Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Eiður Svanberg Guðna- son, fv. þingmaður, ráð- herra og sendiherra, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudag- inn 30. janúar sl., á 78. aldursári. Eiður fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1939. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1959, stundaði nám í stjórn- málafræði við háskól- ann í Delaware í Banda- ríkjunum 1960-61, varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962, lauk BA-prófi í ensku og enskum bókmenntum við HÍ 1967 og stundaði nám í sjónvarpsfræðum og upptökustjórn hjá ITV í London 1967 og hjá sænska sjónvarpinu 1968. Eiður var blaðamaður og síðar rit- stjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu 1962-67, var yfirþýðandi og frétta- maður Sjónvarpsins 1967-78 og vara- fréttastjóri 1971-78. Hann var þingmaður Alþýðuflokksins í Vest- urlandskjördæmi 1978- 93, þingflokksformaður 1983-91 og umhverfis- ráðherra og samstarfs- ráðherra Norður- landanna 1991-93. Eiður var sendiherra Íslands í Ósló í Noregi 1993-98 og fleiri um- dæmislöndum sendi- ráðsins, fyrsti skrif- stofustjóri Auðlinda- og umhverfis- skrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998-2001, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada 2001-2002 og sendiherra Íslands í Kína og um- dæmislöndum þess sendiráðs 2002- 2006 og skrifstofustjóri menningar- málaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins 2006. Eiður var skipaður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum 2007 og var fyrsti diplómatíski emb- ættismaður annars ríkis í Færeyjum. Hann lét af störfum í utanríkisþjón- ustunni í ársbyrjun 2009. Eiður stjórnaði gerð fjölda heim- ildarkvikmynda og þýddi útvarps- leikrit og útvarpssögur. Hann sat m.a. í stjórn Blaðamannafélags Ís- lands 1968-73 og var formaður þess 1971-72. Eiður sat í flokksstjórn Al- þýðuflokksins 1964-69 og 1978-93, var varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1966-70, sat í útvarpsráði 1978-87 og var formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis 1979-80. Hann sat í Norðurlandaráði 1978-79 og 1981-89, var formaður Íslandsdeildar ráðsins 1978-79 og í forsætisnefnd þess. Eiður kvæntist Eygló Helgu Har- aldsdóttur píanókennara 16. mars 1963. Hún lést 13. maí 2015. Börn Eiðs og Eyglóar eru Helga Þóra, Þórunn Svanhildur og Haraldur Guðni. Andlát Eiður Svanberg Guðnason Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 Haffi 777 2000 Grétar 777 2001 Stærðir 200x200 210x210 220x220 235x235 8 hyrnt LOK Á POTTA HITAVEITUSKELJAR Mikið úrval Litir: Grátt Brúnt Kvenfélagskonur komu saman á Hallveigarstöðum í gær til að fagna degi kvenfélagskonunnar. Dagur kvenfélagskonunnar hefur verið haldinn há- tíðlegur 1. febrúar hvert ár síðan 2010. Fjölmörg dagatöl og dagbækur geta dagsins og hefur hann fest sig í sessi á undanförnum árum. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnaði því einnig 87 ára afmæli sínu í gær. Morgunblaðið/Eggert Kvenfélagskonur nutu veitinga á Hallveigarstöðum Dagur kvenfélagskonunnar var haldinn hátíðlegur í gær og komu kvenfélagskonur saman í tilefni þess HB Grandi hefur lagt til hliðar áform um fram- kvæmdir við fisk- þurrkun á Akra- nesi. Vilhjálmur Vilhjálmsson for- stjóri segir að far- ið verði yfir áformin í heild sinni og allir möguleikar skoðaðir. „Við erum fyrst og fremst að af- létta óvissu sem starfsfólk okkar hefur verið í hátt í ár með því að til- kynna þetta. Ljóst er að við erum ekki að fara að þurrka þarna fisk á þessu ári og væntanlega ekki held- ur því næsta,“ segir Vilhjálmur. Fyrirtækið hefur verið að afla leyfa fyrir enduruppbyggingu að- stöðunnar á Akranesi. Ekki er búið að ganga frá deiliskipulagi. HB Grandi hætti að þurrka fisk á Akranesi í apríl á síðasta ári vegna markaðsaðstæðna. Markaður fyrir þurrkaðar afurðir hefur verið erf- iður vegna lítillar kaupgetu í Níg- eríu og virðist ekki vera að lagast. Þrettán af 26 starfsmönnum var tryggð atvinna í öðrum starfs- stöðvum HB Granda á Akranesi. Þeim 13 sem eftir eru hefur verið boðin vinna hjá dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. helgi@mbl.is Ekki farið í fram- kvæmdir við fisk- þurrkun á Akranesi Þurrkað Mark- aður er erfiður. Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar felldu tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að leita umsagnar Vegagerðar- innar, lögreglunnar, Samgöngustofu og samtaka sveitarfélaga áður en skýrsla starfshóps um lækkun um- ferðarhraða á götum borgarinnar vestan Kringlumýrarbrautar yrði tekin til afgreiðslu. Skýrslan var samþykkt á fundi í gær með atkvæð- um meirihlutans en fulltrúar minni- hlutans greiddu atkvæði á móti. Stefnumótun skýrslunnar felur m.a. í sér að umferðarhraði í íbúð- argötum verði lækkaður í 30 kíló- metra á klukkustund, hraði á Hring- braut og Miklubraut, vestan Kringlumýrarbrautar, lækkaður úr 50 km í 40 og á Sæbraut úr 60 km í 50. Halldór Halldórsson, Sjálfstæðis- flokki, segir að fulltrúar flokksins í ráðinu styðji tillögur um lækkun hraða í íbúðargötum. Sömuleiðis í Lækjargötu enda sé þar náið sam- spil ökutækja og gangandi vegfar- enda. Hins vegar sé ekkert í skýrsl- unni sem sannfæri þá um að lækkun á ökuhraða á Hringbraut og Miklu- braut og Sæbraut sé til góðs. Í bókun Halldórs og Mörtu Guð- jónsdóttur á fundinum kemur fram það sjónarmið að slíkar aðgerðir myndu draga úr umferðarflæði, auka mengun og lengja ferðatíma borgarbúa en draga ekki úr hættu fyrir gangandi vegfarendur. Halldór bendir á að flest slysin verði á ljósa- stýrðum gatnamótum. Borgin þurfi að einbeita sér að úrbótum á þeim, til dæmis með gerð göngubrúa eða undirganga. Einstakar aðgerðir kynntar Halldór furðar sig á því að meiri- hlutinn skuli ekki vilja leita álits Vegagerðarinnar, sem er veghaldari á hluta gatnanna, lögreglunnar og fleiri stofnana. Fulltrúar meirihlut- ans, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata, sögðu að vinnan hefði verið kynnt víða á með- an skýrslan var í vinnslu. Þegar stakar aðgerðir kæmu til fram- kvæmda yrði samráð haft við við- komandi málsaðila. Varðandi tillög- urnar í heild kemur sú skoðun fram í bókun meirihlutans að mikill sam- félagslegur ávinningur felist í auknu öryggi og umhverfisgæðum fyrir íbúa borgarinnar. helgi@mbl.is Fellt að leita álits veghaldara  Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði samþykkja stefnu- mörkun um lækkun umferðarhraða á Hringbraut, Sæbraut og í íbúðagötum Morgunblaðið/Ómar Miklabraut Mikið álag er á stofnbrautum á annatímum og umferðin hæg. Skrifstofustjóri skrifstofu um- hverfisgæða hjá Reykjavíkurborg telur æskilegt að banna sorp- kvarnir sem mjög ryðja sér til rúms í eldhús- vöskum á heim- ilum borgarbúa. Þar eru matarleifar hakkaðar nið- ur í holræsakerfi borgarinnar. Kemur þetta álit fram í svari við fyrirspurn Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofustjórinn segir að kvarnirnar auki verulega álag á fráveitukerfið, álag sem það sé ekki hannað fyrir. Úrgangurinn safnist fyrir í kerfinu og valdi miklum kostnaði við hreinsun og jafnvel skemmdum. Tekur hann þó fram að ekki hafi orðið vart aukins rottu- gangs en fyrirspyrjendur vöktu at- hygli á því að hakkaðar matarleifar frá heimilum gætu hjálpað músa- og rottustofnum að þrífast. Vill banna sorp- kvarnir á heimilum Vaskur Sorpkvörn er ekki góð lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.