Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 11

Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR OFBELDI. NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN? Opið í dag 11-16 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Jakkar kr. 8.900.- Str. S-XXL Litir: bleikt, grátt, svart,blátt Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is VERÐHRUN afsláttur af fatnaði og skóm! 60% gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Kringlunni 4c – Sími 568 4900Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi NÝ SENDING AF FLOTTUM VORVÖRUM Afmælisrit Davíðs Þórs Björgvinssonar Skráning á heillaóskaskrá Í tilefni af sextugsafmæli Dr. Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors og fyrrum dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, gefur Hið íslenska bókmenntafélag út afmælisrit honum til heiðurs. Þeir sem vilja heiðra Davíð Þór á þessum tímamótum geta fengið nöfn sín skráð á heillaóskaskrá, Tabula Gratulatoria, sem birtist fremst í ritinu. Nánari upplýsingar: afmaelisritdthb Hægt er að skrá sig með því að senda póst á svala@ru.is eða í síma 893-0910. Samtökin ’78 boða til þjóð- fundar hinsegin fólks í dag. Verð- ur fundurinn haldinn undir yf- irskriftinni Sam- takamátturinn 2017. Samtökin héldu einnig slíkan þjóðfund árið 2013. María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, segir í til- kynningu að markmið fundarins sé ekki síst að móta stefnu félagsins til lengri tíma. Haft er eftir Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur, framkvæmdastjóra félagsins, að frá árinu 2013 hafi Ísland dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á rétt- indum hinsegin fólks, Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Húsið verður opnað klukkan 13, dagskrá hefst klukkan 13.30 og fundurinn stendur til klukkan 17. Þjóðfundur hinsegin fólks haldinn í dag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ágúst Einarsson, fyrrverandi pró- fessor, rektor og alþingismaður, mun í dag afhenda Bókasafni Vestmannaeyja fyrsta skammtinn úr stórri bókagjöf sinni til safns- ins. Bækurnar gefur hann til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, útgerðar- og athafna- mann í Vestmannaeyjum, og af- hendir þær á 111. afmælisdegi hans. Bækur þessar eru meðal annars allar útgáfur Biblíunnar sem prentaðar voru á biskupssetr- unum í Skálholti og á Hólum, það er Guðbrandsbiblía frá 1584, Þor- láksbiblía sem prentuð var 1644 og útgáfa af Steinsbiblíu úr Skál- holti frá 1728. „Kolfágætar bækur“ „Þetta er einstök gjöf og flestar bókanna sem við fáum eru kol- fágætar. Þetta breytir bókasafn- inu okkar í Eyjum í öflugt fágæt- issafn á landsvísu og ætlunin er að gera ritin sýnileg og aðgengileg bæjarbúum og öðrum sem vilja sjá margar af helstu perlum bóksög- unnar. Jafnframt er á prjónunum að efna til viðburða þar sem efni ritanna verður kynnt,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safna- húss Vestmannaeyja. Af öðru en Biblíunum sem leynist í gjöfinni, sem er um 1.500 bækur, má nefna stafrófskver frá 1753 og latínurit frá 1556 og það er hvergi til í opinberum söfnum og stafrófskverið aðeins á Lands- bókasafni. Mikið úrval annarra fá- gætra höfuðrita íslenskrar bók- mennta er þarna einnig að finna, svo og frumútgáfur fyrstu bóka helstu þjóðskáldanna, svo sem Benedikts Gröndals, Davíðs Stef- ánssonar, Gunnars Gunnarssonar og Matthíasar Jochumssonar. Einnig heildstæð söfn tímarita, allt í frumútgáfum og þar má nefna Fjölni, Íslensk sagnablöð, Klausturpóstinn, Ný félagsrit, Minnisverð tíðindi og Sunnanpóst- inn. Margt af þessu ritmáli er hvergi til nema á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Minningin ekki betur heiðruð Bókagjöf Ágústs Einarssonar verður skráð í Gegni, skráningar- kerfi bókasafna undir formerkjum Ágústssafns. Verður það uppi- staðan í fágætissafni bókasafnsins í Eyjum á líkan hátt og safn Dav- íðs Stefánssonar er á Akureyri og safn sr. Eiríks J. Eiríkssonar Þingvallaprests í Bókasafni Ár- borgar. „Ég hef safnað bókum alveg síð- an ég var ungur maður og safnið er því orðið stórt. Mér finnst við hæfi að gefa það til Vest- mannaeyja,“ segir Ágúst Ein- arsson. Bókaáhugann segir Ágúst m.a. kominn frá föður sínum, Ein- ari Sigurðssyni (1906-1977), sem á sinni tíð var umsvifamestur ís- lenskra útgerðarmanna. En Einar var líka menningarlega sinnaður; sjálfur átti hann mikinn fjölda bóka og í Eyjum setti hann á laggirnar bókasafn fyrir starfsfólk sitt hjá Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja. „Mér finnst minning föður míns varla betur heiðruð en að gefa bækurnar mínar til Eyja, fólki þar til fróðleiks og ánægju,“ segir Ágúst. Einstakt bókasafn til Vestmannaeyja  Ágúst Einarsson gefur Bókasafni Vestmannaeyja 1.500 fágæt rit í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bókamaður Ágúst Einarsson með fáeinar bækur úr safni sínu. Í baksýn er mynd af föður hans. Bókaáhugann segir Ágúst m.a. kominn frá föður sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.