Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Vel búnir vegfarendur Margir voru að spássera í miðborg Reykjavíkur í gær, bæði heimamenn og erlendir ferðamenn. Fólk var vel búið og lét nepjuna og vætuna ekki á sig fá.
Golli
Það er staðreynd að
húsnæðisvandinn er
mikill í borginni og
lóðaskortur en borgin
úthlutaði einungis sex
fjölbýlishúsalóðum
með fleiri en fimm
íbúðum á fyrsta 31
mánuði kjörtímabils-
ins. Uppbygging
gengur of hægt, meðal
annars vegna fárra
lóðaúthlutana. Sam-
kvæmt Þjóðskrá Íslands fjölgaði
íbúðum í Reykjavík einungis um
1.644 frá 2010 til ársloka 2016 en
nauðsynlegt hefði ver-
ið að fjölga þeim um
700 á ári á þessu tíma-
bili.
Framsókn og flug-
vallarvinir hafa ítrekað
fjallað um lóðaskort í
borginni og hve nauð-
synlegt er að skipu-
leggja meiri byggð í
Úlfarsárdal og fjölga
þar lóðum svo hægt sé
að takast á við hús-
næðisvandann. Á
grundvelli tillögu
Framsóknar og flug-
vallarvina sem samþykkt var haust-
ið 2015 er verið að endurskoða
skipulag Úlfarsárdals. Úlfarsár-
dalurinn er það svæði þar sem
borgin getur úthlutað lóðum því
flestar þær lóðir sem verið er að
byggja á eða til stendur að byggja
á eru í höndum fasteignafélaga á
dýrustu stöðunum í borginni og
hæpið að þar verði byggðar litlar
og ódýrar íbúðir sem mikil þörf er
á. Það gengur of hægt að byggja til
að mæta þeirri miklu eftirspurn
sem er og slíkt leiðir af sér verð-
hækkanir. Ekki hjálpar til lítið
lóðaframboð borgarinnar og stað-
setning húsnæðisins, en þétting
byggðar leiðir af sér hærra verð
þar sem verið er að byggja á dýr-
ustu stöðum borgarinnar, allt á
kostnað unga fólksins sem hefur
ekki ráð á því húsnæði sem er í
boði.
Það er mikilvægt að stækka
byggðina í Úlfarsárdal til að hverf-
ið verði sjálfbært og þeir innviðir
sem borgin hefur og er að fjárfesta
í komi að sem mestum notum, til
að hægt sé að uppfylla skuldbind-
ingar borgarinnar gagnvart kaup-
endum lóða í hverfinu, til að upp-
fylla skuldbindingar borgarinnar
við Knattspyrnufélagið Fram, til að
koma til móts við væntingar íbú-
anna og til að auka lóðaframboð í
borginni, sem er af skornum
skammti. Stækka þarf hverfið enn
meira en endurskoðun deiliskipu-
lagsins gerir ráð fyrir og því eru
vonbrigði að fyrirhuguð breyting
nái ekki einnig til svæðisins fyrir
ofan Mímisbrunn eins og við í
Framsókn og flugvallarvinum höf-
um ítrekað bent á.
Eftir Guðfinnu Jóh.
Guðmundsdóttur » Það er mikilvægt
að stækka byggðina
í Úlfarsárdal til að
hverfið verði sjálfbært
og þeir innviðir sem
borgin hefur og er að
fjárfesta í komi að
sem mestum notum.
Guðfinna Jóh.
Guðmundsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Framsóknar og flugvallarvina.
