Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Manneskja gengur þvertyfir tóma rýmið meðanönnur horfir á og þettaer allt og sumt sem við þurfum til að leiklist eigi sér stað.“ Þessi upphafsorð bókarinnar Tóma rýmið eftir breska leikstjórann Peter Brook komu upp í hugann á frumsýn- ingu Leikfélagsins fljúgandi fiskar á Andaðu eftir breska leikskáldið Duncan Macmillan í leikstjórn Þór- eyjar Sigþórsdóttur í Iðnó sl. sunnu- dagskvöld. Þar tók á móti áhorfend- um tómt rými, áhorfendum var boðið að sitja hringinn í kringum leikrýmið sem staðsett var á miðju salargólfinu. Engin leikmynd var til staðar, engir leikmunir, engin hljóðmynd, engin tónlist, lítið fór fyrir einfaldri lýsingu Kjartans Darra Kristjánssonar og búningar leikaranna tveggja voru svo hversdagslegir að þeir skáru sig í engu frá fötum áhorfenda. Hann í svörtum gallabuxum og köflóttri skyrtu, hún í gráum kjól og marglit- um gammósíum. Hér var list leikar- ans í forgrunni og ljóst að uppfærslan myndi standa og falla með frammi- stöðu Heru Hilmarsdóttur og Þor- valdar Davíðs Kristjánssonar. Um leið og ljósin komu upp byrjaði leikurinn líkt og í miðju samtali. Parið unga er statt í biðröðinni í Ikea þegar maðurinn stingur upp á því að þau eignist barn. Ólíkt því sem hann hafði ímyndað sér „fríkar hún út“ við þessa uppástungu og segist líða eins og hann hafi „buffað“ hana í framan og svo beðið hana um að reikna eitthvert stærðfræðidæmi. Í framhaldinu tekur við tæplega tveggja klukkustunda orrahríð án hlés eða ætti kannski frekar að segja „orðahríð“, því slíkur er hraðinn í samtalinu. Í hvirfil- bylnum sem skapast veltir parið fyrir sér hvað það þýði að eignast barn og hvort þau séu réttu manneskjurnar til þess, hvort það sé siðferðislega rétt að fjölga mannkyni þegar kolefnisspor hvers nýs barns nemi 10.000 tonnum af CO2, hvort þau tilheyri góða fólk- inu, hvernig genamengið færist milli kynslóða og hvernig sambandinu muni reiða af með tilkomu nýs ein- staklings. Inn í umræðurnar blandast líka tal um traust, kynlíf og áhrif klámvæðingarinnar, áhyggjur af frjó- semi, fósturláti og framtíðarhorfum á atvinnumarkaði. Ekki er laust við að áhorfendur langi á stundum til að hvetja parið til að ofhugsa ekki alla skapaða hluti! Leikrit Macmillan, sem var frum- sýnt í Bretlandi árið 2011, er hugvit- samlega skrifað, á köflum ískrandi fyndið og heilt yfir vel uppbyggt. Samtalið á sér stað á löngu tímabili og stokkið er fram í tímann algjörlega áreynslulaust án þess að flaumurinn hökti. Líkt og í raunveruleikanum líð- ur tíminn í leikritinu sífellt hraðar eft- ir því sem á seinni hlutann dregur. Verkið fangar tíðarandann vel á sama tíma og það dregur upp áhugaverða mynd af flóknu sambandi karls og konu, þó myndin jaðri á stundum við að vera ögn klisjukennd. Hún fær mun meira talrými í sambandinu og birtist sem taugaveikluð menntakona, meðan hann er þessi sterka þögla týpa sem þolir samt ekki að vera einn. Þýðing Heru og staðfærsla er af- skaplega vel unnin, því parið unga gæti einmitt hæglega búið í hvaða landi hins vestræna heims sem er. Nálgun Þóreyjar er djörf. Það þarf hugrekki til að sleppa öllum umbún- aði og treysta alfarið á leiktextann og leikarana. Sú ákvörðun ber hins veg- ar ríkulegan ávöxt. Í samvinnu við Alicju Ziolko, sem hannar sviðshreyf- ingar, skapar Þórey snarpan dúett sem minnir um margt á dans með á köflum ýktum og stílfærðum hreyf- ingum. Umrótið í huga persónanna tveggja líkamnast með snjöllum hætti í stöðugri hreyfingu á sviðinu, sem tryggir líka að áhorfendur missa sjaldan augnsamband við leikarana nema í örstutta stund í einu. Hlustu- nin er afbragðsgóð hjá Heru og Þor- valdi og öll viðbrögð bæði rétt og hárnákvæm, hvort sem þau brjótast