Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
HERRASKÓR
Skechers Ellington
spariskór fyrir herra
með Memory Foam
innleggi.
Fást einnig í brúnu.
Stærðir 41-48,5.
VERÐ 15.995
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Enn eina ferðina hafa alþingismenn
kallað eftir betra skipulagi á þing-
störfunum.
Í níu mínútna löngum umræðum
um fundarstjórn forseta nú í vik-
unni var sérstaklega rætt um liðinn
„Störf þingsins“, sem er á dagskrá
tvisvar í viku. Af umræðunum má
ráða að þingmenn geti byrjað að
skrá sig á mælendaskrá með tölvu-
pósti klukkan átta að morgni. Mæl-
endaskráin er fljót að fyllast og því
vissara að hafa snör handtök.
Minnir þetta fyrirkomulag á þann
hátt sem hafður er hjá mörgum
golfklúbbum þegar kylfingar eru að
panta sér rástíma.
Þingmaður Samfylkingar, Oddný
G. Harðardóttir, lýsti raunum síns
flokks:
„En mig langar sérstaklega að
tala um liðinn störf þingsins, hvern-
ig við skráum okkur inn á þann lið.
Ég get sagt frá því að við sátum
þrjú í þingflokki Samfylkingarinnar
í þingflokksherberginu. Við vorum
komin þangað 10 mínútur fyrir átta
því að við áttum að fara á annan
fund klukkan átta en vildum gjarn-
an skrá Loga Einarsson, formann
Samfylkingarinnar, inn svo hann
gæti talað um að Gylfi Þ. Gíslason
hefði orðið 100 ára í dag ef hann
hefði lifað. Við biðum eftir laginu
sem kemur á undan átta-fréttunum
í Ríkisútvarpinu. En í morgun var
lagið of seint. [Hlátur í þingsal]. En
við áttuðum okkur á því og ýttum á
„send“ og hann var númer níu í
röðinni. Klukkan var bara rétt
nokkrar sekúndur yfir átta. Þetta
er eiginlega bara brandari, frú for-
seti.“
Krakkar skríðandi
yfir hausinn
Píratinn Björn Leví Gunnarsson
hóf umræðuna um fundarstjórn for-
seta og hafði þetta að segja m.a:
„Virðulegi forseti. Mig langar til
að minnast aðeins á fundarliðinn
störf þingsins. Þess vegna var ég
að reyna að komast að hérna áðan
þegar störf þingsins voru. Það virk-
ar þannig að klukkan átta þarf að
senda tölvupóst til að panta tíma í
störfum þingsins. Hjá mörgum okk-
ar er það sá tími þar sem við erum
með krakka skríðandi yfir hausinn
á okkur og erum að reyna að koma
þeim í skólann. Það er mjög flókið
að ná þessu öllu saman akkúrat á
þeim tíma. Það er líka mjög mikið
misvægi ef maður stillir það þannig
að pósturinn sendist sjálfkrafa, þá
er þetta bara orðið eins og að kasta
teningi.“
Þyrfti að straumlínulaga
Jón Steindór Valdimarsson í Við-
reisn er nýr þingmaður. Svona
blasti nýr vinnustaður við honum:
„Frú forseti. Það er alveg óhætt
að taka undir það að það er svolítið
sérkennilegt að koma inn á þennan
stað, sem ég vil nú ekki kannski
kalla vinnustað, en engu að síður
erum við að starfa hérna saman.
Maður áttar sig á því að eðli þing-
starfa er dálítið annað en að starfa
í fyrirtæki þar sem stjórn fer með
stjórn fyrirtækisins og menn vita
nokkurn veginn hvað þeir eiga að
gera. En ég vil taka undir það að
það væri voða gott ef hægt væri að
straumlínulaga þetta örlítið. En ég
hef verið utan þings lengi og kann-
ast einhvern veginn við umræðuna.
Hún virðist vera alveg nákvæmlega
sú sama á hverju einasta þingi,
sama hverjir eru á þingi og sama
hverjir stjórna þinginu, þannig að
kannski er þetta bara ekki hægt.“
Forseti Alþingis, Unnur Brá
Konráðsdóttir, lauk umræðunni:
„Forseti hefur móttekið skilaboð
þingmanna og vill koma því á fram-
færi að forseti hefur óskað eftir til-
nefningum í þingskapanefnd frá öll-
um þingflokkum þar sem farið
verður yfir með hvaða hætti við
viljum mögulega íhuga breytingar á
þingsköpum.“
Voru of sein að ýta
á takkann „send“
Þingmenn slást um að fá að tala í „Störfum þingsins“
Morgunblaðið/Eggert
Björn Leví Það er mjög flókið að ná þessu öllu saman akkúrat á þeim tíma.