Það þarf að úthluta lóðum í Úlfarsárdal
Einhvers staðar
segir að hið „smáa sé
fagurt“,og sú þjóð sé á
framtíðarvegi sem
virðir sögu sína og ann
landi sínu. Um langa
hríð hefur minnimátt-
arkennd hrjáð marga
Íslendinga og birtist
hún oft í virðing-
arlausri umræðu um
„okkur hér á skerinu,
okkur á hjara veraldar, okkur sem
vorum að skríða út úr torfkofunum“
o.s.frv. Bændur þessa lands og
landbúnaðurinn hefur ekki notið
sannmælis og þeirrar virðingar sem
atvinnuvegurinn ætti að njóta
vegna matvælaframleiðslunnar sem
er heilnæm og án allra spilliefna og
sýkinga. Oft er hagsmunum land-
búnaðarins fórnað að kröfu versl-
unar og innflutningsaflanna og
skilningur er alltof lítill á nýju og
mikilvægu hlutverki bændanna í
matvælaframleiðslunni og ekki síð-
ur í þjónustu við erlenda ferða-
menn. Það er landið og sagan sem
hefur skapað þessa þjóð, við eigum
þetta land saman, okkur ber að taka
sameiginlega ábyrgð. Í ríkissjóð
streyma evrur og dollarar úr veskj-
um ferðamanna sem koma nú bæði
sumar og vetur til að upplifa Ísland
en ekki síst náttúruna á lands-
byggðinni. Útlendingarnir eiga ekki
orð yfir hinni ósnortnu náttúru og
tröllauknu fegurð blánandi jökla og
svartra sanda, eldur og ís eru and-
stæður þessa lands og
undur en einnig saga
þess fólks sem þetta
magnþrungna land
hefur fóstrað. Sagan
og menningin verður
þannig einnig aðdrátt-
arafl.
Forystumenn
bænda og sveitarfé-
laga verða að þora
Ferðamennirnir
dást að sveitunum,
fólki sem lifir og starf-
ar við einstakar aðstæður, heldur
utan um sögu forfeðranna og lifir á
búskap og náttúruauðlindum sem
ekki eiga sinn líka. Þetta þykir þeim
mörgum geðfelldari framtíðarsýn
en sú sem birtist í risavöxnum verk-
smiðjurekstri sem víða hefur rutt
sér til rúms.
Á sama tíma hugsa ráðamenn, og
því miður margir forystumenn
bændanna, eins og þeim beri að
stefna öllum búskap í stærðir eins
og víða í Evrópu, samningar við
bændur miða að því að lítil og með-
alstór fjölskyldubú verði ekki arð-
vænleg rekstrareining. Svo er alltaf
uppi krafan frá heildsölum og þeim
stóru í smásöluversluninni að inn-
flutningur verði aukinn og ekki má
ræða áhættuna sem honum fylgir
t.d. með innflutningi á hráu kjöti,
varnaðarorðin eru þó frá læknum
og færasta vísindafólki okkar. En
okkar sérstaða snýr að heilbrigð-
ustu búfjárstofnum veraldarinnar
og jafnframt þeim viðkvæmustu
vegna einangrunar, fjarri pestum
heimsins í að verða tólf hundruð ár.
Sem betur fer hafa þjóðir Evrópu
hafið mikla baráttu gegn flæði sjúk-
dómanna en víða er glímt þar við
svo alvarlega þróun í notkun sýkla-
lyfja í búfé og fóðri að lífi fólks er
ógnað. Á Íslandi er jörðin ómenguð,
fóðrið heilnæmt og lyfjalaust, dýra-
pestirnar ekki til staðar. Matvaran í
eldhúsi okkar einstök og örugg, fyr-
ir þetta ber okkur að þakka og
þessa stöðu eigum við að varðveita.
Við eigum að setja okkur það
markmið að framleiða sem allra
mest af landbúnaðarafurðum okkar
sjálf. Við eigum alls ekki að gefa
evrópskum bændum eftir mark-
aðinn. Fjölskyldubúin íslensku eru
þau síðustu þeirrar gerðar á verald-
arvísu segja bæði náttúruunnendur
og fræðimenn erlendis. For-
ystumenn sveitarfélaga og bænda
roðna í vöngum og þora varla í glím-
unni við fjölmiðla og stjórn-
málamenn að taka upp málstað
þessara einstöku búhátta, sem nú
vekur athygli sem betri búskapur.
