Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 33

Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 ✝ Salbjörg OlgaÞorbergs- dóttir, fæddist 8. febrúar 1933 á Galtarvita í Kefla- vík við Súganda- fjörð. Hún lést 31. janúar 2017. Foreldrar Salbjargar voru Þorbergur Þor- gbergsson, f. 23. janúar 1902 í Látr- um í Aðalvík, og Rannveig Jóna Jónsdóttir, f. 20. október 1902 á Sæbóli í Aðalvík. Börn þeirra, auk Salbjargar, sem var yngst, voru Guðrún Þórey, Elías Gunnar, Ragnar Hermann, Halldór Svanmundur og Jón Hálfdán. Ragnar er einn eft- irlifandi af systkinahópnum og býr hann í Reykjavík. ar og Grétar Berg en fyrir átti Þorlákur dótturina Hörpu. b) Þorbergur Kjartansson, f. 21. ágúst 1956 í Súðavík, kona hans Chayapha Ngarmlert, f. 17. ágúst 1984 í Taílandi. Eiga þau saman soninn Richard Ben en fyrir á Þorbergur soninn Þorberg Atla. c) E. Hafdís Kjartansdóttir, f. 13. mars 1960 í Súðavík, maður hennar Valgeir Rúnar Hauks- son, f. 30. september 1953. Haf- dís eignaðist þrjú börn, Eðvarð Örn, Sólveigu og Salbjörgu en Eðvarð Örn lést af slysförum 11. maí 2016. d) Karl Guðmundur Kjartansson, f. 6. nóvember 1969 á Ísafirði. Kona hans Guð- rún G.E. Long, f. 13. desember 1967 í Neskaupstað. Saman eiga þau fjögur börn, Ragn- hildi, Önnu Elísu, Kjartan Geir og Mekkín Silfá. Barnabarnabörn Salbjargar eru 12 talsins. Útförin fer fram frá Súðavík- urkirkju í dag, 11. febrúar 2017, kl. 11. Hinn 18. nóv- ember 1956 gifstist Salbjörg Kjartani Geir Karlssyni, f. 30. apríl 1934 í Súðavík. Foreldrar hans voru Karl Lúðvík Þorláksson, f. 16. ágúst 1906 á Saurum í Súðavík- urhreppi, og Mar- grét Sigurðardótt- ir, f. 5. júní 1892 á Arngerðareyri í Ísafjarð- ardjúpi. Börn Salbjargar og Kjartans eru: a) Þorlákur Hinrik, f. 19. des- ember 1952 í Súðavík, kona hans G. Brynja Guðmunds- dóttir, f. 21. ágúst 1952 á Ísa- firði. Eiga þau saman fjóra syni, Kristján Geir, Bjarka, Við- Elsku mamma. Með þessum fátæklegu orðum viljum við systkinin kveðja þig og þakka þér. Við þökkum ástúð þína og handleiðslu sem þú hefur veitt okkur alla tíð. Við þökkum þér umburðarlyndið sem þú ávallt sýndir okkur. Og við þökk- um þér sérstaklega fyrir ást, hlý- hug og umönnun sem þú hefur veitt börnum okkar og barna- börnum. Í rökkri dauðans sætum sofðu blundi, senn verða björtu himnaljósin kveikt, og eilíf taka mun þá vaka við í vist hjá Kristi og helgum sálarfrið á hreinhjartaðra framliðinna fundi. (G. Thomsen.) Við kveðjum þig með söknuði. Þorlákur, Þorbergur, Haf- dís og Karl Kjartansbörn. Þau verða þung sporin í dag þegar við kveðjum elsku ömmu í síðasta sinn, en hún kvaddi okkur í lok janúar eftir skammvinn veikindi sem hún tók eins og öllu öðru af miklu æðruleysi. Fallegri manneskju er vart hægt að hugsa sér en hana ömmu. Einhver sagði eitt sinn að ömmur og afar væru englar í dulargervi. Viðkomandi hlýtur að hafa kynnst Söllu ömmu á lífsleiðinni, því þessi orð eiga svo sannarlega við um hana. Elsku besta amma okkar sem aldrei mátti neitt aumt sjá og vildi allt gera fyrir þá sem á vegi hennar urðu. Amma kom alltaf vel fram við alla sem hún hitti og sá alltaf það góða sem bjó í fólki. Hún var einstök manneskja, svo hlý og góð með þessi fallegu augu og bros sem lýsti upp tilveruna hvert sem hún fór. Betri fyrir- mynd í lífinu er vandfundin og munum við búa að því alla tíð. Hún sýndi okkur óendanlega ást og umhyggju og alltaf áttum við barnabörnin öruggt skjól hjá ömmu og afa á Brekku og svo seinna í Hlíðargötunni. Til þeirra höfum við frændsystkinin hlaup- ið í ófá skipti og klagað foreldra okkar þegar á okkur hefur verið hvæst fyrir prakkarastrik og uppátæki sem ekki voru vel séð. Ætíð var okkur komið til varnar og foreldrum okkar sagt að láta ekki svona við greyin. Amma var mikil húsmóðir og það var ynd- islegt að vakna á morgnana þeg- ar við vorum krakkar og gistum hjá ömmu og afa á Brekku við óminn af útvarpinu frammi og lyktina af kleinufeitinni að hitna. Þá var stokkið af stað því ekki mátti maður missa af kleinu- bakstrinum með ömmu. Amma gaf sér alltaf tíma fyrir okkur krakkana og leyfði okkur alltaf að fylgjast með því sem hún var að gera, sama hvort það var að sýna okkur það nýjasta í hannyrðun- um hjá henni eða aðstoða hana við póstburðinn eða elta hana til berja þegar við vorum yngri. Við gleymum aldrei minningunum sem hún gaf okkur, faðmlögun- um, kossunum og mjúkri hönd hennar á vanga okkar. Elsku amma, við fáum seint þakkað alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur og fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur á lífsleiðinni. