Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
tískir,“ sagði hann fyrr í vikunni og
dró heilindi og pólitískt hlutleysi
dómstóla landsins í efa.
Þrír dómarar dæmdu í áfrýjunar-
málinu og þeir samþykktu niðurstöð-
una einróma. Tveir þeirra voru til-
nefndir í réttinn í forsetatíð
demókrata en repúblikaninn George
W. Bush tilnefndi þann þriðja. Ein-
róma niðurstaða dómaranna bendir
ekki til þess að Trump sé fórnarlamb
pólitísks samsæris demókrata í
dómskerfinu.
Margra mánaða málarekstur?
Embættismenn í dómsmálaráðu-
neytinu í Washington sögðust vera
að meta kosti sína í stöðunni. Ráðu-
neytið hefur nú tveggja vikna frest
til að óska eftir því að dómstóllinn
endurskoði úrskurðinn, annaðhvort
að sömu dómarar taki málið upp að
nýju eða allir dómarnir, að sögn
fréttaskýranda AFP.
Dómsmálaráðuneytið getur einnig
áfrýjað málinu til hæstaréttar
Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýr-
endur telja að einróma niðurstaða
dómara áfrýjunarréttarins bendi til
þess að dómsmálaráðuneyti geti beð-
ið ósigur aftur komi málið fyrir
hæstarétt.
Þótt áfrýjunarrétturinn hafi hafn-
að kröfunni um að ógilda bráða-
birgðalögbannið á gildistöku tilskip-
unarinnar hefur hann ekki sagt sitt
síðasta orð í málinu, að sögn The
Wall Street Journal. Blaðið segir að
dómstóllinn eigi nú eftir að fara
dýpra í ásakanirnar um að tilskipun-
in samræmist ekki stjórnarskránni
og búist sé við að það taki hann
marga mánuði að komast að loka-
niðurstöðu í málinu. Líklegt þykir að
málinu verði áfrýjað oftar en einu
sinni, hugsanlega til hæstaréttar, og
talið er að málareksturinn geti tekið
meira en ár.
AFP
Mótmæli gegn Trump Kona heldur á veggspjaldi með skopmynd af Donald Trump á útifundi í Teheran í tilefni af
38 ára afmæli íslömsku byltingarinnar í Íran. Umdeild tilskipun forsetans beinist m.a. að ríkisborgurum landsins.
Hyggst áfrýja Donald Trump sagði að úrskurður áfrýjunardómstólsins
vegna umdeildrar forsetatilskipunar hans væri „skammarlegur“.
Donald Trump fullvissaði Xi Jinp-
ing, forseta Kína, um að hann hygð-
ist ekki víkja frá þeirri stefnu að
Taívan og Kína væru formlega eitt
ríki, í fyrsta samtali þeirra í síma
eftir að Trump varð forseti Banda-
ríkjanna.
Talið er að með þessu vilji Trump
draga úr spennunni sem hefur verið
milli ríkjanna eftir að hann sagði í
sjónvarpsviðtali að hann sæi enga
ástæðu fyrir Bandaríkin til þess að
fylgja stefnunni um „eitt Kína“
nema löndin tvö gerðu með sér sam-
komulag um aðra hluti, m.a. við-
skipti og málefni Norður-Kóreu.
Trump hafði einnig reitt kínversk
stjórnvöld til reiði með því að ræða
við Tsai Ing-wen, forseta Taívans, í
síma í desember. Sagðist Trump
ekki ætla að láta Kínverja segja sér
fyrir verkum.
Trump fór oft hörðum orðum um
stjórnvöld Kína fyrir kosningarnar i
Bandaríkjunum í nóvember, sakaði
þau m.a. um að hafa haldið gengi
kínverska gjalmiðilsins óeðlilega
lágu til að auka útflutninginn til
Bandaríkjanna.
Óformleg tengsl
„Trump forseti samþykkti, að
beiðni Xi forseta, að virða stefnu
Bandaríkjanna um „eitt Kína“, sagði
í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Kín-
verska utanríkisráðuneytið sagði að
Xi Jinping hefði fagnað yfirlýsing-
unni. Forsetarnir buðu einnig hvor
öðrum í opinbera heimsókn.
