Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 35

Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Begga í Langeyjarnesi. Ofan á sökklinum var iðulega stór pollur sem við sulluðum í og þarna gaf Beggi mávunum slóg og með því, sem okkur fannst sjónarspil. Svo var það einhvern tímann þegar við Kristján vorum örugglega ný- búnir að gera einhvern skandal af okkur, brjóta eitthvað í bílskúrn- um eða drulla út þvott á snúrun- um að Addi sagði okkur að nú skyldum við ráðast í framkvæmd- ir. Framkvæmdir sem tengja áttu Berg Jóhannesson frá Lang- eyjarnesi betur við umheiminn. Við skyldum ráðast í vegagerð og leggja veg í kringum vatnstank- inn, upp á gamla tankinn og með afleggjara til Begga. Til verksins höfðum við vörubíl sem Stjáni hafði fengið í afmælisgjöf og tvær skóflur. Það næsta sem við vissum var að grafa var komin inn í botn- langann með fulla skóflu af möl og sturtaði henni við tankinn. Svo dunduðum við okkur við þetta á hverjum degi það sumarið og þegar við kláruðum efnið leið ekki á löngu þangað til skófla númer tvö var komin. Á endanum var allt klárt og hringvegurinn tengdi saman botnlangann, gamla tankinn, Berg og botnlangann aftur. Eftir því sem fjær dregur áttar maður sig betur á því hve þvílíkt snilld- arbragð þetta var hjá Adda að halda okkur uppteknum með þessum samgöngubótum.“ (Birg- ir Pétursson.) Elsku Biggi minn, takk fyrir að vera vinur minn. Vinátta þín er mér afar dýrmæt og ég mun varðveita minningu þína um ókomna tíð. Ég á ávallt eftir að sakna þín mikið og ég kveð þig með söknuði. Þinn vinur, Kristján Pétur Andrésson. Elsku vinur okkar. Það er óhugnanlegt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okk- ur. Við höfðum ákveðið fyrr í vik- unni að hittast á sunnudeginum í brunch eins og höfðum gert reglulega seinustu ár. Það var undarleg tilfinning að setjast fjórir niður við borðið vitandi það að þú kæmir ekki aftur. Fyrst um sinn var þungt yfir okkur en hægt og rólega rifjuðust upp góð- ar minningar sem fékk okkur til að líða örlítið betur. Við höfum þekkst lengi, flestir frá því í leik- skóla og á þeim tíma hafa margar góðar minningar orðið til og munu þær fylgja okkur um ókomna tíð. Ofarlega í huga eru óteljandi keppnisferðir bæði í körfubolta og fótbolta sem við fórum saman í. Allt frá Borgarnesmótinu í fót- bolta þar sem við gistum í Dav- íðshúsi og að titlunum sem við unnum saman í drengjaflokki og meistaraflokki. Við gleymum aldrei því tíma- bili þar sem tískan var að vera með sítt hár. Við lögðum okkur alla fram við að safna síðu hári en vegna þess hversu þykkt hár þú varst með þá varð hárið á þér ekki sítt heldur stórt. Við kölluð- um hárið á þér „steinullina“. Við munum eftir öllum bílferð- unum í hvíta Volvonum þínum sem var eldri en við og því kannski ekki í besta standinu. Minnisstæðust er heimferð úr FSN þar sem rúðuþurrkurnar hættu að virka á ögurstundu í grenjandi rigningu og í kjölfarið grenjuðum við úr hlátri. Ein af okkar uppáhaldsminn- ingum er um það þegar við fórum í golf eftir að þú hafðir keypt glæ- nýtt golfsett. Á þessum golfhring náðir þú að afreka ótrúleg högg sem verða seint leikin eftir. Þér tókst í tvígang að slá golfkúlunni í sjálfan þig og einu sinni aftur fyr- ir þig. Þessi högg hafa ósjaldan verið rifjuð upp og gleðja þau okkur alltaf jafn mikið. