Fréttablaðið - 30.10.2017, Page 46
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
Ágúst Jóhannsson,
húsgagnasmiður,
Smárarima 26, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, 19.
október síðastliðinn. Útför hans verður
gerð miðvikudaginn 1. nóvember í Grafarvogskirkju
klukkan 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir sem vilja
minnast hins látna er bent á líknar- og hjálparstofnanir.
María Haraldsdóttir
Ólafía Ágústsdóttir
María Ágústsdóttir Guðjón Hauksson
Anna Ágústsdóttir Andrés Magnússon
og afabörn.
Móðir okkar
Guðrún Guðlaugsdóttir
frá Hellissandi,
lést 20. október á dvalarheimilinu
Jaðri, Ólafsvík. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir Böðvar Haukdal Jónsson
Pétur Ingi Vigfússon Svala Gunnarsdóttir
María Anna Vigfúsdóttir Karl Friðrik Thomsen
Fjalar Vigfússon Sigurlaug Guðmundsdóttir
Sigþóra Vigfúsdóttir
Hrönn Vigfúsdóttir
ömmu og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þorbjörn Guðmundsson
blaðamaður,
Kópavogstúni 5,
lést á hjartadeild Landspítalans
mánudaginn 23. október. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 1. nóvember
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en
þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess.
Sigurrós Sigurðardóttir
Kristjana Rós Þorbjörnsdóttir Örn Jóhannsson
Guðmundur Þorbjörnsson Jóhanna Björk Briem
barnabörn og barnabarnabörn.
1451 Kristófer Kólumbus landkönnuður fæðist.
1936 Mikið tjón verður vegna sjávarflóða á
Suðvesturlandi.
1953 Mörður Árna-
son stjórnmálafræð-
ingur fæðist.
1960 Diego Mara-
donna knattspyrnu-
maður fæðist.
1970 Björgvin G.
Sigurðsson, fyrrver-
andi ráðherra, fæðist.
2006 Síðasta
skipið er
afgreitt úr Daníelsslipp í
Reykjavíkurhöfn.
2008 Íslenska kvenna-
landsliðið í knattspyrnu
tryggir sér þátttökurétt
á EM í fyrsta sinn.
Merkisatburðir
Þetta er mikill heiður,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem hefur verið ráðinn stjórnandi kórs Mennta-skólans við Hamrahlíð. Þorgerður stýrði síðustu
kóræfingu sinni á föstudag en Hreiðar
Ingi tekur við á morgun, þriðjudag.
„Það sem ég er svo þakklátur fyrir er
að þetta hentar mjög mikið því sem ég
hef verið að stefna að, sem er að kynna
fyrir fólki krefjandi kórverk. Þannig
hefur það verið í Hamrahlíðinni og ég
myndi gjarnan vilja halda áfram að gera
það með kórnum, halda við þessum arfi
sem við eigum,“ segir Hreiðar Ingi.
Hreiðar segist hafa fylgst vel með kór
Menntaskólans við Hamrahlíð undan-
farin ár. „Það hafa allir fylgst með kór-
unum hennar Þorgerðar. Þetta er þannig
kór að mann langar alltaf til að fylgjast
með því sem er í gangi þar, það ríkir
ferskur andi með nýrri, fallega sunginni
tónlist. Þar er ótrúlegur metnaður,“ segir
Hreiðar Ingi. Það henti sér mjög vel að
vera í kringum krefjandi kórverkefni.
„Sjálfur er ég tónskáld og vinn við að
skrifa nýja tónlist og það smellpassar
þess vegna fyrir mig að vera í þessari
stöðu.“
Þorgerður Ingólfsdóttir var kórstjóri í
Hamrahlíð í 50 ár. Glaður í bragði segist
Hreiðar Ingi ætla að reyna að jafna það.
„Látum reyna á það,“ segir hann og hlær.
Þótt Hreiðar Ingi sé ekki orðinn fertugur
hefur hann skrifað fjöldamörg tónverk
sem hafa notið vinsælda. „Níutíu pró-
sent af því eru kórverk,“ segir hann og
bætir við að í næsta mánuði muni Kór
Langholtskirkju halda tónleika þar sem
mörg kórverka hans verði flutt.
jonhakon@frettabladid.is
Hreiðar tekur við keflinu
af Þorgerði í Hamrahlíð
Tónskáldið Hreiðar Ingi Þorsteinsson tekur við kór Menntaskólans við Hamrahlíð á
morgun. Hann segir það smellpassa sér að vera með krefjandi kórverkefni og hlakkar til
að taka við. Hreiðar Ingi stefnir á að jafna met Þorgerðar, sem stýrði MH-kórnum í 50 ár.
Hreiðar Ingi Þorsteinsson tekur við kór Menntaskólans við Hamrahlíð af Þorgerði
Ingólfsdóttur. Hún stýrði kórnum í fimmtíu ár. FréttablaðIð/EyÞór
Sjálfur er ég tónskáld og
vinn við að skrifa nýja
tónlist og það smellpassar þess
vegna fyrir mig að vera í þessari
stöðu.
Þann 30. október fyrir 76 árum var lokið við höggmyndir fjögurra Bandaríkjaforseta á Rushmore-
fjalli í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum.
Verkefnið var stórt en hugmyndin er
rakin til sagnfræðingsins Doane Robin-
son. Upphaflega vildi Robinson höggva
andlit frægðarmenna í Needles-fjall rík-
isins en myndhöggvarinn og verkefna-
stjórinn Gutzon Borglum hafnaði því
vegna þess að fjallið þyldi ekki verkið.
Þá voru frumbyggjar afar andvígir því
að nokkuð yrði höggvið í fjallið.
Robinson vildi á sínum tíma höggva
andlit hetja bandaríska vestursins í
fjallið en ekki forseta. Til að mynda
landkönnuðanna Lewis og Clark sem og
Buffalo Bill Cody. Fyrrnefndur Borglum
hafnaði því einnig og fór fram á að fyrir
valinu yrðu fjórir vinsælir Bandaríkja-
forsetar.
Svo fór að fyrir valinu urðu George
Washington, fyrsti forseti Banda-
ríkjanna, Thomas Jefferson, höfundur
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, Theodore
Roosevelt, leiðtogi Bandaríkjanna á
miklu hagvaxtarskeiði og maðurinn á
bak við Panamaskurðinn, og Abraham
Lincoln, sem sameinaði Bandaríkin eftir
borgarastríðið og afnam þrælahald.
Fjallið er nú fjölsóttur ferðamanna-
staður og sækja fleiri það heim ár hvert.
Til að mynda heimsóttu 2,3 milljónir
Rushmore-fjall árið 2010, 1,8 milljónir
árið 2000 og 1,7 milljónir árið 1990. – þea
Þ eTTA G e R ð I ST : 3 0 . o KTó B e R 1 9 4 1
Lokið við höggmyndir á Rushmore-fjalli
rushmore-fjall. Mynd/COrbIS
3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r18 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
3
0
-1
0
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
1
8
-4
2
8
C
1
E
1
8
-4
1
5
0
1
E
1
8
-4
0
1
4
1
E
1
8
-3
E
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K