Morgunblaðið - 11.02.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.02.2017, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 ✝ Heimir Svans-son fæddist í Reykjavík 10. sept- ember 1945. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 20. janúar 2017. For- eldrar hans voru Unnur Hólmfríður Sturludóttir hús- móðir, f. 2. mars 1924, d. 27. janúar 1998, og Svanur Skæringsson pípulagn- ingameistari, f. 15. júní 1920, d. 23. október 1984. Heimir var næstelstur af 11 systkinum. Heimir giftist 9. nóvember 1968 Jónínu Ástráðsdóttur, f. 21. maí 1950, og eignuðust þau fjögur börn: 1) Ósk Laufey, f. 18. apríl 1969. Eiginmaður hennar er Hafþór Pálsson, f. 1. janúar 1969, og eiga þau fjögur börn: a) Alexander Þór, f. 11. apríl 1995, b) Andrea Marín, f. 5. apríl 2000, c) Fannar Elí, f. 29. september 2002, og d) Sara Mist, f. 29. sept- ember 2002. 2) Unnur Hólmfríður, f. 1. nóvember 1971, d. 27. janúar 2015, hún var ógift og barnlaus. 3) Óskírð Heim- isdóttir, f. 28. maí 1980, d. 28. maí 1980. 4) Heimir Jón, f. 26. maí 1986. Maki hans er Lilja Rut Ólafsdóttir, f. 7. sept- ember 1989. Heimir ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla sína tíð. Ungur að aldri byrjaði hann í sjómennsku. Síðar meir fór hann að vinna hjá föður sínum við pípulagnir og í framhaldi fékk hann sér réttindi í iðninni. Heimir gerðist meistari í pípu- lögnum 1977 og lengst af vann hann hjá Olíuverslun Íslands og síðar hjá Olíudreifingu. Útför Heimis fór fram í kyrr- þey að hans ósk, frá Graf- arvogskirkju 3. febrúar 2017. Elskulegur mágur minn, Heim- ir Svanson, er látinn eftir erfið veikindi. Á þessu ári eru fimmtíu ár síðan við tengdumst fjölskyldu- böndum þegar hann og Jónína systir mín kynntust, hún var sautján ára, ég nítján, ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram og teym- ir okkur á eftir sér og fjölda minn- ingabrota kemur fram í hugann. Heimir var næstelstur af ellefu systkinum svo það hefur verið nóg að gera á því heimili með allan þennan barnahóp. Hann var pípu- lagningameistari að iðn og starf- aði alla tíð við sitt fag. Heimir var gjarnan að hjálpa vinum og kunn- ingjum á kvöldin og um helgar, sem hann gerði fúslega og hefur eflaust fengið greiða frá þeim á móti. Heimir var mikil félagsvera og átti marga vini og kunningja. Hann gat verið fastur á sínum skoðunum, var sanngjarn og heið- arlegur í öllum sínum samskiptum og það var gott að leita ráða hjá honum um ýmis mál. Heimir hafði gott lag á börnum, og sóttu þau gjarnan eftir að vera í návist hans. Elsku Nonna systir, Ósk Laufey og Heimir Jón, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum tímum. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Valdimar Briem.) Elín Ástráðsdóttir. Þegar vinir kveðja þá sækja að þeim sem eftir eru minningar frá samverustundum liðinna ára. Góðar minningar eru fjársjóður sem ekki verður frá okkur tekinn og ekki metinn til fjár. Þegar ég flutti í nýtt hverfi um síðustu alda- mót eignaðist ég nýja nágranna sem mismikil kynni tókust við eins og gengur. Við hlið mér í næsta húsi bjuggu hjónin Heimir og Jón- ína. Strax tókst með okkur ágætis kunningsskapur. Að eignast vin- áttu fólks er svo sannarlega ekki sjálfgefið. Flest slík sambönd myndar fólk á skóla- og