Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vindhraðametið í Reykjavík er rúmlega 75 ára gamalt, frá 15. jan- úar 1942. Minnst var lítillega á metið í frétt í blaðinu í gær en hér verður fjallað nánar um það. Frásögnin er byggð á samantekt Flosa Hrafns Sigurðssonar veðurfræðings frá árinu 2008, en hana má finna á vef Veðurstofunnar undir heitinu „Fróðleikur“. Í samantekt Flosa kemur meðal annars fram hvernig gögn um veðurmetið fundust fyrir tilviljun í brotajárnshaug hjá Sindra við Sundahöfn árið 1987. Mælt á Reykjavíkurflugvelli Suðaustan fárviðri gekk yfir suð- vestanvert Ísland fimmtudaginn 15. janúar 1942. Á Reykjavíkur- flugvelli, þar sem bæði breski og bandaríski flugherinn höfðu bæki- stöð, mældist þá meiri vindhraði í vindhviðu en vitað er til að mælst hafi í annan tíma í Reykjavík. Á bandarískri veðurstöð á flug- vellinum mældist meðalvindhraði mest 89 mílur á klukkustund kl. 12.20 og 12.30 en það samsvarar 77,3 hnútum eða 39,8 metrum á sekúndu. Mesta vindhviða mældist hins vegar 133 mílur á klukkustund og er sú tala endurtekin fjórum sinn- um milli kl. 12.20 og 13.10. Sam- svarar hún 115,5 hnútum eða 59,5 m/s. Er það talin mesta vindhviða sem mælst hefur í Reykjavík. „Það er tilgangur þessarar stuttu greinargerðar að vekja at- hygli á vindhraðametinu í Reykja- vík, 59.5 m/s, og birta skjöl sem staðfesta það, en enginn vind- hviðumælir var á Veðurstofu Ís- lands á þessum tíma,“ segir Flosi Hrafn í grein sinni. Svo vildi til að prentaraverkfall var um miðjan janúar 1942 og af þeim sökum kom aðeins út eitt dagblað í Reykjavík, Alþýðublaðið. Fregnir af veðrinu og sköðum af þess völdum voru því takmarkaðar. Við bættist að ekki mátti skýra frá tjóni sem varð hjá breska eða bandaríska hernum hér á stríðs- árunum. Í Veðráttunni, tímariti Veðurstofunnar fyrir janúar 1942, er greint frá miklum sköðum sem urðu á sjó og landi í óveðrinu þann 15. janúar, en ekki skýrt frá því mikla tjóni sem varð á Reykja- víkurflugvelli og sjóflugvélum á Skerjafirði. Leikari kom færandi hendi Nú gefum við Flosa Hrafni orðið: „Hákon Jens Waage, leikari við Þjóðleikhúsið, kom óvænt fær- andi hendi á Veðurstofu Íslands þann 9. febrúar 1987. Hitti hann að máli Öddu Báru Sigfúsdóttur, deildarstjóra veðurfarsdeildar. Skýrði hann svo frá að hann hefði unnið í hjáverkum við brotajárn hjá Sindra í Sundahöfn, þegar þangað voru fluttir tveir pen- ingaskápar til förgunar. Voru þeir læstir. Rétt þótti að opna skápana með logskurði, þótt ekki reyndist það létt verk. Annar skápurinn var tómur, en í hinum voru skjöl. Því miður höfðu skjölin sviðnað og brunnið að hluta við logskurðinn, en það tókst að kæfa eld í þeim. Hákon sá við athugun að skjölin voru frá breska flughernum og fjölluðu um mikið illviðri og tjón af þess völdum á Reykjavíkurflugvelli 15. janúar 1942. Við eftirgrenslan komst Hákon að því að skáparnir höfðu komið frá Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli. Réttilega taldi Hákon að hér gæti verið um að ræða mikilsverðar heimildir fyr- ir Veðurstofuna og afhenti skjölin því Öddu Báru. Þökk og lof sé Há- koni Waage.