fram sem reiði, sársauki, gleði, vonbrigði eða frygð – og leikararnir fá plús fyrir vel útfærðar samlífssenur. Hera og Þorvaldur hafa á umliðn- um misserum fremur látið til sín taka á hvíta tjaldinu en á leiksviði. Þeim mun meiri fengur er að sjá þau fara á kostum í Andaðu þar sem þau stand- ast með glans þá þrekraun sem mara- þonleiktexti Macmillan er. Andaðu er hrá, spennandi og djörf uppfærsla úr smiðju Leikfélagsins fljúgandi fiskar, sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Morgunblaðið/Golli Þrekraun „Þeim mun meiri fengur er að sjá [Þorvald og Heru] fara á kostum í Andaðu þar sem þau standast með glans þá þrekraun sem maraþonleiktexti Macmillan er,“ segir í rýni um leiksýninguna Andaðu sem sýnd er í Iðnó. Andað í tómu rými Iðnó Andaðu bbbbm Eftir Duncan Macmillan. Íslensk þýðing: Hera Hilmarsdóttir. Leikstjórn: Þórey Sigþórsdóttir. Hreyfingar: Alicja Ziolko. Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson. Leik- arar: Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Leikfélagið fljúg- andi fiskar frumsýndi í Iðnó sunnudag- inn 29. janúar 2017. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Viviane Hagner leikur einleik í fiðlu- konserti Benjamins Britten á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 und- ir stjórn Matthews Halls. Efnisskrá kvöldsins samanstendur af verkum eftir Britten og Ígor Stravinskíj, samin í Bandaríkjunum, en þangað héldu þeir þegar heimsstyrjöldin síð- ari braust út. „Fiðlukonsert Britten þykir eitt hans allra besta verk, með tjáningarfullri lýrík í bland við dramatísk tilþrif. Fáeinum árum síð- ar samdi Stravinskíj fyrsta stóra verk sitt eftir flutninginn til Banda- ríkjanna, verk sem hann sjálfur kall- aði „stríðssinfóníuna“ og er dekkri og kraftmeiri tónsmíð en hann hafði þá samið um nokkra hríð. Kamm- erkonsertinn Dumbarton Oaks er létt og áheyrilegt verk í nýklass- ískum stíl sem tekur mið af Brand- enborgarkonsertum Bachs,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda. Britten og Stravinskíj óma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fiðluleikarinn Viviane Hagner á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. http://www.borgarleikhus.is/syningar/uti-ad-aka/ MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Fös 3/2 kl. 20:00 10.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 11.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 12.sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Hún Pabbi (Litla svið ) Fim 2/2 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 11.sýn Sun 5/2 kl. 20:00 10.sýn Fös 10/2 kl. 20:00 12.sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Fim 2/2 kl. 14:00 Fors. Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 42.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 41.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Fim 2/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 26/2 kl. 16:00 7.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 26/2 kl. 13:00 5.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Sun 5/2 kl. 14:00 Mið 8/2 kl. 19:30 Fim 9/2 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 2/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 10/2 kl. 20:30 22.sýn Fös 17/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn Fös 10/2 kl. 23:00 23.sýn Lau 18/2 kl. 20:00 29.sýn Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn Lau 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 18/2 kl. 22:30 30.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn Lau 11/2 kl. 22:30 25.sýn Sun 19/2 kl. 21:00 aukasýn Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 17/2 kl. 20:00 27.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.