Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Boltastrákar Yngstu krakkarnir koma í dægradvöl í íþróttahúsinu við Austurberg og reyna sig í ýmsum greinum. hinum íþróttafélögunum í Breið- holti, Leikni og Ægi. Einnig hefur verið samstarf milli ÍR og Breiða- bliks í Kópavogi um aðstöðu fyrir fótboltann og bætt aðstaða í Mjóddinni skapar nýja möguleika í því samstarfi. Starfið á mörgum stöðum „Starf ÍR er í dag á mörgum stöðum í borginni og fyrir það höf- um við goldið,“ segir Ingigerður. „Nú sjáum við hins vegar fram á betri tíma og þetta samkomulag einfaldlega styrkir Breiðholtið sem samfélag.“ Ingigerður nefnir að í dag æfi frjálsíþróttafólk félagsins á Laugar- dalsvelli, þar sem knattspyrna þrengi sífellt meira að. Mikill mun- ur verði þegar æfingar í frjálsum íþróttum færist í Mjóddina, þar sem fótboltinn er í dag og aðstaða fyrir bardagaíþróttir eins og júdó, karate, og taekwondo. Handbolta- og körfuboltastarf í dag er í Selja- skóla og í Austurbergi er meðal annars tómstundastarf fyrir börn, sem þangað geta komið í íþrótta- tíma dag hvern eftir að skóla lýkur og æft ýmsar greinar. Fjölbreytnin ræður enda er hópurinn stór og áhugi krakkanna liggur víða. Ná til nýrra Íslendinga Í dag æfa alls um 2.300 iðk- endur með ÍR, sjálfboðaliðarnir í starfinu nálgast að vera 2.000 og þjálfarar sem starfa á vegum fé- lagsins eru um 150. Æfingaflokkar á degi hverjum eru milli 50 og 60 og það á öllum tímum dags. Við þetta bætast svo íþróttaæfingar eldri borgara í Mjóddinni, þar sem einnig eru dansæfingar og fleira skemmtilegt. Þá er samvinna milli ÍR og leikskólanna í Breiðholti um íþróttir fyrir börn af því skólastigi einu sinni í viku þar sem ÍR sér um íþróttaþjálfun fyrir elstu börnin í leikskólunum. „Öllum er í mun að ná betur til krakkanna í Breiðholtinu, en ýmsar úttektir sýna að félagsleg staða þeirra mætti vera betri. Efl- ing íþróttastarfsins með öðru miðar að breytingum á því. Kapp verður lagt á að ná betur til nýrra Íslend- inga í hverfinu, það er barna af er- lendum uppruna sem er stór hópur í Breiðholtinu. Okkur hefur sýnst að þeir krakkar hafi mikinn áhuga á bardagaíþróttum og því verður að svara,“ segir Ingigerður. Fjölmenningarsamfélag Samningurinn við ÍR verður, segir Ingigerður, vonandi aðeins fyrsta skrefið af hálfu borgarinnar til styrkingar á Breiðholtinu. Það sé eitt fjölmennasta hverfi borg- arinnar, með um 22.000 íbúum sem að talsverðum hluta eru af erlend- um uppruna. Því sé hverfið í raun fjölmenningarsamfélag og því verði að svara í íþróttastarfi og raunar allri þjónustu við fólkið. Félagshús Aðstaða ÍR í Mjódd verður bætt með völlum og íþróttahúsum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 SJÓNMÆLINGAR Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Miðaldastofa Háskóla Ís- lands stendur fyrir fyrirlestri kl. 16.30 í dag, fimmtudaginn 2. febrúar, í stofu 101 í Odda. Fyr- irlesturinn, Lollardar og brauðslíking herrans - Kruðerí úr kirkjusögu á 15. öld, flytur Hjalti Snær Ægisson, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við HÍ. Fyrirlesturinn fjallar um trúarhóp á Englandi á 15. öld, sem átti upphaf sitt í fylgismönnum John Wyclif. Meginmarkmið lollarda var að stuðla að umbótum innan kirkjunnar og hef- ur Wyclif lengi verið túlkaður sem einn af táknrænum forverum Lúthers í hefðbundinni söguskoðun. Fræðimenn í hinum enskumælandi heimi hafa tekið þátt í frjórri og lif- andi umræðu um upphaf og eðli lollardanna, tengslin við Wyclif og áhrif og útbreiðslu þeirra skoðana sem þeir aðhylltust. Í fyrirlestrinum verður m.a. stiklað á stóru um þessa fræðilegu umræðu og gerð grein fyrir helstu álitaefnum sem verið hafa í forgrunni. Hjalti Snær vinnur að rannsókn á norrænum ævintýrum og tengslum þeirra við prédikunarhefð 13. aldar. Fyrirlesturinn er á íslensku og er öllum opinn. Kruðerí úr kirkjusögu Trúarleiðtogi John Wyclif (1320–1384). Málverk eftir Thomas Kirby frá 1828. Lollardar og brauðslíking herrans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.