Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 12
Þegar tískuvikan gengur í garð í stóra eplinu New York í Bandaríkj- unum, þá ætlar allt vitlaust að verða og hönnuðir keppast um að vekja sem mesta athygli. Hönnuðurinn Richie Rich, sem hér sést með rauða húfu meðal fyrirsæta á nýlegri sýn- ingu sinni, tók þetta alla leið og lék sér með hugmyndir okkar um konur og karla. Hann lét vöðvastælta karl- menn klæðast kjólum, pilsum og öðr- um flíkum sem við erum vön að sjá konur klæðast. Vakti þetta þó nokkra lukku, enda fátt eins hressandi og að hrista upp í viðteknum venjum, tísk- an á jú að ögra og vekja okkur. Richie hefur komið víða við. Auk þess að hanna tískufatnað, var hann sjón- varpsstjarna, söngvari og sveif á skautum. Á tískupöllunum í New York er mikið um dýrðir og ögranir hverskonar Richie Rich leikur sér með kynhlutverkin AFP 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 samstarfi við borgaryfirvöld í Mexíkó- borg sett á laggirnar sérstaka kvenna- strætóa fyrir konur, í Nýju Delí hafa borgaryfirvöld bætt götulýsingu og breikkað gangstéttir og fyrir tilstilli verkefnisins í Ríó de Janeiro var búið til snjallsímaforrit með staðsetningartæki með upplýsingar um næstu lögreglustöð og hvert konur geti leitað séu þær beittar ofbeldi,“ segir Inga Dóra og bætir við að það sé ósk UN Women á Íslandi að lands- menn taki þátt í að auka öryggi kvenna og stúlkna í borgum um allan heim með því að kaupa Fokk ofbeldi húfuna, og mótmæla ofbeldi á táknrænan hátt með því að setja hana á kollinn. „Ágóðinn rennur til fyrrnefnds verkefnis, UN Women Öruggar borgir (Safe Cities Global Initiative), en það er gaman að geta þess að fyrirtækið Voda- fone styrkti framleiðsluna og fyrir vikið rennur allur ágóði til verkefnisins.“ Fokk ofbeldi húfan er ætluð full- orðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur kon- um verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Fokk ofbeldi húfan fæst í verslun Vodafone í Kringlunni og á vefsíðunni www.unwomen.is dagana 10.-24. febrúar. Húfan kostar 4.500 krónur og aðeins til í takmörkuðu upplagi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er með stolti sem UN Women á Íslandi kynnir nýjaFokk ofbeldi húfu, en húfunnier ætlað að vekja fólk til vit- undar um hið stöðuga ofbeldið sem konur og stelpur þurfa að þola á almennings- svæðum í borgum veraldarinnar. Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir að ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum sé vandamál um allan heim. „Samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna eru konur sem búa á þéttbýlissvæðum tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátæk- ustu löndum heims. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og hér hjá okkur í Reykjavík, þá verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi fyrir það eitt að vera konur. Víða um heim er slíkt ofbeldi dag- legt brauð sem hamlar konum að lifa eðli- legu lífi eins og til dæmis að ferðast til og frá vinnu, ganga í skóla eða eiga sér fé- lagslíf.“ Inga Dóra segir að með verkefninu Öruggar borgir (Safe Cities Global Initiative) vinni UN Women að því að gera borgir heimsins öruggari fyrir kon- ur og stúlkur með sértækum lausnum út frá svæðisbundnum veruleika. „Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Til dæmis hefur UN Women í Stöndum saman gegn ofbeldi UN Women fór af stað með herferðina Fokk ofbeldi í gær þegar ný FO húfa var sett í sölu. Í tilefni af átakinu tók ljósmyndarinn Saga Sig myndir af ýmsum þekktum og óþekktum aðilum með húfuna. Myndirnar eru litríkar og tákna margbreytileika samfélagsins og hvernig við öll saman berjumst gegn ofbeldinu og getum breytt samfélaginu í réttlátara samfélag. Þau bera FO húfuna með stolti Eva María Jónsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Toshiki Toma og systkinin Auðunn og Hrafnhildur Lúthersbörn, settu öll upp húfuna góðu. Ljósmyndir/Saga Sig  1 af hverjum 3 konum í heim- inum hefur þurft að þola of- beldi. Ein af hverjum fimm þurft að þola kynferðislegt of- beldi.  99,3 prósent kvenna og stúlkna á þéttbýlissvæðum í Egyptalandi hafa upplifað kyn- ferðislega áreitni og um helm- ingur þeirra verður fyrir áreitni daglega.  95 prósentum kvenna í Nýju Delí á Indlandi finnst þær ekki öruggar á götum úti. 73 prósent þessara kvenna upp- lifa ekki einu sinni öryggi í sínu nánasta umhverfi.  Um 70 prósent íslenskra kvenna upplifa sig óöruggar í miðborg Reykjavíkur að næturlagi.  Yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilis- ofbeldi er ekki refsivert.  Konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður-Afríku.  Í Brasilíu deyja 10 konur daglega vegna heimilisofbeldis. Ástæður þess að UN Women vinnur að því að gera borgir öruggari EIN AF HVERJUM ÞREMUR KONUM ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.