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Biggi okkar, við munum aldrei sætta okkur við það að þú sért farinn frá okkur. Við sáum fram á að gera svo miklu meira saman og búa til fleiri góðar minningar. Eitt er víst að við munum allir hittast aftur á betri stað og þang- að til vitum við að þú munt gæta okkar. Þínir vinir, Andri, Egill og Guðni. Elsku Biggi. Það er bæði sárt og erfitt að þú sért farinn. Ég man svo vel eftir því þegar við hittumst fyrst, við hlógum saman og gerðum grín langt fram á nótt. Þú varst svo fyndinn og skemmtilegur, hafðir alltaf húm- orinn í fyrirrúmi. Í mörg ár varstu stór hluti af mínu lífi og ég af þínu. Við upplifðum svo margt saman, aðallega gleði og ham- ingju en líka sorg. Ég held í góðu minningarnar okkar. Við vorum nú ekki alltaf sammála en við átt- um það alltaf sameiginlegt að bera sterkar tilfinningar hvort til annars. Ég fyllist þakklæti þegar ég hugsa til tímanna sem við áttum með yndislegu fjölskyldunni þinni á Sundabakka 8. Að hafa eignast vináttu þeirra, kærleika og að hafa verið hluti af fjölskyldunni er mér afar kærkomið. Ég mun ávallt muna þín síð- ustu orð til mín, þau eru mér dýr- mæt. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, elsku Biggi minn. Þín verður sárt saknað. Þórunn (Tótó). Elsku Birgir, allt frá því að við kynntumst leið mér eins og við hefðum þekkst í mörg ár og urð- um við fljótt miklir vinir. Leiðir okkar í gegnum lífið voru ekki ósvipaðar og mér líður oft eins og vegir okkar hafi lengi legið saman, mun lengur en raun- in er. Tilfinningin er sú að við höfum verið formaðir í sama mótinu eins og foreldrar okkar hafi notað ná- kvæmlega sömu uppskrift. Annar úr Keflavík og hinn úr Hólminum. Samleið okkar gegnum tíðina einkenndist af því að við smullum saman, urðum miklir vinir, gátum alltaf tengt mjög auðveldlega hvor við annan og hlegið saman. Samveran var þægileg, afslöppuð og umfram allt skemmtileg. Við áttum mörg af sömu áhugamálunum, bæði nýjum og gömlum, hvort sem það voru gönguferðir, golf, veiðar eða eitt- hvað annað. Það voru þó ekki áhugamálin okkar sem gerðu okkur að frábærum vinum heldur var það samvera okkar sem var alltaf svo góð. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en þú fórst að við vorum búnir að skipuleggja svo mörg ár fram í tímann án þess að vera búnir að átta okkur endilega á því. En ég er þakklátur fyrir þær minningar sem við sköpuðum á okkar tíma saman. Ég man alltaf þegar við fórum saman á fallegum sumardegi upp í sveit þar sem við fórum í flotta gönguferð sem fór að mestu í það að tína í okkur bláber og spóka okkur í sólinni. Eftir daginn grill- uðum við og fórum svo út á vatnið að veiða. Einnig hugsa ég mjög hlýlega til þeirra ára er við sátum saman á skólabekk umkringdir góðum vinum, alltaf með bros á vör og svo stutt í grínið. Við vorum ánægðir með stað og stund en líka fullir tilhlökkun- ar fyrir komandi árum og allt lífið bjart fram undan. Ég þakka þér Birgir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og er ég fyrir þig, elsku vinur, óendanlega þakklátur. Þú munt lifa áfram í hjarta mínu um alla framtíð. Sindri Þrastarson. Það er með sorg í hjarta sem ég sest niður til að skrifa minn- ingarorð um vin minn og sam- starfsmann, Birgi Pétursson. