Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Qupperneq 53
Helgarblað 31. mars–3. apríl 2017 Menning Sjónvarp 45
Mánudagur 1. apríl
RÚV Stöð 2
16.50 Silfrið (9:35)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Háværa ljónið Urri
18.14 Róbert bangsi
18.24 Skógargengið
18.35 Undraveröld
Gúnda (12:40)
18.50 Krakkafréttir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.05 Jörðin (2:6) (Planet
Earth II) Önnur
þáttaröð af þessum
geysivinsæla breska
heimildarmynda-
flokki með Sir David
Attenborough þar
sem brugðið er upp
svipmyndum af
Jörðinni, náttúru
hennar og dýrarlífi
í áður óséðum
gæðum.
21.10 Nóbel (8:8) (Nobel)
Spennuþáttaröð um
norskan hermann
sem kemur aftur
heim eftir stríðið í
Afganistan. Nýja
fjölskyldulífið
reynist honum
flókið og upp
kemur spurningin
hversu langt á að
ganga í nafni friðar.
Leikarar: Aksel
Hennie, Atheer Adel
og Mohammad-Ali
Behboudi.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Stúdíó A
22.50 Scott og Bailey
(7:8) (Scott & Bailey
IV) Bresk þáttaröð
um lögreglukon-
urnar Rachel Bailey
og Janet Scott í
Manchester sem
rannsaka snúin
morðmál.
23.35 Kastljós
00.00 Dagskrárlok (129)
07:00 The Simpsons
07:20 Tommi og Jenni
07:45 The Middle (10:24)
08:10 2 Broke Girls (6:24)
08:35 Ellen
09:15 Bold and the
Beautiful
09:35 Doctors (47:175)
10:20 Who Do You Think
You Are? (8:10)
11:20 Sullivan & Son
11:45 Project Greenlight
12:35 Nágrannar
13:00 American Idol
16:30 The Simpsons
16:55 Bold and the
Beautiful
17:20 Nágrannar
17:45 Ellen
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Íþróttir
19:05 Fréttir Stöðvar 2
19:20 Brother vs.
Brother (3:6)
20:05 Um land allt (9:10)
20:40 NCIS (20:24)
21:25 The Path (3:13)
Önnur þáttaröð
þessara dramatísku
þáttaraðar með
Aaron Paul (Break-
ing Bad) í hlutverki
Eddie Lane sem
hrífst með kenning-
um sértrúarsöfn-
uðar eftir heimsókn
á miðstöð þeirra,
skömmu síðar snýst
veröld hans á hvolf
og hann stendur
frammi fyrir erfiðum
ákvörðunum.
22:10 Vice (6:29)
22:45 Girls (3:10)
23:15 Blindspot (16:22)
00:00 Crimes That
Shook Britain (6:6)
00:50 The Young Pope
01:45 Bones (21:22)
02:30 Murder In The
First (7:10)
03:15 Mad Dogs (5:0)
04:10 100 Code (4:12)
04:55 The Player (3:9)
05:35 Togetherness (1:8)
06:05 The Middle (10:24)
06:00 Síminn + Spotify
08:00 America's
Funniest Home
Videos (8:44)
08:25 Dr. Phil
09:05 90210 (2:22)
09:50 Melrose Place
10:35 Síminn + Spotify
13:10 Dr. Phil
13:50 Top Gear: The
Perfect Road Trip II
14:40 Chasing Life (9:13)
15:25 Black-ish (12:24)
15:50 Jane the Virgin
16:35 The Tonight Show
starring Jimmy
Fallon
17:15 The Late Late
Show with James
Corden
17:55 Dr. Phil
18:35 King of Queens
19:00 Arrested Develop-
ment (6:18)
19:25 How I Met Your
Mother (17:24)
19:50 Superstore (4:22)
20:15 Top Chef (7:17)
21:00 Hawaii Five-0
21:45 24: Legacy (9:12)
Spennuþáttaröð um
fyrrverandi sérsveit-
armann sem reynir
að koma í veg fyrir
hryðjuverkaárás
á Bandaríkin. Að-
alhlutverkið leikur
Corey Hawkins.
22:30 The Tonight Show
23:10 The Late Late Show
23:50 Californication
00:20 CSI (7:23)
01:05 Scorpion (11:24)
01:50 Madam Secretary
02:35 Hawaii Five-0
03:20 24: Legacy (9:12)
04:05 The Tonight
Show starring
Jimmy Fallon
04:45 The Late Late
Show with James
Corden
05:25 Síminn + Spotify
Sjónvarp Símans
R
ÚV sýnir nýjan spennu-
þátt um Luther í tveimur
hlutum. Ég man eftir að hafa
horft fyrir einhverjum árum
á þætti með Luther
en missti fljótlega
áhugann, hann
var of mikill ruddi
fyrir minn smekk.
Ég ákvað að gefa
honum annað tæki-
færi og horfði því
síðastliðinn þriðju-
dag.
Í þessum fyrsta
þætti fór nokkur tími
í að harma dauða
Alice. Ef ég man
rétt var hún glæpa-
kvendi, allavega
nokkuð vafasöm
manneskja. Ég gat
ekki lifað mig inn í
sorg Luthers vegna dauða hennar,
ef hún er þá dáin. Þegar kemur að
þáttum eins og þessum treystir
maður ekki alltaf því sem fullyrt er.
