Fréttablaðið - 30.10.2017, Page 14

Fréttablaðið - 30.10.2017, Page 14
Handbolti „Fyrir utan fyrstu 20 mínútur í seinni leiknum var þetta í heildina bara mjög jákvætt,“ segir Sigursteinn Arndal, handboltasér- fræðingur 365, um leikina tvo sem íslenska landsliðið spilaði á móti Svíum í síðustu viku. Sá fyrri vannst en sá síðari um helgina tapaðist. Sigursteinn lét nýverið af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins en hann hefur á ferli sínum sem þjálf- ari yngri landsliða stýrt mörgum af ungu strákunum sem eru að fá tækifæri með landsliðinu í síðustu leikjum og fengu nú á móti Svíþjóð. Kynslóðaskiptin eru komin og leik- irnir tveir gegn Svíum lofa góðu. „Það er gaman að sjá hvað við erum komnir langt í rauninni. Það er fátt búið að tala um meira en þessi komandi kynslóðaskipti en svo sáum við þarna að þetta verk- efni er komið lengra en margir héldu. Við höfum verið að mikla þessi kynslóðaskipti fyrir okkur og halda að þetta yrði svakalegt vesen en við vissum samt að við værum með marga flotta stráka sem hafa Má ekki gleyma þeim bestu Stórt skref var tekið í kynslóðaskiptum landsliðsins í handbolta um helgina þegar ungir og nýir menn fengu mikið að spila gegn Svíum. Þeir njóta góðs af því að vera með heimsklassa leikmenn í kringum sig. Janus Daði Smárason stýrði meira og minna sóknarleik íslenska liðsins um helgina en hann er kominn í stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni. Fréttablaðið/Eyþór verið, meðal annars, að standa sig vel með yngri landsliðunum,“ segir Sigursteinn. Heimsklassa menn mikilvægir Tíu leikmenn úr Olís-deildinni voru valdir í hópinn fyrir leikina tvo og strákar sem eru tiltölulega nýfarnir í atvinnumennsku eru komnir í stór hlutverk. „Þetta eru allt strákar sem þrátt fyrir ungan aldur eru og voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum hérna heima og þeir tóku fullt út úr því. Þess vegna eru þeir á góðum stað í dag. Auðvitað eiga sumir þarna margt eftir að læra en það er nóg af hæfileikum þarna,“ segir Sigursteinn. Hann bendir á að þrátt fyrir að nýjabrumið sé spennandi megi ekki gleyma reyndustu mönnum liðsins sem eru algjör lykill í þessari upp- byggingu. „Það má ekki gleymast að við erum ennþá með heimsklassa leikmenn í Guðjóni Val og Aroni Pálmarssyni. Það er þessum ungu strákum svo mikils virði að hafa þá í kringum sig. Þetta er ekki ósvipað og var fyrir Gylfa og strákana í fót- boltalandsliðinu að hafa Eið Smára þarna. Guðjón kennir þessum strák- um svo mikið og það var gaman að heyra það frá honum hversu langt á veg þessir ungu menn eru komnir,“ segir Sigursteinn. þarf að selja Ými línuna Maður seinni leiksins var vafalítið Ýmir Örn Gíslason en Valsmaðurinn var algjörlega magnaður í vörninni. Strákurinn úr Olís-deildinni pakk- aði saman stórstjörnum Svía og sýndi að hann er meira en klár í landsliðið og næstu skref á ferlinum. „Hann hélt bara áfram að sýna það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Hann var algjör- lega geggjaður í deildinni í fyrra, hefur verið það líka núna, hann var flottur í Evrópuleikjunum og þegar hann fékk eldskírnina með landsliðinu í júní. Það er ekki bara að hann sé góður heldur er hann svo skemmtilegur og mikill karakt- er. Hann hefur fullt af hæfileikum en það er þessi karakter sem gerir svo mikið fyrir hann. Hann þrífst á þessum barningi og látum,“ segir Sigursteinn. Valsmenn hafa verið að reyna að gera hann að miðjumanni en flestir áhugamenn um íslenska landsliðið vilja sjá hann fara inn á línu. „Hann var notaður á línunni í sjö á móti sex og stóð sig frábær- lega. Drengurinn þarf náttúrlega að vilja spila á línunni en Vals- menn þurfa bara að selja honum þessa hugmynd. Okkur vantar fleiri góða línumenn og hann gæti verið alveg magnaður línu- og varnar- maður sem myndi um leið fækka skiptingum hjá okkur. Við höfum undanfarin ár verið með of marga í liðinu sem geta bara spilað annað hvort,“ segir Sigursteinn Arndal. tomas@365.is Snæfell - Valur 71-78 Snæfell: Kristen Denise McCarthy 25/14 fráköst/7 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 15, Sara Diljá Sigurðardóttir 12, Rebekka Rán Karlsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 5, Andrea Bjort Ólafsdottir 2. Valur: Hallveig Jónsdóttir 21/7 fráköst, Alexandra Petersen 18/10 fráköst/7 stoð- sendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 14, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10, Ragnheiður Benónísdóttir 7, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 3/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/8 frá- köst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2. Njarðvík - breiðablik 60-75 Njarðvík: Shalonda R. Winton 30/14 fráköst, Hrund Skúladóttir 15, Ína María Einarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 5, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/10 fráköst. breiðablik: Ivory Crawford 34/17 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11, Aldís Erna Páls- dóttir 10, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 3, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/10 fráköst. Haukar - Keflavík 81-78 Haukar: Cherise Michelle Daniel 38/12 frá- köst, Helena Sverrisdóttir 22/15 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Rósa Björk Péturs- dóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 3. Keflavík: Brittanny Dinkins 23/13 frá- köst/13 stoðsendingar/6 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 17/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/9 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Birna Valgerður Benón- ýsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/7 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2. Stjarnan - Skallagr. 71-77 Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriks- dóttir 14, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/14 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Bryndís Hanna Hreins- dóttir 3. Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 29/10 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 23/20 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18, Guðrún Ósk Ámunda- dóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2. Staðan: Valur 10, Haukar 10, Stjarnan 8, Skallagrímur 6, Breiðablik 6, Keflavík 4, Snæfell 4, Njarðvík 0. Nýjast Domino’s-deild kvenna Ýmir hélt bara áfram að sýna það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Sigursteinn Arndal Í dag 19.50 burnley - Newcastle Sport Orri Frá FrAM á nÝTT ár Orri Freyr Gíslason, línu- og varnarmaður Íslands- og bikar- meistara Vals í Olís-deild karla í handbolta, fór í aðgerð á þumal- fingri á laugardaginn og spilar ekki meira á þessu ári. Þetta er mikið áfall fyrir Valsliðið enda Orri einn albesti varnarmaður deildarinnar og lykilmaður hjá Val. „Ég hitti lækni á fimmtudaginn og hann sagði mér að liðbandið í þuml- inum væri orðið svo skaddað að ég fór beint í aðgerð. Hann skar þetta upp og saumaði liðbandið,“ segir Orri Freyr. Hann verður í gifsi í sex vikur og svo kemur í ljós hvað gerist eftir þann tíma. „Ég er búinn fram að áramótum. nú fer ég bara inn í persónulegt þriggja mánaða undirbúningstímabil. Lífið leikur alveg við mig,“ segir Orri Freyr léttur. Valur er í öðru sæti Olís-deildar- innar með ellefu stig, stigi á eftir FH sem á leik til góða. 3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á n U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -2 9 D C 1 E 1 8 -2 8 A 0 1 E 1 8 -2 7 6 4 1 E 1 8 -2 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.