Frá áramótum hefur Hringurinn
veitt styrki til tækjakaupa á Barna-
spítala Hringsins og Landspítala
upp á 20,5 milljónir króna.
Stærsti styrkurinn, tæpar 13
milljónir, er til vökudeildar vegna
endurnýjunar á gjörgæslukerfi en
m.a. verða keyptir 14 nýir gjör-
gæsluvagnar. Hjarta- og brjósthols-
skurðlækningar á LSH við Hring-
braut fengu 4,2 milljónir til að kaupa
blóðstorkumæli. Tækið gerir kleift
að mæla nákvæmlega hvort og þá
hvaða efni vanti til eðlilegrar blóð-
storku hjá sjúklingum sem er að
blæða eða eru í aukinni hættu á að
blæða.
Skurðstofa E-5 á LSH Fossvogi
fékk 3,4 milljónir kr. til að kaupa
linsur til aðgerða á eyrum barna og
berkjuspeglunartæki. Tækið er t.d.
notað til að að sækja aðskotahluti í
lungnaberkjur, skoða lungnabygg-
ingu eða gera á þeim aðgerðir. Einn-
ig nýtast tækin þegar illa gengur að
tryggja loftveg barna við svæfingu.
20 milljóna styrkir
frá Hringnum
Barnaspítalinn Hringurinn hefur veitt myndarstyrki frá áramótum.
Borgarráð hefur staðfest álit nafna-
nefndar sem lagðist gegn því að heiti
Hallsvegar í Grafarvogi yrði breytt í
Fjölnisbraut.
Hugmyndin að nafnbreytingunni
er upphaflega komin frá Hverfisráði
Grafarvogs, sem vildi tengja nafn
götunnar við íþróttafélag hverfisins,
Fjölni. Rökin voru m.a. þau að
vegurinn tengdi stóran hluta Graf-
arvogs við helstu íþrótta- og frí-
stundamannvirki hverfisins. Meðal
annars lægi vegur þessi meðfram
keppnisíþróttavelli og sundlaug við
Dalhús.
Nafnanefndin kom saman í byrjun
árs og fjallaði um þetta mál og fleiri.
Fundinn sátu Ármann Jakobsson,
Guðrún Kvaran, Borghildur Sturlu-
dóttir og Nikulás Úlfar Másson.
Nöfn hluti af þróunarsögunni
Nafnanefndin segir í greinargerð
með hinni neikvæðu umsögn að heiti
gatna sé hluti af þróunarsögu
Reykjavíkur og myndi því stóran
kafla í safni örnefna í landi Reykja-
víkur. Það sé að öllu jöfnu ekki talið
rétt að breyta götuheitum og teljist
þau rök að um mikilvæga starfsemi
sé að ræða ekki nægjanleg ástæða
til þess að breyta eldri götuheitum.
Ef af þessari breytingu yrði skap-
aðist slæmt fordæmi, þar sem vænta
mætti að mörg starfsemi teldi sig til
þess komin að eftir henni yrði nefnd
gata í Reykjavík.
Þegar tillagan um nafnbreytingu
var til umfjöllunar í umhverfis- og
skipulagsráði var fulltrúi Fram-
sóknar og flugvallarvina, Sveinbjörg
B. Sveinbjörnsdóttir, henni með-
mælt.
Í bókun benti hún m.a á fordæmi,
sem væri heitið Fylkisvegur. Þá
minnti hún enn fremur á að nafni
götunnar Bratthöfða hefði á sínum
tíma verið breytt í Svarthöfða og þar
hefði verið vitnað í nafn í frægri bíó-
myndaröð.
Á sama fundi nafnanefndar gerði
hún tillögu um að torg á horni Póst-
hússtrætis og Tryggvagötu yrði
nefnt Bæjartorg.
Í greinargerð segir að árið 1884
hafi fyrsta bryggjan á vegum yfir-
valda í Reykjavík verið byggð.
Bryggja þessi lá beint út frá Póst-
hússtræti og var hún byggð á þeirri
hugsjón að vera fyrsta bryggjan sem
almenningu hefði frjálsan aðgang
að. Bryggjan fékk heitið Bæjar-
bryggjan en síðar var farið að kalla
hana Steinbryggjuna. Féll þá nafn
Bæjarbryggju í gleymskunnar dá.
Þess má í lokin geta að torg þetta
er eflaust þekktast fyrir þá sök að
þar stendur einhver frægasti pylsu-
vagn í heimi, Bæjarins bestu.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Fjölnisvöllur Félagið fær ekki götuheiti í sínu nafni eins og óskað var eftir.
Nafnanefnd lagðist
gegn Fjölnisbraut
Nafnbreyting gæti skapað fordæmi