Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sú var tíð-in, aðVene- súela var talið ríkasta land Suður-Ameríku, á grund- velli þess, að landið bjó, og býr reyndar enn, að ein- hverjum auðugustu olíu- lindum sem fyrirfinnast á guðs grænni jörð. Það var í krafti þess auðs sem Hugo Chavez gat byggt sósíalistaparadís sína, þar sem arðurinn af auðlind- inni var nýttur til þess að vinna alls kyns vinsælda- kosningar meðal fátækra í Venesúela, jafnvel þó að öllum mætti vera ljóst að „lífskjarabæting“ þeirra var byggð á sandi. Nú eru liðin 18 ár síðan Chavez náði völdum, og afraksturinn er kominn rækilega í ljós. Venesúela býr við stöðugan skort á nauðsynjavörum. Óða- verðbólga ríkir í landinu og gjaldmiðillinn er verð- laus. Tilraun seðlabanka landsins í desember síð- astliðnum til þess að skipta út 100 bólivara mynt fyrir peningaseðla mistókst hrapallega og landið stefnir hraðbyri í greiðsluþrot. Það sem helst hefur haldið landinu á floti í gegnum áföll síðustu ára eru einmitt olíuauðlind- irnar og hinn gríðarmikli útflutningur landsins á ol- íu, þrátt fyrir verðfall síð- ustu ára. Nú er hins vegar svo komið, að olíuflutn- ingaskipin sem ríkisol- íufélagið PDVSA rekur komast ekki einu sinni lengur úr höfn, þar sem of dýrt er að gera þau tilbúin til fararinnar. Flutningaskipin, sem eru komin vel til ára sinna, liggja því við bryggju, og bíða þess sem verða vill. Áður en þau geta lagt úr höfn þurfa yf- irvöld að sýna fram á að þau uppfylli alþjóðlega staðla um öryggi, og ekki er til fé til þess. Það fé fæst ekki nema skipin komist úr höfninni til þess að flytja olíuna úr landi. Vegna þrálátra olíuleka getur það þýtt að skipin séu föst í allt að tvo mán- uði áður en þau geta lagt af stað á ný. Lífæð Vene- súela er því í bráðri hættu og sjálfskaparvítið er orðið að ill- viðráðanlegum vítahring. Á sama tíma eru horf- urnar á því að eitthvað breytist á næstunni því miður afar neikvæðar. Þó að stjórnarandstaðan hafi unnið glæsilegan sigur í þingkosningum 2015 hefur Nicolas Maduro, forseti landsins og arftaki Hugo Chavez, náð að stjórna framhjá þeim með dyggi- legri aðstoð stjórnlaga- dómstóls, sem handvalinn var af honum og Chavez. Tilraunir stjórnarand- stöðunnar í fyrra til þess að knýja fram forseta- kosningar mistókust og samkvæmt stjórnarskrá landsins þýðir það, að í besta falli verður hægt að neyða Maduro til þess að segja af sér og láta vara- forseta sinn taka við völd- unum þar til kjörtímabili hans lýkur árið 2018. Með þetta í huga hefur Maduro nýverið skipt um varafor- seta og sett í það embætti harðlínumann í Chavism- anum, Tareck El Aissami. Um leið hafa Aissami ver- ið fengin talsverð völd í hendurnar umfram það sem tíðkast hefur að veita varaforsetaembættinu. Eitt af fyrstu embætt- isverkum Aissamis var að tilkynna um það að Gilber Caro, þingmaður stjórn- arandstöðunnar, hefði verið handtekinn. Caro er gefið að sök að hafa verið með skotvopn og sprengi- efni í bíl sínum, nokkuð sem hann þvertekur fyrir. Það væri svo sem ekki í fyrsta sinn, sem leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela væru sendir í steininn á vafasömum for- sendum. Fangelsun Caro undir- strikar það, að þrátt fyrir allt stendur stjórnarand- staðan í Venesúela mjög höllum fæti gagnvart óbil- girni Chavistanna. Það stefnir því allt í að þeir Maduro og Aissami muni nýta næstu mánuði í að herða enn heljartök sín á Venesúela, á sama tíma og þeir draga landið enn neð- ar í hyldýpið. Þrátt fyrir olíulindir stefnir Venesúela