Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 ✝ Helga Hobbsfæddist í Liver- pool á Englandi 13. september 1919. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 23. janúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Jósefína Antonía Helgadótt- ir Zoëga, f. 30. júlí 1893, d. 17. sept- ember 1974, og Clifford Hobbs, f. 27. október 1887, d. 1. nóv- ember 1935. Systur Helgu voru: 1) Cather- ine Geirþrúður, f. 30. júlí 1916, d. 10. október 1916. 2) Evelyn Þóra, f. 5. mars 1918, d. 19. apríl 2012. 3) Guðrún Skúladóttir, f. 14. júní 1943, kjördóttir Jós- efínu og seinni eiginmanns hennar, Skúla Guðmundssonar, f. 10. október 1900, d. 4. október 1969. Helga var tvígift. Fyrri eigin- maður var Ævar R. Kvaran leik- ari, f. 17. maí 1916, d. 7. janúar 1994. Sonur þeirra er Gunnar Kvaran sellóleikari, f. 16. janúar 1944, maki Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, f. 11. janúar 1948, börn: Nicholas, f. 20. sept- hússtjórnarkennari, f. 27. júní 1941, maki Arthur Knut Farest- veit, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, f. 13. júlí 1941, börn: Ólöf Ásta, f. 17. maí 1969, Einar, f. 5. október 1970, Anna Sif, f. 21. apríl 1978. Helga eignaðist fjórtán lang- ömmubörn og eitt langalang- ömmubarn. Helga bjó í Englandi til sjö ára aldurs og flutti þá til Íslands með móður sinni og systur, Eve- lyn. Hún gekk í Miðbæjarskól- ann og Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi árið 1936. Hún vann á skrifstofu vegamálastjóra þar til fyrsta barnið fæddist árið 1944. Hús- móðurstarfið var síðan aðalstarf hennar til ársins 1966 er hún fór að vinna í fyrirtæki þeirra Haf- steins, Bókaútgáfunni Þjóðsögu. Þar starfaði hún þangað til fyr- irtækið var selt árið 1994. Helga bjó í Reykjavík til árs- ins 1958 þegar fjölskyldan flutti á Seltjarnarnes. Síðustu tvö ævi- árin bjó hún á Hjúkrunarheim- ilinu Grund. Helga var félagi í Oddfellow- reglunni og Thorvaldsensfélag- inu í 50 ár. Þar gegndi hún ýms- um trúnaðarstörfum. Útför Helgu verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 2. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. ember 1971, og Karól, f. 17. sept- ember 1983. Seinni eig- inmaður Helgu var Hafsteinn Guð- mundsson, prent- smiðjustjóri og bókaútgefandi, f. 7. apríl 1912, d. 1. september 1999. Börn þeirra eru: 1) Helga fyrrverandi bankastarfsmaður, f. 4. febrúar 1948, maki Alexander Jóhann- esson kennari, f. 15. febrúar 1948, börn: Hafsteinn, f. 30. júlí 1972, ogValur, f. 19. október 1985. 2) Guðmundur tónskáld, f. 22. febrúar 1953, maki Anna Be- nassi skjalaþýðandi, f. 17. júní 1958, börn: María Helga, f. 14. apríl 1988, Hafsteinn, f. 18. sept- ember 1992, Geirþrúður Anna, f. 13. október 1994, Skúli, f. 20. nóvember 1998. 