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir ungum efnismanni, sem er að hefja lífið. Við hjá BM Vallá vorum svo lánsöm að kynnast Birgi þegar hann hóf að vinna hjá okkur í frí- um frá skólanum. Vann hann í tæknideild fyrirtækisins, gerði flóknar mælingar og útbjó tölvu- forrit en vílaði ekki fyrir sér að ganga í öll önnur störf. Hann var afburðagóður starfskraftur, eld- klár og duglegur en ekki síst ein- staklega jákvæður, ljúfur og skemmtilegur. Það var eins og birti yfir þegar hann kom og öll verkefni urðu léttari þegar Birgir var með. Það var einhver ljómi og sjarmi yfir Birgi. Hann féll strax inn í hóp sér eldri manna með allt ann- an bakgrunn og reynslu og kom með húmor og nýjan og ferskan vinkil á gömul umræðuefni. Það var stundum erfitt að átta sig á hver hefði mesta lífsreynsluna. Vikan áður en hann dó hafði verið viðburðarík. Birgir hafði varið lokaverkefnið sitt í verk- fræðinni þar sem hann fjallaði um steyputengt málefni og við höfð- um þá einnig bundist fastmælum um að hann kæmi til okkar í fulla vinnu eftir útskriftina. Mikil ánægja var ríkjandi meðal samstarfsmanna hans og byrjað að skipuleggja starfsaðstöðu og verkaskiptingu. Hans er nú sárt saknað. Ég votta fjölskyldu og ástvin- um mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Birgis Péturs- sonar. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá BM Vallá, Einar Einarsson. Umhverfis- og byggingarverk- fræðideild Háskóla Íslands kveð- ur Birgi Pétursson verkfræðing. Birgir lauk BS-prófi í umhverfis- og byggingarverkfræði árið 2015 og hélt þegar áfram í meistara- nám við deildina, þar sem hann lagði stund á byggingarverk- fræði. Birgir hélt utan í skiptinám við Chalmers-tækniháskólann í Sví- þjóð haustið 2015. Hann vann að meistararitgerð sinni undir hand- leiðslu dr. Björns Marteinssonar, dósents við deildina, og Einars Einarssonar verkfræðings hjá BM-Vallá. Meistararitgerðina, sem fjallaði um áhrif flugösku á eiginleika sements og hvernig draga má úr neikvæðum um- hverfisáhrifum steinsteypu, varði Birgir 23. janúar 2017 og lauk þar með MS-prófi í byggingarverk- fræði. Nemendur í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild læra og vinna verkefni sín í nánd við kennara deildarinnar. Við höfum því öll notið þess að hafa kynnst Birgi á námsárum hans. Birgir var jákvæður, vingjarnlegur og atorkusamur. Það var ánægju- legt að hafa Birgi með í kennslu- stundum og verkefnavinnu. Framlag hans til allra mála var gott. Birgir eignaðist góða vini meðal bekkjarfélaga sinna og samstúdenta. Hann var snögglega kallaður til betri heims. Það er sárt að missa svo góðan dreng. Við lifum í trúnni að kraftar hans nýtist á nýjum stað. Það er með söknuði að ég kveð Birgi Pétursson fyrir hönd Um- hverfis- og byggingarverkfræði- deildar Háskóla Íslands. Ég sendi fjölskyldu hans, vinum og samstúdentum innilegar samúð- arkveðjur. Guðmundur Freyr Úlfarsson. Ég sit og spyr sjálfa mig en fæ engin svör, hver er eiginlega til- gangurinn með þessari jarðvist? Af hverju fær unga fólkið sem er í blóma lífsins ekki að halda áfram að lifa? Maður hugsar líka alltaf, þetta kemur ekki fyrir mig eða mína. En svo skyndilega ger- ist þetta óþægilega nálægt manni og nú er það Birgir í næsta húsi sem hrifinn er á brott í snjóflóði í Esjunni einn bjartan laugardag í janúar. Hvernig má það vera? Kata og Pétur fluttu á Sunda- bakkann stuttu á eftir okkur með sætu strákana sína Birgi og Kristin Magnús. Til að bjóða þau velkomin í götuna fór ég með köku yfir til þeirra og upp frá því tókst með okkur góð