Betri meðferð á dýrum og mikilvæg
varðveisla á menningararfi.
Gísli á Uppsölum,
Heiða og Karólína
Fyrir áratugum fundu Árni John-
sen og Ómar Ragnarsson Gísla á
Uppsölum sem hafði í raun sagt sig
frá samfélaginu. Ómar gaf okkur
innsýn í líf þessa einstaka manns þá
í miðri jólahátíðinni. Það var ekkert
að Gísla, hann lifði af landinu en líf
hans snerti viðkvæman streng í
brjósti okkar af því að við héldum
að hann ætti svo bágt. En auðvitað
erum það við sem þjáumst sjálf í
miðju lífsgæðakapphlaupinu, mað-
urinn er ógn með lífsháttum sínum
á veraldarvísu.
Nú gerðist það um þessi jól að
Steinunn Sigurðardóttir gaf okkur
innsýn í líf og baráttu fjalldalabónd-
ans Heiðu á Ljótarstöðum. Allir
sem lesa bókina sjá að líf hennar og
verkefni eru storkandi stríð og bar-
átta til að lifa af. Og í raun furðulegt
af okkur sem ríkri þjóð að búa ekki
betur að sauðfjárbændum og fólki í
hinum dreifðu byggðum. Bænd-
urnir eru landverðir, ljós og líf sem
gleður ferðalanginn og veitir honum
öryggi og þjónustu. En „trölla-
trúin,“ skynjar ekki ákall t.d. ferða-
manna að vernda búsetuna og þenn-
an einstaka lífsmáta. Þegar
græðgin fyrir sunnan felldi bank-
ana var fólkinu í Árneshreppi refs-
að með minni snjómokstri, en þeir
báru enga ábyrgð á hruninu.
Björgum nú því
sem bjargað verður
Loksins nú kemur Fréttablaðið
með viðtal við Karólínu í Hvamms-
hlíð, þýska að uppruna en íslenska í
háttum. Hún er verkfræðingur að
mennt og sér mögnuð tækifæri á
„hjara veraldar,“ eins og úrtölu-
mennirnir myndu orða það, býr við
sauðfé, ullarvinnslu og útgáfu á
fræðandi bókum um Ísland, er
heimsborgari með verkefni í hinni
stóru veröld en telst fjalldalabóndi í
afskekktri sveit. Af hverju settist
hún að í héraði „eyðibýlanna“? Hún
veit að hið smáa er fagurt, þar
liggja tækifæri ekkert minni en í
101 í Reykjavík eða Berlín.
Ágætu ráðamenn lands og þjóð-
ar, nú er mikilvægt að móta nýja
byggðastefnu fjarlægra héraða og
atvinnulífs, byggja upp innviði og
þjónustu í mikilvægum þorpum en
þau, ásamt bændunum, eru lykillinn
að þjónustu við nýjan grundvall-
aratvinnuveg, ferðaþjónustuna,
sem skilar okkur öllum miklum
arði. Það er farsælla að byggja
landið allt en selja það auðmönn-
unum, innlendum og eða erlendum.
Ein dugleg bændafjölskylda er okk-
ur dýrmætari en allir Núbóar
heimsins.
Ég skora á Alþingi, forsætisráð-
herra Bjarna Benediktsson, og al-
veg sérstaklega á landbún-
aðarráðherra, Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, og Jón Gunnarsson,
samgöngu- og byggðamálaráð-
herra, að hefja þegar aðgerðir til að
efla og styrkja búsetuna í dreifðum
byggðum og bjarga því sem bjargað
verður.
Eftir Guðna
Ágústsson »Okkar sérstaða snýr
að heilbrigðustu bú-
fjárstofnum verald-
arinnar og jafnframt
þeim viðkvæmustu vegna
einangrunar, fjarri pest-
um heimsins í að verða
tólf hundruð ár.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. ráðherra.
Nú ber að hlúa að
landbúnaðinum og landsbyggðunum