3) Guðrún skólaritari, f. 31. maí 1955, maki Jón Árni Þórisson flugumferðarstjóri, f. 1. október 1950, börn: Þórir Már, f. 7. jan- úar 1978, Helgi Hrafn, f. 20. nóvember 1979, Unnur, f. 8. des- ember 1989. Stjúpdóttir Helgu og dóttir Hafsteins er Dröfn Elsku mamma mín. Að setjast niður og skrifa til þín nokkur orð er svolítið erfitt. Að eiga þig í öll þessi ár var mér afar dýrmætt, að hafa þig ekki lengur hjá okkur er eitthvað sem ég á eftir að venjast. Þú ólst okkur upp af mikilli væntumþykju og öryggi, varst alltaf til staðar fyrir okkur hve- nær sem var. Í þá daga var mamman heima að hugsa um heimilið og börnin en pabbinn vann utan heimilis, kom heim í hádegismat og alltaf var heitur matur þegar maður kom heim úr skólanum. Pabbi rak prent- smiðju og bókaútgáfu í mörg ár og fór mamma að vinna með hon- um þegar ungarnir voru flognir úr hreiðrinu. Þú kenndir manni reglusemi á allan hátt hvort sem var á heimilinu eða annars stað- ar. Minningarnar eru margar og góðar, mörg eru ferðalögin hérna heima og erlendis, er mér minn- isstæð ferð okkar vestur í Dýra- fjörð er við keyrðum svokallaðan „Ellaveg“ vestur í Svalvog upp á Kaldbak og niður í Haukadal, hrikalega fagurt umhverfi sem mamma kunni svo sannarlega vel að meta. Ég var mjög lofthrædd þarna vegna hæðar og brattans, en heyrði í mömmu dásama feg- urðina í hástert án nokkurrar lofthræðslu. Mamma var ein- staklega góð amma og náin barnabörnunum og sjá þau nú á bak góðri ömmu. Mamma var á 98. aldursári og var í raun tilbúin að kveðja. Lík- aminn var orðinn lúinn en hún hélt reisn sinni fram á síðasta dag og kvaddi okkur södd líf- daga. Hún dvaldi síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún fékk einstaklega góða umönnun og viðmót hjá frábæru starfsfólki og fyrir það viljum við þakka, einnig vil ég nefna Guð- rúnu, góða vinkonu hennar, sem hún kynntist á Grund síðasta ár- ið og áttu þær einstaklega vel saman og höfðu alltaf nóg um að tala og hlæja því húmorinn vant- aði ekki. Sérstakar kveðjur frá Val okk- ar sem þú varst einstaklega náin og góð við alla tíð. Ég kveð þig að sinni, elsku mamma, takk fyrir allt. Þín dóttir, Helga. Það er sunnudagur, mildur haustmorgunn og litla telpan í kjallaraíbúðinni á Flókagötu 13 hoppar spennt á stofugólfinu. Vertu nú góð og stillt segir mamman við litlu stúlkuna sína. Nú ertu að fara að hitta nýju konuna hans pabba þíns. Og litla telpan snýst í hringi. Þá hringir dyrabjallan. Fyrir utan stendur Ásta föðursystir. Hún er komin að sækja telpuna til að fara með hana til föður síns. Föðursystirin og telpan ganga hönd í hönd upp Flókagötuna, yfir Skólavörðu- holtið og niður á Þingholtsstræt- ið. Þar koma þær að stóru stein- steyptu húsi og fara inn. Á dyrunum stendur Prentsmiðjan Hólar. Þær halda upp stigann og litla telpan finnur einkennilega sterka lykt og heyrir tikk-hljóð innan úr húsinu. Þeir eru bara að prenta núna, segir frænkan og þær nema staðar við hurð á þriðju hæðinni og hún bankar. Litla telpan í útprjónuðu peys- unni og ljótu sérsmíðuðu skónum sínum stendur titrandi og klemmir hönd frænkunnar. Dyrnar opnast og fyrir innan stendur brosandi, falleg kona með tindrandi dökk augu. Vel- komin til okkar, Dröfn mín, segir konan og beygir sig niður og kyssir litlu stúlkuna á kinnina. Þetta er ég, Dröfn Hafsteins- dóttir, komin að heimsækja föður minn, Hafstein Guðmundsson prentsmiðjustjóra í Hólaprenti, og nýju eiginkonuna