Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Síða 36
Helgarblað 31. mars–3. apríl 201728 Skrýtið Sakamál Í byrjun september, 2007, var pólskur rithöfundur, Krystian Bala, dæmdur í 25 ára fangelsi. Glæpir hans vörðuðu mann­ rán, pyntingar og að lokum morð, en Krystian hafði bætt um betur því hann nýtti allt framan­ nefnt sem efnivið í skáldsögu – sem seldist grimmt. Umrædda glæpi hafði Krystian framið sjö árum áður þegar hann skipulagði og lét verða af morði á framkvæmdastjóra aug­ lýsingastofu, frá Wroclaw, Dariusz Janiszewski að nafni. Pyntaður fyrir dauðann Lík Dariusz var fiskað upp úr ánni Oder af fiskimönnum, vel að merkja, í desember árið 2000, um fjórum vikum eftir að hann hvarf. Lík hans var klæðlaust og af áverk­ um að dæma hafði hann sætt pyntingum. Úlnliðir hans höfðu verið reyrðir saman fyrir aftan bak og bundnir við lykkju sem hafði síð­ an verið smeygt um háls hans. Líkindi með morðinu Lögreglan hafði fátt að styðjast við og eftir um hálfs árs rannsókn lagði Jacek Wroblewski, sem fór fyrir henni málið til hliðar. Í um það bil fimm ár safnaði málið ryki og jafn­ vel eftir útgáfu bókar Krystians, Amok, árið 2003 gerðist fátt. Bókin fjallar um hóp sadista sem leiðist af­ skaplega og segir sögumaður, Chris, frá morði þeirra á ungri konu. Smá­ atriðin varðandi morðið voru nán­ ast eins og endursögn af morði Dariusz. Í bókinni komast óþokk­ arnir upp með að ræna, pynta og myrða ungu konuna. En þegar upp var staðið slapp Krystian sjálfur ekki jafn vel. Handtekinn, sleppt, handtekinn Krystian Bala, sem iðu­ lega hafði notað nafnið Chris á tíðum ferðum sínum til útlanda, var handtekinn árið 2005 eftir að Wroblewski hafði fengið ábendingu um að vert væri að kíkja í bók Krystians. En Krystian var sleppt þremur dögum síðar vegna ónógra sannana, en Wroblewski var þó sannfærður um að hann væri morðinginn. Síðar, þegar fleira kom upp úr kafinu var Krystian handtekinn aftur en lög­ reglan hafði enn fátt áþreif­ anlegt, en það átti eftir að breytast. Þekkti fórnarlambið Lögreglan uppgötvaði að Krystian hafði þekkt Dariusz, hafði hringt í hann um það leyti sem hann hvarf og síðan selt síma hans á internetinu nokkrum dögum eftir morðið. Þegar pólska sjónvarpið sendi út þátt, þar sem fjallað er um raun­ veruleg morðmál, rigndi inn skila­ boðum frá hinum ýmsu stöðum í Austurlöndum, stöðum sem síðar kom í ljós að Krystian hafði verið á þegar skilaboðin voru send. Grunur olli morði Krystian hélt fram sakleysi sínu, hélt því fram að hann hefði fengið efni­ viðinn í Amok úr umfjöllun fjölmiðla um morðið á Dariusz. Við réttar­ höldin báru vitni sér­ fræðingar og leikmenn og sögðu að Krystian væri stjórn­ samur fram úr hófi, hann væri æstur í að sýna fram á gáfur sínar, væri „sjúk­ lega afbrýði­ samur“ og hneigð­ ist til sadisma. Þar lá hundurinn grafinn því Krystian, að sögn dómara, var fullur afbrýðisemi vegna fyrrverandi konu sinnar: „Hann gat ekki leyft að fyrrverandi kona hans tengdist öðrum karl­ manni böndum.“ En Krystian hafði grunað að Dariusz og fyrrverandi eiginkona sín hefðu átt í ástarsam­ bandi. n „Hann gat ekki leyft að fyrrverandi kona hans tengdist öðr- um karlmanni böndum Metsölubók uM Morð n Krystian skrifaði bók um óhugnanlegt morð n Lýsingar fóru ansi nærri sannleikanum Krystian Bala Pólski rithöfundurinn bíður hér málalykta. Sjúklega afbrýðisamur Grunur um ástarævintýri fyrr- verandi eiginkonu olli morði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.