“ Frumskjalið var sviðið Í peningaskápnum var bréf þar sem maður að nafni J.H. Brazell, foringi í breska flughernum á Ís- landi, sendir yfirmönnum bresku flugsveitarinnar í Reykjavík og með bréfinu fylgdu niðurstöður vindmælinga bandarísku veður- stöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli í illviðrinu 15. janúar 1942. Því miður var frumskjalið sviðið og brunagat er þar sem tímaskráning hefur verið milli kl. 11.20 og 12.00. Aðrar tölur var unnt að lesa á frumritinu. Eins og áður segir er mesta hviða, 133 mílur á klukkustund eða 59.5 m/s, skráð fjórum sinnum í röð kl. 12.20, 12.30, 12.45, og 13.10. Er það óvanalegt og gæti hugsan- lega bent til að síriti hafi náð því hámarki sem hann getur sýnt. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Reykjavíkurflugvöllur Gamli flugturninn var reistur á stríðsáunum og set- ur mikinn svip á völlinn. Í turninum voru gerðar daglegar veðurmælingar Veðurgögn í brotajárni  Vindhraðametið fyrir Reykjavík er 75 ára gamalt  Mesta vindhviðan 59,5 m/s  Gögnin um veðurmetið fundust fyrir tilviljun í brotajárnshaug við Sundahöfn Ljósmynd/Veðurstofan Gögnin Þetta eru bréfin sem fundust í peningaskápnum í Sundahöfn. Til vinstri er bréf foringjans Brazell og til hægri niðurstöður mælinga. Sundahöfn Brotajárn hefur verið endurunnið þar um áraraðir. Borgarráð hefur samþykkt vilja- yfirlýsingu um að kannað verði hvort unnt sé að flytja starfsemi Björgunar ehf. á lóð í Gunnunesi á Álfsnesi. Eins og fram hefur komið í frétt- um mun Björgun flytja starfsemi sína úr Ártúnshöfða eigi síðar en í maí 2019. Fyrir liggur umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar þar sem fram kemur að ekki sé lagst gegn því að Gunnunes á Álfsnesi sé skoðað fyrir starfsemi Björgunar ehf. Öll möguleg umhverfisáhrif þyrfti hins vegar að skoða gaum- gæfilega. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu Reykjavíkurborg og Björgun ehf. eiga samstarf sem felst m.a. því að starfshópur verður skipaður sem annast utanumhald um verk- efnið hjá Reykjavíkurborg. Borgin gerir verksamning við ráðgjafar- fyrirtækið ALTA sem framkvæmir upplýsingaöflun og forathugun á því hvort staðsetning í Gunnunesi á Álfsnesi sé ákjósanleg, með tillliti til umhverfis og annarra þátta. Þetta verður framkvæmt í því augnamiði að sótt verði um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð handa Björgun ehf., ef jákvæð nið- urstaða fæst. sisi@mbl.is Kannað hvort Gunnu- nes henti Björgun Í Veðráttunni, janúarheftinu 1942, segir: „Í ofviðrinu þann 15. urðu miklir skaðar á sjó og landi. Erlent skip strandaði við Mýrar, af 27 manna skipshöfn fórust 25, þar af 2 Íslendingar. Fjögur erlend skip strönduðu á Akureyjarrifi við Rvk. og á Eng- ey; mannbjörg. Í Rvk. fauk girð- ingin um íþróttavöllinn, hellur fuku af húsum og tré rifnuðu upp með rótum. Smáslys urðu á mönnum. Kirkjan á Melstað í Miðfirði fauk af grunni og sást ekkert eftir af henni. Símabilanir urðu víða um land, m.a. brotnuðu símastaurar. Sæsíminn slitnaði. Í Borgarfirði, Húnavatnssýslu, Ólafsfirði og undir Eyjafjöllum kom það fyrir, að peningshús og önnur útihús fuku. Sjógarðurinn á Eyrarbakka brotnaði. Smærri skemmdir á húsum, heyjum og bátum urðu hér og þar.“ Samkvæmt fréttum í Alþýðu- blaðinu 15. og 16. janúar fuku í Reykjavík þök af húsunum nr. 88 og 98 við Laugaveg og 61 og 63 við Barónsstíg. Í Keflavík sukku tveir vélbátar, Erlingur, 10 smálestir, og Hafaldan, 9 smálestir. Í Hafnarfirði fuku þök og járnplötur sviptust af turni þjóðkirkjunnar. Á Akranesi brotnuðu rúður, þök fuku og nokkrir bílar fuku um koll. Mannskaðar og eignatjón ILLVIÐRIÐ 1942 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.