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Takk fyrir að vera besta amma í heimi. Þín barnabörn, Salbjörg, Sólveig og Þorbergur Atli. Setningar eins og „Salla og Geiri komu“, eða „Salla og Geiri koma suður“ eru setningar sem við systkinin ólumst upp við að heyra alltaf af og til allan upp- vöxtinn. Það var alltaf gaman að hitta þau, þessi góða nærvera sem einkenndi þau, alltaf að spyrja hvernig allir hefðu það og fylgjast með okkur krökkunum og svo okkar börnum síðar. Það var mjög kært á milli fjölskyldn- anna og þeirra bræðra og mikið samband. Salla var konan með stóra faðminn í dyrunum í Súða- vík. Salla var konan með stóra hjartað þar sem allir stórir og smáir áttu pláss. Salla var konan sem gaf okkur alltaf eitthvað gott að borða. Salla var konan sem leyfði allt- af öllum að vera hjá sér og öllum leið svo vel. Salla var líka konan sem sýndi sama æðruleysið hvort heldur var snjóflóð eða missir barnabarns í sjóslysi á síðasta ári. Salla var stór kona í þess orðs fyllstu merkingu. Elsku besta Salla okkar, takk fyrir allt, Súða- vík verður fátækari án þín. Guð geymi þig. Við sendum þér, elsku Geiri, og fjölskyldunni þinni innilegustu samúðarkveðjur frá börnum Kristjáns og Maudu og fjölskyld- um. Árný Hafstein, Sigríður Gróa, Margrét Jóna og Sigurgeir. Salbjörg Olga Þorbergsdóttir Látinn er um ald- ur fram kær sveit- ungi og fjölskyldu- vinur, Björgvin Sveinsson frá Torfastöðum í Grafningi. Á Torfastöðum átti hann sín æskuspor ásamt kærri fjöl- skyldu hjá afa sínum og ömmu – blessuð sé minning þeirra – og síðar á lífsleiðinni sem framsæk- inn bóndi. Það tekur á þegar sveitungi og vinur í blóma lífsins fellur frá og minningar streyma fram um góð kynni og samskipti við Björgvin til fjölda ára. Björgvin var ávallt léttur í lund, hláturmildur og kröftugur til verka og gott að eiga sam- skipti við hann í smala- mennskum sem öðru ásamt Rúnu eiginkonu hans og öðrum kærum sveitungum. Björgvin átti góða hesta og lánaði hann mér eitt haustið tvo gæðinga í smalamennsku yfir Grafningsfjöll. Liprari og betri hesta hef ég vart setið sem fylgdu mér jafn- framt fótfimir og án þess að taka í taum þegar farið var yfir skurði og skriður í bröttum fjallshlíðum sem víðar. Björgvin Sveinsson ✝ Björgvin Sveins-son fæddist 3. september 1960. Hann lést 1. febrúar 2017. Útför Björgvins fór fram 10. febrúar 2017. Björgvin og Rúna byggðu upp myndarlegt minkabú á Torfa- stöðum. Þau voru marg- verðlaunuð fyrir góða framleiðslu og hefur Rúna haldið uppi gæða- merki búsins með sóma eftir að Björgvin slasaðist alvarlega í umferðarslysi fyrir nokkrum árum sem hefur nú leitt til fráfalls hans. Sveitin eystra verður mann- auðsminni eftir slíkt áfall, en minning um góðan dreng mun lifa um ókomin ár með þökk fyr- ir allt. Megi Guð vernda Björgvin og minningu hans og gefa eigin- konu, fjölskyldunni og vinum hans styrk og ljós til framtíðar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og vina. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Nú höfum við kvatt Björgvin Sveinsson einn fremsta loðdýra- bónda landsins um árabil. Sér- staða hans fólst m.a. í afburða dugnaði, festu, metnaði og ná- kvæmni. Björgvin var traustur vinur vina sinna, hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir og kom víða við í málum er varðaði atvinnugreinina. Hann var fyrst og fremst af- burða bóndi og ræktunarmaður og hafði gott auga fyrir skinna- gæðum. Hann var þekktur með- al minkabænda um allt land og áberandi á skinnasýningum þar sem hann og Rúna kona hans komu og „hirtu öll verðlaunin“. Enda var það þannig að þegar Björgvin skoðaði skinn og sagði eitthvað um gæði þess, þá bara trúði maður því. Búið hjá þeim Björgvin