hans, Helgu Hobbs. Svo leiðir konan hans pabba mig inn í íbúðina. Á stofugólfinu stendur lítill krullhærður dreng- ur og starir þegjandi á mig og ljótu sérsmíðuðu skóna mína. Helga segir: Dröfn mín, þetta er Gunnar, Gunnar bróðir þinn. Svo leggur hún hönd mína í hönd drengsins, og ég finn hvað ég skelf og þori ekki að líta upp. Og þarna á gólfinu, skjálfandi, hef ég bæði eignast nýja mömmu og bróður. Þetta skynjar Helga, hún finnur spennuna og skjálft- ann í kroppnum mínum. Þá segir hún svo hlýlega og heldur um handlegg minn. Elskurnar mín- ar, farið nú út að leika ykkur svo- litla stund. Ég kem svo bráðum og fylgi ykkur niður í Betaníu. Bróðir minn og ég leiðumst ofan tröppurnar, út á götu og þá er eins og steininum sé lyft af brjósti mínu, við förum að val- hoppa eftir Þingholtsstrætinu og ég hrópa til vegfarendanna sem við mætum. Ég hef eignast bróð- ur. Gunnar, Gunnar er bróðir minn. Þetta voru fyrstu kynni mín af Helgu, þessari elskulegu konu, sem tók mér strax eins og barninu sínu, veitti mér hlýju og kærleik frá fyrstu stundu og var annt um velferð mína. Svo síðar á unglingsárunum þegar ég kom með unnusta minn í heimsókn í prentið var honum tekið eins og einu af börnunum hennar og boðið upp á „afterno- on te“ ásamt tekexi og marmel- aði í kaffitímanum við sama borð og oft sátu ráðherrar, háskóla- kennarar eða bara fátæk ljóð- skáld með fyrstu bókina sína í höndunum. Allir voru jafnir í augum Helgu, og ég er henni ævarandi þakklát fyrir hvernig hún tók við mér sem barni. Þakklát fyrir bréfin sem hún skrifaði mér þeg- ar ég var á Núpsskóla eða á Raufarhöfn. Í þeim skein hlýja og góðar óskir mér til handa og varnaðarorð um að gæta mín. Elsku Helga mín, hafðu þökk fyrir allan kærleikann sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Þín Dröfn. Tengdamóðir mín elskuleg er horfin á braut. Hennar tilvist hér á jörðu spannaði hátt í heila öld. Hún var hvíldinni fegin, þar sem líkamleg orka hennar fór mjög dvínandi, sérstaklega síðustu vikurnar. Andlegri heilsu og reisn hélt hún þó til hinstu stund- ar. Helga Hobbs var órjúfanleg- ur hluti af tilveru minni í yfir þrjá áratugi. Hún var dásamleg manneskja, heilsteypt, glæsileg, hjartahlý og alveg einstaklega skemmtileg. Hún hafði mjög ákveðnar skoð- anir og haggaðist hvergi, en var þó alltaf tilbúin að hlusta á skoð- anir annarra enda var hún bæði skilningsrík og víðsýn. Hún upplifði ótrúlegar breyt- ingar á sinni löngu ævi og tók flestum nýjungum og breyttum viðhorfum til hinna ýmsu mál- efna með opnum huga og án for- dóma. Hún kunni ekki við sviðs- ljósið fyrir sjálfa sig og flíkaði lítt sér og sínum. Ég spurði hana ekki alls fyrir löngu hvort hún vildi ekki bara verða 100 ára. Hún hló að mér og þvertók fyrir það. Ástæðan væri meðal annars sú að þá myndu blöðin vilja hafa viðtal við hana og það fannst henni ekki þægileg tilhugsun. Hún slapp þó ekki alveg við blaðaviðtöl því fyrir nokkrum vikum tók Fréttatíminn einstak- lega fróðlegt og áhugavert viðtal við hana og vinkonu hennar á Grund. Viðtalið vakti mikla at- hygli og fór víða á