Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is
Fasteignasalinn þinn
fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda
Sirrý
lögg. fasteignasali
Erna Vals
lögg. fasteignasali
Íris Hall
lögg. fasteignasali
Guðmundur Kjartanssonvarð skákmeistariReykjavíkur 2017. Fyrstisigur Guðmundar á þess-
um vettvangi en fyrir lokaumferð-
ina hafði hann ½ vinnings forskot
á Dag Ragnarsson og Lenku
Ptacnikovu. Guðmundur hafði í 8.
umferð unnið lykilskák gegn Birni
Þorfinnssyni sem rakin var í síð-
asta pistli. Tap fyrir Lenku í 3.
umferð hægði örlítið á ferð hans
en þó ekki meira en svo að hann
vann sex síðustu skákir sínar. Rétt
fyrir síðustu áramótin vann Guð-
mundur alþjóðlegt mót í Fær-
eyjum en næsta verkefni hans er
þátttaka á Aeroflot-mótinu í
Moskvu sem hefst 21. febrúar. Þar
sem Björn Þorfinnsson vann Dag
Ragnarsson og Lenka tapaði fyrir
Guðmundi Gíslasyni náði Björn
einn 2. sæti en lokaniðurstaðan
varð þessi:
1. Guðmundur Kjartansson 8 v.
(af 9) 2. Björn Þorfinnsson 7 v. 3.-
6. Lenka Ptacnikova, Guðmundur
Gíslason, Dagur Ragnarsson og
Daði Ómarsson 6½ v. 7.-10. Örn
Leó Jóhannsson, Björgvin Víg-
lundsson, Benedikt Jónasson og
Jóhann Ingvason 6 v.
Á Nóa Síríus mótinu dró svo til
tíðinda sl. þriðjudagskvöld þegar
Daði Ómarsson vann Guðmund
Kjartansson og náði forystu fyrir
lokaumferðina ásamt Þresti Þór-
hallssyni. Þeir eru báðir með 4½
vinning en Daði fékk ½ vinnings
yfirsetu í 3. umferð og hefur því
unnið allar fjórar skákirnar sem
hann hefur teflt og reiknast árang-
ur hans uppá 3.237 Elo-stig; 100%
árangur skorar hátt á Elo-
kvarðanum!
Í 3.-7. sæti koma Guðmundur
Kjartansson, Jóhann Hjartarson,
Helgi Áss Grétarsson, Björgvin
Jónsson og Jón Viktor Gunnarsson
með 3½ vinning. Þröstur hefur
hvítt gegn Daða í lokaumferðinni.
Dellutaflmennska Hou Yifan á
Gíbraltarmótinu
Frægasta delluskák sem sögur
fara af fór fram á heimsmeist-
aramóti stúdenta í Graz í Austur-
ríki sumarið 1972. Tveir „ófúsir
ferðalangar“, v-þýski stórmeist-
arinn og papýrusfræðingurinn Ro-
bert Hübner og bandaríski stór-
meistarann Kenneth Rogoff, sem
síðar haslaði sér völl á vettvangi
hagfræðinnar, áttu að tefla á 1.
borði í viðureign stórþjóðanna. Af
einhverjum ástæðum vildu þessir
heiðursmenn ekki tefla þennan dag
og sömdu jafntefli án taflmennsku.
Skákstjórinn greip inn í atburða-
rásina og krafðist þess að þeir
tefldu „almennilega skák“. Ákveðið
„afstöðuvandamál“ er ekki óþekkt
meðal skákmanna og það braust
fram með eftirminnilega hætti
þennan dag. Aftur settust Hübner
og Rogoff að tafli og tefldu eft-
irfarandi skák:
Hübner – Rogoff
1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rg1 Bg7
4. Da4 O-O 5. Dxd7+ Dxd7 6. g4
Dxd2+ 7. Kxd2 Rxg4 8. b4 a5 9.
a4 Bxa1 10. Bb2 Rc6 11. Bh8 Bg7
- Samið jafntefli.
Á opna mótinu á Gíbraltar, sem
lauk um síðustu helgi með sigri
bandaríska stórmeistarans Hikaru
Nakamura, trúðu menn vart eigin
augum þegar heimsmeistari
kvenna, kínverska skákdrottningin
Hou Yifan, gafst upp með hvítu
eftir fimm delluleiki gegn Indverj-
anum Babu Lalith í lokaumferð
mótsins: 1. g4 d5 2. f3 e5 3. d3
Dh4+ 4. Kd2 h5 5. h3 hxg4 og
hvítur gaf.
Hou Yifan baðst síðar afsökunar
á framgöngu sinni en sagði ástæð-
una þá að mótsstjórnin á Gíbraltar
hefði sveigt reglur um pörun á
þann hátt að í sjö skákum af tíu
hefði hún mætt konum og þeim
viðureignum verið stillt upp sem
einhvers konar uppgjöri við heims-
meistara kvenna. Hefði þetta haft
slæm áhrif á sig og því hefði hún
mótmælt með þessum hætti.
Guðmundur Kjart-
ansson Skákmeistari
Reykjavíkur 2017
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Þórir Benedikts
Efstu menn Guðmundur Kjartansson, skákmeistari Reykjavíkur 2017;
Lenka Ptacnikova, Guðmundur Gíslason, sem kom akandi frá Ísafirði til að
tefla, og Dagur Ragnarsson.