og Rúnu hefur líka um langt árabil staðið í efstu sætum á topplista sem tekinn er saman árlega yfir árangur í skinnasölu á íslenskum minkabúum. Hann tók virkan þátt í fé- lagsstörfum á vegum Loðdýra- ræktarfélags Suðurlands og stóð um árabil að skinnasýning- um á vegum þess og SíL. Hann sá t.d. gjarnan um alla skrán- ingu og útreikning á stigagjöf, enda þurfti það að vera í örugg- um höndum. Hann sá um rekstur Fóður- stöðvar Suðurlands fyrir okkur loðdýrabændur á svæðinu um árabil, og voru aðstæður rekstr- arins oft erfiðar. En allt var í öruggum höndum. Heil tölvufor- rit hrist fram úr erminni til að fá yfirsýn yfir dagleg störf, hráefn- ismóttöku, lagerhald og fram- leiðslu. Færði bókhaldið sjálfur til að hafa betri innsýn í rekst- urinn. Björgvin var einn af þessum mönnum sem maður treysti 100%. Hann var hagur á járn og tré og viðgerðir hverskonar voru honum létt verk. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var einhvern veginn gegnum hugsað frá upphafi til enda. Ef það átti t.d. að smíða einhvern hlut var hann búinn að sjá fyrir sér hvert smáatriði, löngu áður en hafist var handa við framkvæmdina. Það var heldur ekkert hálf- kák í neinu. Nákvæmnin var al- gjör og skipulagið stöðugt. Hann hafði hlutina í föstum skorðum, en fylgdist líka með nýjungum. Björgvin gat verið fastur á sínu og fannst manni stundum nóg um. Samt var gott að rökræða við hann og ef hon- um fannst vera rök fyrir breyt- ingum þá gerði hann þær. Enda ástæðulaust að gera breytingar ef ekki voru rök fyrir þeim. Árlega fer nokkur hópur loð- dýrabænda á skinna- og tækja- sýningu í Herning í Danmörku til að fylgjast með þróun í grein- inni á alþjóðavísu. Í þessum ferðum var Björgvin hrókur alls fagnaðar. Þar voru dönsku skinnin skoðuð og tæki hvers konar. Oft sá Björgvin einhverja vankanta við tækin og var það greinilegt að hann sá fyrirfram fyrir sér vinnuganginn í þeim. Enda var það oft svo þegar ný tæki komu að Torfastöðum að það þurfti að klára að hanna þau og smíða því að honum fannst danskurinn ekki vera búnir að fullhanna tækin þegar farið var að selja þau. Á Torfastöðum var og er myndarlega búið. Björgvin var ekki einn, hann var svo heppinn að eiga hana Rúnu sem staðið hefur sem klettur með honum jafnt í búskapnum sem og í veik- indum seinni ára. Elsku Rúna, ættingjar og vin- ir, fyrir mína hönd og loðdýra- bænda á landinu öllu votta ég ykkur dýpstu samúð. Bjarni Stefánsson. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ELÍAS KRISTINSSON, kennari í Keflavík, lést á Hrafnistu Nesvöllum sunnudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 11. Helga Þorkelsdóttir Þorkell V. Þorsteinsson Lydia Jósafatsdóttir Kristinn Á. Þorsteinsson Elín Þ. Þorsteinsdóttir Gísli Willardsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐLAUGUR ÞÓR THORARENSEN, lést á heimili sínu í Sandnes í Noregi laugardaginn 4. febrúar. Útför hans fer fram frá Høyland-kirkju í Sandnes þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 14.30. Gloria Tanja, Svein, Linda, Terje, Eldar, Jonar, Sif, Ómar, Sigfríður Lourdes, Richard, Helge Kristina, Joakim, Kaja, Sander, Sara, Liah, Cohen, Aurora, Hrafnkell, Karolina, Kenzo, Kendra, Cedric systkini og fjölskyldur þeirra Okkar ástkæra GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Silfurgötu 9, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 3. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að hennar ósk. Vilberg Vilbergsson Rúnar Vilbergsson Tamila Gámez Garcell Sara Vilbergsdóttir Gísli Guðmundsson Bryndís Vilbergsdóttir Garðar Erlingsson Svanhildur Vilbergsdóttir Hjörtur Svavarsson Ylfa Mist, Viðar Hákon, Guðný, Vilberg, Bjartur Dagur, Björg, Sólrún, Vilberg Samúel og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG V. KARLSDÓTTIR, Langholti 8, Keflavík, lést á Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 13. febrúar klukkan 13. Guðrún Pétursdóttir Ingunn S. Pétursdóttir Kristinn Sverrisson Sævar Pétursson Matthildur Einarsdóttir Bragi Guðmundsson Valgerður Þorvaldsdóttir Pétur Pétursson Sigríður K. Steinarsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.