Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Síða 12
Helgarblað 31. mars–3. apríl 201712 Fréttir „Hún hata ði barnið“ n Pálína María Árnadóttir segir deildarstjóra á leikskóla á Reyðarfirði komast upp með harðræði gagnvart börnum n Sakar deildarstjórann einnig um að hafa lagt sig í einelti í vinnunni H ún hataði barnið og í eitt skiptið hrifsaði hún í það með þeim afleiðingum að barnið skallaði dyrakarm,“ Þetta segir Pálína María Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður á leikskóla á Reyðarfirði, sem ber deildarstjóra á deildinni þar sem hún starfaði þungum sökum. Pálína segir deildarstjórann hafa beitt börnin á deildinni harðræði. Til dæmis hafi hún dregið barn, sem var með mótþróa, út í frost á nær- fötunum og klætt það þar í útiföt. Þá segir Pálína að deildarstjórinn hafi lagt hana í einelti. Pálína hrökklað- ist úr starfi vorið 2016 vegna þess að ekki var hlustað á hana, þegar hún sagði frá meintu harðræði og vegna vinnustaðareineltisins. Deildar- stjórinn starfar enn á sama leikskóla. Pálína segir að mikil þöggun ríki um málið, þó svo að flestir hafi feng- ið veður af því, á Reyðarfirði vegna smæðar samfélagsins. Hún vill koma því skýrt á framfæri að starfið á öðr- um deildum leikskólans hafi verið til fyrirmyndar á meðan hún starfaði þar. Þá segir Pálína að þrátt fyrir ótal kvartanir og fundi með leikskóla- stjóra og fræðslustjóra á svæðinu hafi aldrei verið gripið til viðeigandi ráðstafana gagnvart deildarstjór- anum. Fjölmargir, sem þekkja mál- ið frá fyrstu hendi og DV ræddi við, taka undir orð Pálínu og staðfesta að á henni hafi verið brotið. Tilbúin að stíga fram Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, staðfestir í samtali við DV að Pálína hafi rætt við sig vorið 2016. Hann getur ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna en bætir við að ætíð sé unnið að úr- lausn eftir reglum Fjarðabyggðar þegar athugasemdir eru gerðar. Frá því að Pálína hætti á leikskól- anum hefur nýr leikskólastjóri, Lísa Lotta Björnsdóttir, tekið við leik- skólanum. Sú sem var leikskóla- stjóri á þeim tíma sem Pálína starf- aði þar lét af störfum sumarið 2016. Lísa Lotta segir að ekki hafi verið kvartað undan umræddum deildar- stjóra frá því að hún hóf störf við skólann haustið 2016. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði blaðamaður DV ekki tali af deildar- stjóranum. Þegar blaðamaður leit- aði til leikskólastjóra eftir aðstoð við að koma þeim skilaboðum áfram til deildarstjórans að blaðamað- ur þyrfti nauðsynlega að ræða við hann sendi Lísa Lotta þetta svar til baka: „Málefni einstaka starfsmanna eru tekin í ferli hjá Fjarðabyggð eftir tilefni þeirra. Ég hef ekki meiru við málið að bæta.“ Smæð samfélagsins ýtir undir þöggun DV hefur undir höndum skýrslu af atvikum sem Pálína varð vitni að og upplifði sjálf á meðan hún starf- aði á leikskólanum. Foreldrar barna sem rætt er um í skýrslunni, stað- festa í samtali við DV, að Pálína fari með rétt mál, og eru uggandi um líð- an barna sinna á deildinni þar sem konan starfar. Þau segja hana mjög umdeilda og vita til þess að hún hafi beitt börnin á deildinni sem og undirmenn meintu harðræði. Nokkrir þeirra sem DV ræddi við ákváðu að koma fram undir nafni. Blaðamaður DV talaði þó við tölu- vert fleiri foreldra og fyrrverandi starfsmenn leikskólans sem vildu ekki vera