Fréttablaðið - 30.10.2017, Page 40
Það er hægt að fylla baguette brauð á margvíslegan hátt og útbúa heila máltíð. Ein hug-
mynd er að skera það langsum að
ofan og fylla það. Hér er uppskrift.
4 baguette
8 egg
4 msk. mjólk
8 sneiðar beikon
2 dl rifinn ostur
2 msk. graslaukur
8 basilblöð
Hitið ofninn í 185°C. Skerið op
í brauðið eftir því endilöngu
að ofanverðu. Takið örlítið af
brauðinu úr sárinu, þannig að það
líti út eins og bátur. Steikið beikon
og skerið síðan í litla bita. Hrærið
saman eggin og bætið mjólk
saman við, osti og graslauk. Hellið
blöndunni í brauðið og bakið í 15
mínútur eða þar til eggin stífna.
Látið aðeins kólna áður en skorið
er í bita. Dreifið niðurskornum
basilblöðum yfir.
Heitt brauð
með eggjum
Hundar gætu verið að reyna að segja okkur eitt-
hvað með svipbrigðum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Samkvæmt nýrri rannsókn reyna hundar að
sýna mannfólki tilfinningar sínar með svip-
brigðum. Rannsóknin leiddi í ljós að hundar
sýna mun meiri svipbrigði ef manneskja horfir
til þeirra en ef ekki. Áður var talið að hundar
sýndu svipbrigði ósjálfrátt út frá tilfinningum
sínum og væru ekki að reyna að tjá sig.
Rannsóknin sýndi að hundar eru ólíklegir til
að sýna tilfinningar ef þeir eru bara að horfa á
mat, þó þeir séu spenntir fyrir honum. Þeir sýna
mun meiri svipbrigði ef manneskja horfir til
þeirra, sem gefur í skyn að þeir séu að reyna að
segja okkur eitthvað.
24 hundar af ýmsum kynjum á aldrinum eins
til tólf ára tóku þátt í rannsókninni. Svipbrigði
hundanna voru mæld með tölvukerfi sem
nemur þau áreiðanlega út frá vöðvahreyfingum
í andliti og borin voru saman svipbrigði hunda
sem var ýmist horft á, litið frá eða þeir hunds-
aðir alveg.
Algengustu svipbrigði hundanna voru að
lyfta brúnum svo augun virðist stærri, svokölluð
hvolpaaugu.
„Niðurstöðurnar styðja þá hugmynd að
hundar séu næmir fyrir athygli mannfólks og að
svipbrigðin séu hugsanlega tilraunir til tjáskipta,
ekki bara tilfinningaleg viðbrögð, eins og áður
var talið,“ segir Dr. Juliane Kaminski, sem leiddi
rannsóknina. Hún telur hugsanlegt að svip-
brigðin hafi þróast samhliða tamningu hunda.
Hundar tjá sig með svipbrigðum
Það þarf víst engan snilling til að
semja góða hryllingssögu.
MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Shelley A.I. er gervigreind sem var sköpuð af vísinda-mönnum við MIT háskólann
í Bandaríkjunum. Hún skrifar
hryllingssögur og er furðu góð í að
láta hárin rísa.
Shelley er skírð í höfuðið á Mary
Shelley, höfundi sögunnar um
Frankenstein. Shelley er reikni-
rit sem les hryllingssögur sem
birtast á Reddit undir /r/nosleep
og kennir sjálfri sér að skrifa sögur
af sama toga. Shelley hefur komið
á óvart með árangri sínum.
Í raun er Shelley ekki svo frum-
leg að geta skapað eigin sögu frá
grunni. Shelley dregur innblástur
frá stuttum setningum eða texta-
brotum og spinnur svo sína eigin
sögu. Hryllingsaðdáendur geta
líka veitt henni innblástur með
því senda henni texta í gegnum
Twitter. Hún þarf að fá hugmyndir
frá okkur mannfólkinu til að geta
kennt sjálfri sér að búa til texta og
orðasambönd, byggja upp spennu,
skapa hápunkta, ná fram rétta and-
anum og fleira.
Það er kannski útaf þessum
skorti á frumleika sem reiknirit
eins og Shelley ná meiri árangri við
að skrifa hryllingssögur en aðrar
gerðir af sögum.
Hryllingssögur þurfa skelfi-
legar aðstæður í ógnvekjandi tón
með réttu orðfæri, dularfullum
persónum og hraðri framvindu,
en ekki flókna baksögu eða góðar
útskýringar. Með öðrum orðum
þarf ekki að vera Nóbelsskáld til
að láta fólki renna kalt vatn milli
skinns og hörunds.
Gervigreind
skrifar
ógnvekjandi
hryllingssögur
GIACOMO PUCCINI
#islenskaoperan
H
Ö
N
N
U
N
:
H
G
M
MIÐASALA Á OPERA.IS
28. OKTÓBER · 5. NÓVEMBER · 11. NÓVEMBER
AUKASÝNING 18. NÓVEMBER
ÖRFÁ SÆTI LAUS!
,,TILFINNINGIN VAR ÓSVIKIN OG
KRISTJÁN BRÁST EKKI AÐDÁENDUM SÍNUM“
,,BÆÐI SÖNGUR OG LEIKUR ÓLAFS KJARTANS VAR,
FRÓMT SAGT, FRÁBÆR“
,,EIN ÞEKKTASTA ARÍA VERKSINS ,,VISSI D ÁRTE...”
VAR ÓVIÐJAFNANLEGA FLUTT AF CLAIRE RUTTER”
,,BJARNI FRÍMANN BJARNASON
VAR STJARNA KVÖLDINS“
MORGUNBLAÐIÐ/IB
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R
3
0
-1
0
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
1
8
-3
3
B
C
1
E
1
8
-3
2
8
0
1
E
1
8
-3
1
4
4
1
E
1
8
-3
0
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K