Ráðamenn kommúnista í Peking
líta á Taívan sem uppreisnarhérað
og hafa oft hótað stríði ef eyríkið lýsi
yfir formlegu sjálfstæði. Stjórnvöld í
Bandaríkjunum slitu formlegum
tengslum sínum við Taívan árið 1979
þegar þau viðurkenndu stjórn
kommúnistaflokksins á kínverska
meginlandinu. Bandaríkin hafa hins
vegar séð stjórnvöldum á Taívan
fyrir vopnum til að koma í veg fyrir
að Kínverjar sameini eyjuna og kín-
verska meginlandið með hervaldi.
Hyggst halda stefn-
unni um „eitt Kína“
Kínverjar fagna yfirlýsingu Trumps
Saksóknarar í Danmörku hafa
ákært sextán ára gamla stúlku fyrir
að hafa ætlað að fremja hryðju-
verk. Hún er fyrsta konan sem er
ákærð fyrir hryðjuverkastarfsemi í
Danmörku.
Stúlkan var handtekin í bænum
Kundby á Sjálandi í janúar í fyrra
með sprengiefni sem talið er að hún
hafi ætlað að nota til að sprengja
tvo skóla.
Mikil leynd hefur hvílt yfir mál-
inu frá því stúlkan var handtekin
og hafa dómskjöl þess ekki verið
aðgengileg almenningi og fjöl-
miðlum.
Saksóknari í Kaupmannahöfn
gaf í gær út tilkynningu þar sem
kom fram að stúlkan hefði verið
ákærð fyrir tilraun til þess að
fremja hryðjuverk. Hún hefði ætlað
að sprengja einkaskóla fyrir gyð-
inga (Carolineskolen) í Kaup-
mannahöfn og skóla sem hún gekk
sjálf í, Sydskolen í Fårevejle. Stúlk-
an hafði snúist til íslamstrúar.
Saksóknarinn LiseLotte Nilas
segir að stúlkan sé ákærð fyrir að
hafa búið til sprengjurnar og ætlað
að sprengja þær. 25 ára karlmaður
sem var handtekinn í tengslum við
málið hafi verið látinn laus og verði
ekki ákærður. Maðurinn hafði áður
barist með vígasamtökum í Sýr-
landi og sagt að hann væri félagi
stúlkunnar.
Nilas sagði að ljóst væri að
maðurinn tengdist ekki fyrirætl-
unum stúlkunnar á nokkurn hátt og
því hefði hann verið látinn laus.
Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi
síðan í fyrra.
ÁKÆRA VEGNA HRYÐJUVERKASTARFSEMI Í DANMÖRKU
Sextán ára stúlka undirbjó hryðjuverk
ANNUAL GENERAL MEETING
OF CCP HF.
The annual general meeting of CCP hf., company no. 450697-3469, will be held
on 27 February 2017 at the company’s headquarters at Grandagarður 8,
Reykjavík, starting at 16:00 GMT.
AGENDA:
Report on the company’s state and activities during the 2016 calendar year.
Review and request for approval of the company’s consolidated financial
statements for the year ended 31 December 2016.
Decision on the disposal of the company’s profit or loss for the year ended 31
December 2016.
Decision on remuneration of the members of the Board of Directors.
Proposal by the Board of Directors on the company’s compensation policy.
Election of the Board of Directors.
Election of auditors.
Proposals to amend the Articles of Association:
Proposal to reduce the share capital by cancelling 46,388 of the company’s
own shares as a part of a scheme to reduce the share capital following the
purchase of own shares for an amount between USD 20 and USD 25 per share.
Article 2.01 of the Articles of Association will be amended accordingly.
Proposal to renew an authorization for the Board of Directors under Article
2.03 of the Articles of Association to decide upon an increase of the share
capital by 1,680,735 class A shares to the fulfillment of stock purchase option
agreements with employees. The authorization will be valid until 26 February
2022.
Proposal to renew an authorization for the Board of Directors under Article
2.09 of the Articles of Association to purchase 367,166 of the company’s own
class A shares. The authorization will be valid until 26 February 2022.
Proposal to amendArticle 4.03 to reflect that shareholders controlling at least
1/20 of the share capital can call for a shareholder meeting to be held.
Proposal to amend Article 4.08 to reflect the right of a shareholder to have an
advisor speak on his/her behalf during shareholder meetings.
Other business lawfully brought to the meeting.
Candidates for the Board of Directors need to send notice in writing of their
candidacy to the company’s headquarters at least five days prior to the annual
general meeting.
Reykjavík, 10 February 2017
CCP‘s Board of Directors
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.