samfélags- miðlum. Það, sem vakti eftirtekt, var þeirra gneistandi gamansemi og skemmtileg tilsvör, raunsæ viðhorf til hins eilífa hversdags- leika ellinnar, en jafnframt ánægja með lífið og ekki síst börnin sín og afkomendur. Ég kveð mína ástkæru tengdamóður með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Guðný Guðmundsdóttir. Í dag er ég kveð tengdamóður mína, Helgu Hobbs, eftir rúm 30 ára kynni er mér tvennt efst í huga: söknuður og þakklæti. Þótt við eigum aldrei eftir að sjá hana, heyra rödd hennar né hlát- ur, snerta mjúkar hendur eða finna hlýja nærveru hennar er- um við einstaklega lánsöm því Helga fékk langt líf - hartnær heila öld - og hamingjusamt. Hún færði öllum sem stóðu henni nærri mikla gæfu og gleði, síð- ustu veikindi hennar voru bless- unarlega stutt og hún fékk frið- samt og kvalalaust andlát. Helga hafði sterka innbyggða siðferðiskennd, áttavita sem vís- aði henni veginn, og honum fylgdi hún. Hún var látlaus, hóg- vær og laus við allt yfirlæti og óbrotin og vinsamleg í framkomu við annað fólk. Sá einfaldleiki og hógværð sem flæddi náttúrulega frá lífsskoðun hennar litaði allt umhverfis hana og gerði henni kleift að bera létt og þungt af áreynslulausri fágun og reisn - og með húmor. Helgu langaði frá unga aldri að verða húsmóðir og eignast börn. Það var hennar óskastaða í lífinu. Eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur sinnti hún hús- móðurstörfum af stakri natni og annaðist börn, bónda og bú af glæsibrag. Er uppeldi barna var að mestu lokið hóf hún störf hjá bókaforlagi þeirra hjóna og sinnti því starfi af sömu færni og hollustu og heimilinu í nærri þrjá áratugi. Helga hafði notaleg og róandi áhrif á alla í kringum sig og átti auðvelt með að segja frá og slá á létta strengi án þess að vera framhleypin. Hún hélt vitsmun- um sínum fram í andlátið og mundi bæði langt og skammt. Þegar við Guðmundur hittum hana síðastliðið ár var oft lesið upphátt úr einhverju sem tengd- ist gömlu Reykjavík. Þótt lesn- ingin væri bæði áhugaverð og skemmtileg vék hún fljótt fyrir endurminningum Helgu af því litríka fólki og eftirminnilegu at- burðum sem lýst var í bókunum, því að hún þekkti það allt frá fyrri tíð. Þessar kvöldstundir voru mér eins og ferðalag inn í annan heim - menntun í sögu ís- lenskrar menningar og Reykja- víkurborgar allt í senn. Þegar ég læt hugann reika yf- ir áratugina þrjá er ég innilega þakklát fyrir að hafa kynnst þessari hlýju, ljúfu og sveigjan- legu konu sem samt var svo stað- föst og ákveðin þegar til grunn- gilda hennar kom. Hún sá sig aldrei sem kennara, en kennari var hún. Án þess að ætla sér það kenndi hún mér hvernig hægt er að lifa með reisn og sæmd, með húmor og hógværð. Takist mér að tileinka mér þótt ekki væri nema brot af þessu verð ég betri manneskja fyrir vikið. Anna Benassí. Helga Hobbs, elskuleg tengdamóðir mín til 40 ára, hefur kvatt þetta jarðlíf. Hún átti langa, fallega ævi og kvaddi hljóðlega í sátt við allt og alla. