest og Sammi
eigi tölvu og kannski er ogið bara sam-
hengi hlutanna eins og skúringakona og
eldflaugabensín. Þetta er eldfimt og.
Það er að oga saman verkalýð og bens-
íni og hvað er hægt að gera við bensín
annað en að anda því að sér og kveikja í
og svo er skúringakona
samsett orð hún er einhver sem skúrar
og hún er kona og fyrst hún er með
eldflaugabensín í skúringafötunni sinni
hlýtur hún að vera reið og hún er að
dreifa því eftir gólfinu það er komið út
um allt finnið þið lyktina skólastofurnar
anga og gangarnir anga og skúringar-
konan gengur út og slekkur ljósin á
leiðinni og kveikir hún í? Við vitum ekki
ljósin eru í það minnsta slökkt og við
fylgjumst með og bíðum.
M
y
n
d
S
iG
tr
y
G
G
u
r
A
r
i
Chuck Berry
er látinn
Gítarleikarinn, söngvarinn og
rokkgoðsögnin Chuck Berry er
látinn. Hann var 90 ára þegar
hann lést á heimili sínu í Missouri
í Bandaríkjunum á laugardag.
Þessi vandræðaunglingur
frá St. Louis var einn af frum
kvöðlum rokktónlistarinnar og
átti hvað mestan þátt í að móta
stefnu hennar og tísku á upphafs
árunum. Berry lærði hárgreiðslu
og starfaði við förðun áður en
hann sneri sér að tónlistinni í
upphafi sjötta áratugarins.
Árið 1955 sló hann í gegn með
laginu Maybellene og átti eftir að
vera ofarlega á vinsældalistum
næstu árin. Tónlist hans var hrá
ryþma og blústónlist með leik
andi björtum gítarfléttum og
einföldum textum um hvolpa
ástir, partí og neysluvörur – sem
smellpassaði inn í bandarískt
samfélag þar sem unglingamenn
ingin var að þróast í fyrsta skipti.
Það sem vakti ekki síður
athygli var óhefluð sviðs
framkoma Berrys og ekki síst
hinn einkennandi andagangur,
þar sem hann hoppaði um sviðið
á einum fæti með beygt hné og
skaut hausnum fram og aftur á
meðan hann spilaði á gítarinn.
Auk Maybellene voru þekkt
ustu lög Berrys Roll over
Beethoven, School Days, Rock
and Roll Music og Johnny B
Goode sem öll komu út á seinni
hluta sjötta áratugarins. Árið 1960
var hann dæmdur í fangelsi fyr
ir að flytja stúlku undir lögaldri
með sér milli ríkja í „ósiðlegum
tilgangi.“ Eftir fangelsisvistina náði
hann aldrei sömu vinsældum.
Berry gaf þó út fjölda breið
skífa á ferlinum og kom sú síðasta
út árið 1979. Þegar hann lést var
hann að vinna að plötu með nýju
efni og kemur hún út síðar á árinu.