Viðskiptaráð Ís-
lands birti nýlega út-
tekt á fasteignum rík-
issjóðs. Úttektin á að
sýna að það sé mjög
óhagstætt fyrir ríkið
að eiga fasteignir sem
hýsa stofnanir sam-
félagsins. Nær væri
að selja fjárfestum
nánast allt húsnæði
ríkisstofnananna og
leigja það síðan af fjárfestunum,
væntanlega undir sömu starfsemi
og í þeim er, t.d. skóla. Fasteign-
arekstur eigi heima hjá einkaað-
ilum segir í úttektinni sem telur
það sóun og áhættu hjá ríkinu að
eiga húsnæði til eigin nota. Út-
tektin er áróður ætlaður til að
blekkja stjórnmálamenn og al-
menning í þágu fjárfesta sem
ásælast nú verðmætar eigur sam-
félagsins með auknum þunga.
Áróðurinn er m.a. fólginn í því að
útlista hve óhagkvæmt sé að ríkið
eigi fasteignirnar sem það notar.
Því til rökstuðnings segir m.a. í
úttektinni: „Í þriðja lagi skapar
opinber fasteignarekstur hags-
munaárekstra. Þannig leigir ríkið
sjálfu sér húsnæði sitt og situr því
beggja megin borðsins í samn-
ingaviðræðum“. Það var og.
Hvernig ætli sé að semja við sjálf-
an sig? Í hverju eru hagsmuna-
árekstrarnir fólgnir? Margar mót-
sagnir eru í þessari úttekt VÍ og
langt frá því að hún sýni fram á
hagkvæmi þess „að stjórn-
málamenn leiti leiða til að lág-
marka eignarhald ríkisins á fast-
eignum“, eins og
segir í úttektinni. Út-
tekt sem þessi gæti
hins vegar dugað til
að blekkja stjórn-
málamenn til að selja
fjárfestum húsnæði
ofan af stofnunum
samfélagsins og leigja
það síðan undir sömu
starfsemi. Stjórn-
málamönnum hafa oft
verið mislagðar hend-
ur við stjórn fjármála
ríkis og sveitarfélaga
vegna blindrar trúar sinnar á
einkareksturinn og andfélagslegra
viðhorfa. Í því sambandi má nefna
einkavæðingu bankanna og fjár-
mál sveitarfélaga eins og t.d.
Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar
sem seldu frá sér verðmætar eig-
ur sem sveitarfélögin leigðu síðan
undir sömu starfsemi. Ekki er í
úttekt VÍ minnst á þá áhættu sem
fólgin væri í því að afhenda einka-
aðilum ráð á öllu húsnæði sem hið
opinbera þarf að nota eða þau völd
sem þeim væru fengin með slíkri
eignasöfnun frá samfélaginu.
Einkaaðilar réðu leiguverðinu.
Samningsaðstaða ríkisins væri
þröng þar sem það hefði selt ofan
af stofnunum sínum. Ekki er í út-
tektinni minnst á þann arð sem
einkaaðilar tækju sér af leigu fast-
eigna sem þeir keyptu af ríkinu og
leigðu því aftur. Arð sem nú er
hjá ríkinu sem eiganda fast-
eignanna, fólginn í lægri út-
gjöldum ríkisins vegna fast-
eignanna sem það á og notar
undir starfsemi. Samtök eins og
Viðskiptaráð Íslands hafa það
hlutverk að gæta hagsmuna við-
skiptalífsins og efla „skilning“ al-
mennings á frjálsræði í við-
skiptum. VÍ og önnur svipuð
samtök, svo sem Samtök fjármála-
fyrirtækja og einstök fyrirtæki
tengd þeim, hafa ítrekað lagt til
að samfélagið selji fjárfestum öll
helstu verðmæti samfélagsins svo
sem Landsvirkjun, Keflavík-
urflugvöll og mikilvæg veitu- og
samgöngumannvirki. Fjármálafyr-
irtækið Gamma upplýsti nýlega að
það hefði fundað með fjárfestum
beggja vegna Atlantshafsins til að
kynna þeim að hér á landi væri
hægt að græða meira á samfélag-
inu en víða annarsstaðar. Öll
starfsemi samtaka fyrirtækja og
einstaklinga í fjármálastarfsemi
miðar að því að efla og verja hags-
muni þeirra. Ekki almennings. Al-
menningur þarf að vera vel á
verði gagnvart „fínum“ skýrslum
og úttektum fjármálafyrirtækja og
skyldra félaga sem eiga að sýna
hagkvæmni þess að fjárfestar
eignist innviði samfélagsins. Eng-
ar niðurgreiðslur skulda ríkisins
eða framkvæmdir á þess vegum
eru svo nauðsynlegar og aðkall-
andi að verjandi sé að selja eitt-
hvað af innviðum samfélagsins
þeirra vegna. Slíkt væri glapræði
og afsal á hluta sjálfstæðis þjóð-
arinnar í hendur fjárfesta. Al-
menningur þarf að fylgjast með
því hvaða stjórnmálamenn og
samtök taka undir áróður VÍ og
fjármálafyrirtækjanna. Öllum ætti
að vera það ljóst að innviðir sam-
félagsins, þ.e. fasteignir sem not-
aðar eru til samfélagslegra þarfa,
orku- og veitufyrirtæki, sam-
göngumannvirki og ýmis þjónustu-
fyrirtæki sem sækja tekjur sínar
beint eða óbeint til almennings
eiga að vera í eigu og stjórn sam-
félagsins. Sé þessum þáttum sam-
félagsins ekki stjórnað á viðunandi
hátt verður að skipta um stjórn-
endur en ekki láta fyrirtækin í
hendur fjárfesta.
Glapræði að selja
fasteignir ríkisins
Eftir Árna
Þormóðsson »Úttektin er áróður
ætlaður til að
blekkja stjórnmála-
menn og almenning í
þágu fjárfesta sem
ásælast nú verðmætar
eigur samfélagsins
með auknum þunga.
Árni Þormóðsson
Höfundur er eldri borgari.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?