vinátta sem varir enn. Strákarnir okkar léku sér oft saman á flötinni sem við í næsta nágrenni tyrfðum og þar var spilaður fótbolti öll sumur. Þeir bræður, Birgir og Kristinn Magnús, voru þó mun meiri boltastrákar en strákarnir okkar Óskars og er ég viss um að Krist- inn megi þakka bróður sínum að hluta til hversu langt hann hefur náð í íþróttinni því Birgir var óþreytandi í að fara með honum út að sparka hvort sem var að degi til eða kvöldi. Birgir var einstaklega ljúfur og skemmtilegur drengur. Ég var svo heppin að fá að kenna honum um tíma og er óhætt að segja að hann var draumanem- andi hvers kennara, greindur, kurteis, hógvær og fullur af húm- or, sem hann á nú reyndar ekki langt að sækja. Krakkarnir báru alltaf vissa virðingu fyrir honum og biðu oft eftir hvað Birgir myndi segja við hinu og þessu því það væri örugglega vit í því. Svo kynntumst við nýrri hlið á Birgi þegar hann var aðstoðamaður Baldurs smiðs og kom út í Flatey og hjálpaði okkur Ingu og Óskari með Vinaminni, þá áttum við oft notalega stundir á kvöldin með smiðunum sem áttu báðir auðvelt með að slá á létta strengi. Elsku Kata, Pétur, Kristinn Magnús og Hólmfríður, það hef- ur verið hoggið stórt skarð í litlu fjölskylduna ykkar svo og okkur „Bakkabúa“ þetta er svo óraun- verulegt að maður vill ekki trúa því. Ég, Óskar og strákarnir okkar færum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og minnumst yndislega drengsins ykkar með hlýju í hjarta. Helga Sveinsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA CHRISTINE RYEL, lést 4. febrúar á hjúkrunarheimili á Norður-Sjálandi í Danmörku. Útförin fer fram fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12 frá Søllerødkirkju í Holte, Danmörku. Margrét Ryel René Larsen Dísa Ryel Solveig Ryel barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG JÓHANNESDÓTTIR, Þórsgötu 12, áður Þórsgötu 4, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið, sími 533-4900, og KFUM og KFUK, sími 588-8899. Gunnar Jóhannes Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson Ragnar Gunnarsson Guðlaugur Gunnarsson Ragnhildur Gunnarsdóttir Bjarni Gunnarsson og fjölskyldur Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, INGEBORG LINDA MOGENSEN, Garðastræti 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 7. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 13. Örn Á. Sigurðsson Pan Thorarensen Guðrún Lárusdóttir Rúna Thorarensen Helgi Egilsson barnabörn og systkini hinnar látnu Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGVALDI ELFAR EGGERTSSON, lést laugardaginn 4. febrúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 13. Guðmunda Þórisdóttir Signý Magnúsdóttir Þórir Helgi Sigvaldason Hildur Hilmarsdóttir Írena Katrín Elskulegur faðir okkar og afi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, lést 2. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. febrúar klukkan 13. Þrúður Óskarsdóttir Unnur Óskarsdóttir Sólveig Róbertsdóttir Snædís Lilja Ingadóttir Aðalbjörn Unnar Jóhannsson Andrea Eir Almqvist og Daniel Hugo Almqvist Útför PÁLS FLYGENRING verkfræðings og fv. ráðuneytisstjóra, Þorragötu 5, Reykjavík, fer fram í Neskirkju þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 13. Þóra Jónsdóttir Björn Flygenring Kirstín Flygenring Sigurður R. Helgason Elín Flygenring Finnbogi Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.