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum, Helgu og Hafsteini, vor- ið 1974 þegar við Guðrún byrj- uðum okkar vegferð saman. Frá fyrstu kynnum fann ég ekkert nema velvild í minn garð sem þróaðist upp í ævilanga vináttu mína og tengdaforeldranna. Hefðbundin kveðja Helgu sem ég held mikið upp á var ævin- lega: „ég bið að heilsa elskuleg- um tengdasyni mínum“. Í meira en ár tóku þau okkur Guðrúnu ásamt eldri syni okkar inn á heimili sitt meðan við bösl- uðum við að koma yfir okkur húsi með þeirra tíma aðferðum. Þar bjuggum við einnig þegar yngri sonur okkar fæddist. Á þessum tíma kynntist ég fjölskyldunni náið og lærði líka að meta brauð með „afurðum“ og auðmanna- áleggi. Helga var félagslynd og opin fyrir öllum tækifærum til sam- vista við aðra. Móðir mín og hún urðu bestu vinkonur og fóru ósjaldan báðar með okkur í styttri og lengri „svipptúra“; hringferð um landið, í bústaðinn okkar eða til Vínarborgar. Helga dvaldi hjá okkur Guð- rúnu á aðfangadagskvöld síðustu árin og naut þess að fá rjúpur samkvæmt venju. Þó að orkan færi dvínandi mætti hún til okk- ar síðustu jólin sín og naut kvöldsins fram í fingurgóma og spjallaði um alla heima og geima. Elsku tengdó, takk fyrir allt sem þú gafst mér. Nú sitjum við Guðrún í bústaðnum og látum hugann reika og ég hripa hugs- anir á blað. Við pössum líka að ekki slokkni í vinkonu þinni, kamínunni. Þinn elskandi tengdasonur, Jón Árni. Í eldhúsglugganum hjá Helgu Hobbs á Lindarbrautinni lá köngull í lítilli skál með fallegum steinum. Þennan köngul hafði sex ára barn tínt á leið í 75 ára afmæli ömmu sinnar og endilega viljað gefa henni. Tók amma við könglinum eins og gersemi og breytti einlægri, regnvotri af- mælisgjöf barnsins í heimilis- prýði. Köngullinn góði var á sínum stað í hartnær tuttugu ár; hann flutti meira að segja með ömmu á Skólabrautina eftir að afi var fallinn frá. Ég veit ekki til þess að við amma höfum nokkurn tíma rætt þessa skondnu gjöf eft- ir afmælisdaginn forðum, en í hvert sinn sem ég sá hann minnt- ist ég þess hvað amma hafði ein- stakt lag á því að mæta fólki á þess eigin forsendum. Hvort sem það voru börn eða fullorðnir, nánustu ættingjar eða starfsfólk á hjúkrunarheimili, móðurfjöl- skylda mín frá Bandaríkjunum eða erlendir vinir mínir frá fjar- lægum heimshornum, nálgaðist amma alla af einlægri virðingu. Amma hafði hlýja nærveru og var full umhyggju í garð náunga sinna. Listin að búa fólki gott heimili og taka vel á móti gestum yfirgaf hana aldrei. Hún hélt heimili með slíkum myndarbrag langt fram á tíræðisaldur að hróður hennar rataði alla leið suður til Indlands, þar sem þá- verandi kærastan mín dásamaði hana í allra eyru. Jafnvel undir það allra síðasta skipti það ömmu höfuðmáli að við „fengjum nú eitthvað hjá henni“, þótt ekki væri nema súkkulaðimola. Amma var háttvís á áreynslu- lausan hátt og yfir henni var lát- laus reisn sem er erfitt að fanga með orðum. Þar með var þó ekki sagt að hún kynni ekki að slá á létta strengi og jafnvel segja einn og einn dónabrandara þegar svo bar undir. Svo hló hún sínum dillandi hlátri og augun sindruðu af kátínu. En að baki kátínunni og gestrisninni leyndist mikill styrkur. Amma var prinsipp- manneskja, hafði