hraðbyri í þrot} Skorið á lífæðina É g get verið alveg ofsalega næmur á umhverfi mitt. Ég hef til dæmis veitt því athygli að klipparinn minn hefur ekki notast við spýt- una lengi þegar ég læt snyrta hauskúpuna mína. Á árum áður settist maður nefnilega gjarnan á spýtu sem lögð var þvert yf- ir rakarastólinn þegar maður fór í klippingu. Sjálfsagt sat Jón Steinar vinur minn á spýtu þegar hann bað um Ruud Gullit-klippingu sem púki. Honum varð ekki ágengt í þeirri atrennu en með árunum hafa hárgreiðslur þeirra félag- anna orðið líkari. Þannig týnist tíminn, myndi Bjartmar orða það. Mér datt í hug að útspilið með spýtuna væri kannski dottið úr tísku. Klipparinn minn getur verið lunkinn heimspekingur þegar hann er vel fyrir kallaður. Ég hafði orð á þessu við hann og klipparinn svaraði því til að „þegar spýtan er ekki lengur notuð þá þýðir það að maður sé kominn í fullorðinna manna tölu“. Kom þetta mér nokkuð á óvart því ég hafði alltaf tengt þetta með fullorðnu mennina og töluna við fermingar. Ef til vill hefur Þjóðkirkju ríkisins tekist að hrifsa þessi tímamót í lífi fólks af Félagi hárgreiðslumeistara með það fyrir aug- um að markaðssetja fermingarnar. Sé sú raunin þá er ekki sami broddur í markaðsdeild Þjóðkirkjunnar í seinni tíð. Athyglisvert er hversu algengt það virðist vera að klipp- arar séu ágætir heimspekingar. Hvaða bækur er þetta fólk eiginlega látið berjast í gegnum í Iðnskólanum? Eða kemur viskan úr þessum „Skóla lífsins“ sem svo marg- ir Facebook-notendur hafa gengið í? Þess vegna geta klipparar einnig rukkað svolítið ríf- lega. Ef þú lætur snoða púkann þinn þá ertu ekki bara að borga fyrir faglega snoðun fyrir erfingjann, heldur einnig fyrir þá þjónustu að yfirgnæfandi líkur eru á því að klipparinn geti leyst lífsgátuna á jafn stuttum tíma og snoð- unin tekur. Meðal-klippari með tíu starfsár undir beltinu úðar frá sér meiri visku en Só- kratesi tókst að gera á nokkuð langri ævi. Ódýrasta klipping sem ég hef reyndar fengið var snoðun hjá Svavari, manni Hildar Elísabet- ar frænku. Hann er með háskólagráðu í Ástríki og Steinríki ef ég man rétt og því ekki í nokk- urri aðstöðu til að rukka fyrir snoðun. Í gegnum tíðina hefur maður heyrt ófáar meitlaðar setningar sem fallið hafa á rakara- stofum á meðan maður reynir að spóla sig í gegnum nokkra mánuði af Séð og heyrt. Sem er nauðsynlegt til að fylgjast með ævintýrum Magga vinar míns. Magnaðasta setning sem ég man eftir á rakarastofu féll eitt sinn þegar lærifaðir klippara míns var með goðsögn í stólnum á sama tíma og klipparinn minn sat uppi með mig, dauðlegan manninn. Goðsögnin var enn við störf þótt komin væri á eftirlauna- aldurinn svokallaða. Var hún spurð hvort hún óttaðist ekki alla þá ungu og fersku aðila sem komnir væru í samkeppni við hana og inn á sama svið? „Á meðan þetta unga fólk keppist við að finna upp hjólið....þá hjóla ég í burtu.“ kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Af fullorðnum mönnum og tölunni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson Anna Sigríður Einarsdóttir Karlmennirnir tveir semeru grunaðir um að hafaorðið Birnu Brjánsdótturað bana voru yfirheyrðir á ný í fyrradag, tæpri viku eftir að þeir voru yfirheyrðir síðast. Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu sem stýrir rannsókninni, segir atburðarásina í málinu farna að verða skýrari. „Þetta skýrist ör- lítið við hverja yfirheyrslu og við teljum okkur hafa orðið nokkuð skýra mynd af því hvernig hún lést,“ segir Grímur. Játning liggur ekki fyrir í mál- inu en Grímur tjáir sig að öðru leyti ekki um það sem fram kemur við yfirheyrslur, né heldur hvort mennirnir séu grunaðir um jafna að- ild að láti Birnu. Verið í einangrun í 13 daga Yfirheyrslum var haldið áfram í gær, en mennirnir hafa nú verið í einangrun í 13 daga og rennur tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim út á hádegi í dag. Grímur sagði í gær að enn hefði ekki verið ákveðið hvort farið yrði fram á framlengingu gæsluvarðhalds, en gerir hann ráð fyrir því að sú ákvörðun liggi fyrir árla morguns. Verði ekki farið fram á fram- lengingu gæsluvarðhalds verða mennirnir látnir lausir, en Grímur segir að ef slík ákvörðun verði tekin komi til álita að úrskurða þá í ein- hvers konar farbann. Slíkt sé þó ákvörðun ákærusviðsins. Dómtúlk flogið til landsins Yfirheyrslurnar í gær fóru m.a. fram á grænlensku og var græn- lenskum dómtúlk flogið til Íslands vegna málsins. Grímur segir slíkt ekki hafa haft bein áhrif á yfir- heyrslurnar, sem áður fóru fram á dönsku og ensku, en það sé hins veg- ar réttur manna að vera yfirheyrðir á sínu tungumáli. „Það gekk ágæt- lega þegar verið var að túlka úr dönsku og ensku, en hins vegar er best að túlka beint úr móðurmáli viðkomandi,“ segir hann. Ekki hefur enn neitt verið gefið upp varðandi dánarorsök Birnu að öðru leyti en að henni hafi verið ráð- in bani. Segir Grímur til athugunar hjá lögregluembættinu hvort frekari upplýsingar um dánarorsök verði veittar. Réttarfræðilegri skoðun er þó lokið og verið er að vinna að loka- skýrslu sem væntanlega verður tilbúin á næstu dögum. Ekki hefur enn verið staðfest hvar Birna fór í sjóinn, en Grímur sagði í samtali við mbl.is á mánudag að lögreglan hafi nú ákveðnar hug- myndir um hvar það hafi gerst. Birna fannst látin við Selvogsvita fyrir rúmri viku, átta sólarhringum eftir að hún hvarf. Tilgáta lögreglu er byggð á ráðgjöf frá sérfræðingum í hafstraumum og ölduhreyfingum. Engin endanleg niðurstaða er þó komin í þá rannsókn. Enn um fjögurra tíma gat Þá hefur enn ekki tekist að kortleggja ferðir rauða Kia Rio- bílsins milli kl. 7 og 11.30 að morgni laugardagsins 14. janúar, en lög- regla er enn að skoða myndefni sem hún hefur aflað sér og vinnur þann lista eftir ákveð- inni forgangsröðun. Útför Birnu fer fram í Hallgrímskirkju á föstudag- inn kl. 15 og tilkynntu foreldrar Birnu í færslu á Facebook á mánudag að blóm og kransar væru afþökkuð en bentu fólki þess í stað á að styrkja Landsbjörg. Atburðarásin sífellt að skýrast betur Morgunblaðið/ Kristinn Magnús Minningarstund Gengið var til minningar um Birnu Brjánsdóttur síðastlið- inn laugardag. Lögregla telur atburásina í hvarfi hennar vera að skýrast. Lögregla í Danmörku fylgdist með rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur í tengslum við hvarf hinnar dönsku Emilie Meng, sem fannst látin á að- fangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí á síðasta ári. Fram kemur í frétt danska blaðsins Extrabladet að danska lögreglan hafi sett sig í samband við íslensku lögregl- una og fylgst grannt með rannsókn á hvarfi Birnu. Eftir- grennslan lögreglunnar í Dan- mörku leiddi hins vegar í ljós að ekki voru nein tengsl milli málanna tveggja. Emilie Meng fannst látin á að- fangadag eftir að hafa verið saknað frá því í júlí á síðasta ári. Fannst lík hennar í stöðuvatni í Borup á Sjálandi en hún sást síðast á lestarstöð í Korsør. Engin tengsl milli málanna HVARF DANSKRAR STÚLKU Grímur Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.