Þess vegna gæti Alice allt eins birst
sprelllifandi næsta þriðjudagskvöld
Morðin í þessum þætti voru með
allra ógeðfelldasta hætti. Mannæta
gengur laus og hámar í sig líkams-
parta fólks. Nú er ég mikill aðdáandi
glæpaþátta en þarna reynir sannar-
lega á þolmörkin. Geta handrits-
höfundar ekki verið aðeins penni
en þetta? Það er ekkert spennandi
við of mikinn viðbjóð og þarna
var margt ansi
ógeðslegt sýnt
og stundum í
nærmynd. En
þessir þættir
eru bara tveir,
og ég er búin
að horfa á þann
fyrri þannig að
ég mun horfa á
þann síðari.
Idris Elba
er ansi góður
í hlutverki
Luthers. Hann
er ekki jafn
reiður núna og
hann var þegar
ég horfði fyrst
á þættina. Greinilegt er að hann er
þjáð sál og það kallar alltaf á sam-
úð. Hann gengur ekki brosandi um
sögusviðið og ekki er hægt að álasa
honum fyrir það. Manni myndi
heldur ekki stökkva bros vissi mað-
ur af mannætu í nágrenninu. Það er
ekkert skemmtilegt við það að vera
étin.
Luther er þungur í skapi en
enginn bjáni. Hann gaf ungri konu
gott ráð í þættinum þegar hann
sagði: „Styttu þér aldrei leið.“ Heil-
mikið vit í því hjá honum.
Í lok fyrsta þáttar voru sýnd brot
úr næsta þætti. Þetta er vondur en
of algengur siður í framhaldsþátt-
um. Þá fær maður alltof margar vís-
bendingar um framvinduna. Fyrir
vikið er manni ekki komið nægilega
mikið á óvart í næsta þætti. Senni-
lega ætti maður að hafa vit á því að
horfa ekki á þessi brot úr komandi
þætti en maður er áhrifagjarn og
horfir. Ekki gott hjá manni. Í þessu
efni þarf maður að taka sig á. n
„Morðin í þessum
þætti voru með
allra ógeðfelldasta
hætti. Mannæta gengur
laus og hámar í sig
líkams parta fólks.
Luther og
mannætan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við tækið
Luther Þungur
í skapi en
enginn bjáni.
Idris
Elba
Frábær
leikari.
Barátta dýranna
Fyrsti þáttur Planet Earth var áhrifamikill og fullur spennu
F
yrsti þáttur Planet Earth 2,
breska heimildamyndaflokksins
með Sir David Attenborough, var
sýndur á RÚV síðastliðið mánu-
dagskvöld og var stórbrotinn, eins og
búast mátti við. Þar sáum við áhrifa-
miklar myndir af dýrum á fjarlægum
og afskekktum eyjum. Þar á meðal var
letidýr sem lagði á sig langferð í leit
að maka og reyndi að flýta sér eins og
hægt var. Í ljós kom að letidýr að hraða
sér er lengi á leiðinni, enda virðist það
hugsa með sjálfu sér: „Kemst þó hægt
fari.“ Karldýrið fór fýluferð því þegar
það þóttist hafa fundið sína heittelsk-
uðu reyndist hún vera ung móðir sem
hafði engan áhuga á því.
Þarna var líka kómódódreki sem
mér finnst ógurlega flott dýr, kannski
vegna þess að það minnir mig á litla út-
gáfu af risaeðlu. Ég er, eins og börnin,
heilluð af risaeðlum og kómódódreki
jafnast ekki alveg á við þær en getur
samt ekki valdið vonbrigðum enda
stærsta eðla sem nú býr á hnettinum,
þrír metrar og 70 kíló.
Svo sáum við mörgæsirnar sem
búa á alveg sérstakri mörgæsaeyju
þar sem lífsbaráttan er stundum veru-
lega hörð. Ég varð ósköp meyr þegar
ég horfði á þann hluta þáttarins. For-
eldrarnir leggja sig hvað eftir ann-
að í lífshættu til að ná í mat handa
afkvæmum sínum. Þarna sáust blóð-
ugar og stórlaskaðar mörgæsir haltra
um eftir að hafa lent í öldugangi og
kastast á kletta. Þær virtust ekki niður-
brotnar heldur báru sig með nokkurri
reisn. Engar nútímadekurdrósir, þess-
ar mörgæsir, þær vita að lífsbaráttan er
hörð og væla ekki, ólíkt okkur nútíma-
mönnum sem erum ógurlegar vælu-
skjóður.
Það voru ótal spennuaugnablik
í þessum þætti eins og þegar ungar
sækembur mættu ógnvekjandi óvina-
her snáka. Kvikmyndatakan var frábær
og tónlist var markvisst notuð til að
magna spennuna. Maður sat límdur
fyrir framan skjáinn og samúð manns
var öll hjá litlu sækembunum sem
virtust ekki eiga sér lífsvon í baráttu
við hina miskunnarlausu snáka sem
spruttu upp hvar sem var, staðráðnir í
að drepa. Þetta var Óskarsverðlauna-
atriði!
Þessi spennuþrungni dýralífs-
þáttur heldur áfram næsta mánudags-
kvöld. Það er tilhlökkunarefni. n
David Attenborough Enn einn frábær dýralífs-
þáttur með frábærum sjónvarpsmanni.
„Engar nútíma-
dekurdrósir, þessar
mörgæsir, þær vita að
lífsbaráttan er hörð og
væla ekki, ólíkt okkur nú-
tímamönnum sem erum
ógurlegar væluskjóður.
Kómódódreki Getur
ekki vakið annað en
aðdáun.Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við tækið