skýra siðferð- islega sýn og hvikaði hvergi frá grunngildum sínum, sama hvað á dundi. Í ömmu höfðum við unga fólk- ið dýrmæta tengingu við fortíð- ina, því hún var með eindæmum minnug og hafði frábæra frá- sagnargáfu. Með fáeinum orðum gat hún dregið upp ljóslifandi myndir af liðinni tíð: bernskan í Englandi, Bláfjallaferð með vin- konunum að sjá frægan norskan skíðastökkvara, svipmyndir frá stríðsárunum í Reykjavík. Skemmtilegast var þó að vera fluga á vegg þegar hún og pabbi tylltu sér inn í stofu og fóru að skrafa. Þá tókust þau alveg á flug og rifjuðu upp sögur heilu ættanna og byggðarlaganna, svo að hrein unun var á að hlýða. Nú verða samtölin í stofunni ekki fleiri að sinni. Konan sem sagði svo glettin í níræðisafmæl- inu sínu að hún „ætlaði sko ekki að verða hundrað ára!“ hefur staðið við sitt. Eftir situr sökn- uður og ómælt þakklæti fyrir að Helga Hobbs HINSTA KVEÐJA Dýpstu samúð votta ég fjölskyldu og vinum Helgu Hobbs og kveð hana með kvæði mínu: Er líður þú inn í ljóssins heima, líkni þér engla fjöld. Megi góður Guð þig geyma, og gleðin taka völd. Björg Jakobsdóttir. Fallinn er frá nágranni, félagi og vinur. Hann var lærður vélvirki og starfaði m.a. hjá Þórisósi þar til hann keypti jörðina Þverá og bústofn þar árið 1976 og bjó þar í 30 ár. Jörðin er austasta jörð á Síðunni og þá í Hörgs- landshreppi sem síðan varð að Skaftárhreppi með sameiningu allra hreppa austan Mýrdals- sands. Margs er að minnast þau 30 ár sem við vorum þar nágrann- ar og samstarfsmenn. Jörðin Þverá er stór og þau Kristjana tóku þar við allgóðu búi. Bónd- inn sem bjó þar áður hafði byggt íbúðarhús, girt heiðar- landið og ræktað nokkur tún en Davíð byggir svo við og stækk- ar íbúðarhús og ræktar stórt tún um 6 km frá bænum á svo- nefndri Ey. Þar höfðu þau hjón byrjað að planta skógi auk þess sem þau höfðu komið sér upp fögrum skrúðgarði við hús sitt heima á Þverá. Jarðir okkar lágu saman og Davíð I. Pétursson ✝ Davíð I. Pét-ursson fæddist 1. nóvember 1944. Hann lést 9. janúar 2017. Útför Davíðs fór fram 23. janúar 2017. oft gekk töluvert af fé mínu í heiðinni hjá honum og minnist ég margra skemmtilegra smaladaga frá þeim tíma. Fyrst hjá honum og síðan í hrauninu hjá mér næsta dag og þá gangandi og er mér minnisstætt hve hann var fljót- ur að hlaupa í hrauninu fyrir rollurnar sem vildu sleppa. Þá minnist ég veislunnar hjá Krist- jönu sem við afréttarsmalar nutum hjá henni en Þverá er næsti bær við afréttinn. Þegar þau hjón komu að Þverá var þar ekki mikill véla- kostur og fyrsta sumarið munu þau hafa notað gömul tæki við heyskapinn en Davíð endurnýj- aði þau fljótt og haganlega enda vélvirki sjálfur, gerði við gömul og smíðaði ný. Fyrir lítið sveitarfélag er það mikill missir er ungur fjölhæfur bóndi hættir búskap á góðri vel hýstri jörð en jörðin byggðist ekki aftur. Eftir að hafa slasast við bústörfin seldu þau hjón jörðina og fluttu á Álftanes. Við hjónin vottum fjölskyldu Davíðs og aðstandendum inni- legustu samúð. Ólafur J. Jónsson, bóndi á Teygingalæk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.