nafngreindir vegna smæð- ar samfélagsins. Allir viðmælendur DV eru sammála um að íbúar verði að geta treyst á að börnunum líði vel á daginn svo barnafólk vilji búa í bænum. Þá er þeim tíðrætt um að mikil þöggun hafi verið um málið síðustu ár þrátt fyrir að flestir geri sér fullkomlega grein fyrir alvarleika málsins. Það sem gerði að verkum að all- margir íbúar á Reyðarfirði eru til- búnir að stíga fram og ræða þetta óeðlilega ástand á leikskóla bæjar- ins er atvik sem Una Sigríður Jóns- dóttir greindi frá í síðustu viku. Una vakti athygli á því að tveggja ára son- ur hennar hefði verið settur út kuld- ann, í matarstólnum sínum, af því að hann óhlýðnaðist starfsfólki á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðs- firði í matartímanum. Mikil umræða upphófst í framhaldinu um velferð barna í dagvistun. „Þetta mál, þessi þöggun, hefur legið mjög þungt á mér. Gagnrýna þöggun Mæður og fyrrverandi starfsmenn stíga fram Anna Kristín Kristinsdóttir „Það vill enginn vinna með henni og börnin haga sér öðruvísi þegar hún er á staðnum.“ Þetta segir Anna Kristín Kristinsdóttir, fyrrverandi leikskóla- kennari á leikskólanum, um konuna sem Pálína sakar um harðræði og að hafa lagt hana í einelti. Anna Kristín staðfestir frásögn Pálínu en hún hætti að vinna á leikskólanum í lok árs 2016. „Hún nýtur þess ekki að vinna með börnum. Hún er algjör harðstjóri og hikar ekki við að sýna vald sitt. Það besta fyrir börnin, og auðvitað hina starfsmennina, væri að hún myndi hætta.“ Karen Ösp Garðarsdóttir „Mér finnst afskaplega mikil þöggun á öllu sem viðkemur þessum starfs- manni og það er alveg rétt hjá Pálínu. Það var hvorki tekið á hennar máli né því sem viðkom börnunum. Mögulega fékk hún eitthvert tiltal en það er alls ekki nóg,“ segir Karen Ösp sem starfaði á leikskólanum þar til í júní 2016. Karen á barn á deildinni. Ester Tómasdóttir „Ég tók son minn af leikskólanum í tvær vikur eftir að Pálína sagði mér frá því að deildarstjórinn hefði sagst hata son minn og tekið þannig í hann að höfuð hans slengdist utan í hurðarhún. Ég frétti þetta reyndar annars staðar frá líka,“ segir Ester sem tók son inn af leikskólanum í tvær vikur eftir að hún frétti af atvikinu sem fjallað er um í skýrslu sem Pálína lagði fyrir fræðslustjóra Fjarðabyggðar og fyrrverandi leikskólastjóra. Ester fór á fund með leikskólastjóra, eftir að hún heyrði af máli sonar síns, og krafðist úrbóta. Í framhaldinu voru gerðar breytingar sem Ester er ágætlega sátt við. „Þessi kona er reyndar enn deildarstjóri á deildinni hans en strákurinn er hættur að kvarta undan henni.“ Ester segir að hún spyrji son sinn ítrekað hvort deildarstjórinn sé góður við hann og hann svarar ætíð játandi. „Ég verð að geta treyst leikskólanum fyrir barninu mínu. Hann grætur ekki lengur þegar ég fer með hann á leikskólann. Áður hágrét hann í hvert einasta skipti sem hann átti að fara í leiksólann. Það var mjög átakanlegt.“ Ester bendir á að miklar mannabreytingar hafi verið á leikskólanum upp á síðkastið og umtalað sé að starfsfólk leikskólans neiti að vinna á deildinni þar sem deildarstjórinn starfar. „Þetta getur starfsfólkið gert en börnin eiga ekkert val. Auðvitað vill maður þessa manneskju í burtu. Hún á ekki að vinna með börnum. Við erum bara orðin svo samdauna þessu hérna og kúguð.“ Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.