unglings- árum. Það fór svo að með tíman- um þróaðist þessi kunningsskapur okkar Heimis í góða vináttu og vörðum við mörgum stundum saman, eins eftir að við fluttum úr götunni okkar og bjuggum ekki lengur hlið við hlið. Heimir var í félagsskap sem hafði vináttu, kær- leika og sannleika að leiðarljósi. Þegar ég gekk í þann félagsskap líka þá fagnaði hann því og sam- verustundum fjölgaði. Þegar Heimir var unglingur eignaðist hann vélhjól „skelli- nöðru“ sem hann hafði mikla ánægju af. Hann var í vélhjóla- klúbbnum Eldingu sem lögreglu- maður sem kallaður var „Siggi Palestína“ stofnaði til að hafa ein- hvern aga á strákum sem stund- uðu vélhjólaakstur á götum Reykjavíkur á Þessum tíma. Þeg- ar við kynntumst var ég að kenna á bifhjól. Í Heimi blundaði alltaf áhuginn frá unglingsárunum að keyra um á bifhjóli. Svo fór að hann keypti sér bifhjól og ég að- stoðaði hann við að ná sér í rétt- indi til að aka slíku tæki. Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum á hjólunum okkar saman um ná- grenni borgarinnar. Upp í Borg- arfjörð, á Reykjanes, austur fyrir fjall og víðar og víðar. Stundum voru fleiri með í hópnum en oftast vorum við tveir einir á ferð. Þetta voru skemmtilegir tímar sem við áttum þarna saman sem lifa í minningunni. Ekki get ég rakið allt sem á daga Heimis dreif en hann lærði pípulagnir og starfaði við það alla tíð, seinast hjá Olíu- dreifingu. Heimir var glaðlyndur, opinskár, ræðinn og orðheppinn. Þessir eiginleikar gerðu hann vin- sælan hvar sem hann fór. Síðustu mánuðir voru Heimi erfiðir. Hann hafði átt við hjarta- vandamál að stríða og eftir aðgerð á hné sem hann gekkst undir fyrr á síðasta ári versnaði honum uns ekki varð við ráðið. Það var dap- urlegt að sjá þennan lífsglaða mann lúta í lægra haldi fyrir sjúk- dómnum. Eftir sitja fjölskylda og vinir með söknuð í huga. Að leið- arlokum þökkum við vinir hans fyrir vinskap og tryggð. Við hjón- in vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Gengur með festu að gullslegna hliðinu garpurinn okkar frá jarðneska sviðinu. Liðsmaður gerist í ljósengla skaranum lífið það missti af guðshimna faranum. Söknum nú vinar og sameinum hugi hér, syrgjum öll drenginn sem frá okkur horfinn er. Lágt grátum þann sem að leystist frá þrautunum líf heldur áfram á himnesku brautunum. Snorri Bjarnason. Nú í upphafi nýs árs kveðjum við kæran Oddfellow-bróður, Heimi Svansson pípulagninga- meistara, hann lést á Landspítal- anum 20. janúar síðastliðinn. Fá orð fá lýst söknuði okkar stúkubræðra. Ég kynntist Heimi fyrst árið 1993 er hann gekk í Oddfellow- stúkuna nr.5., Þórstein, og má með sanni segja að strax tókst með okkur afskaplega góð og inni- leg vinátta sem aldrei bar skugga á, enda ekki annað hægt þar sem hans létta lund gerði hann að au- fúsugesti. Heimir var fljótt kallaður til ábyrgðarstarfa í st. nr. 5, Þór- stein, sem hann sinnti af mikilli ábyrgð og kostgæfni. Er við nokkrir bræður í stúk- unni ákváðum að taka þátt í stofn- un nýrrar stúku árið 1998 með að- setur í Hafnarfirði vantaði ekki áhuga Heimis að styðja við stúk- ustofnunina og Oddfellow-starfið með því að gerast einn af horn- steinum stúkunnar nr. 23, Gissur hvíti. Strax við stofnun var Heimi fal- ið ábyrgðarstarf í stúkunni og varð tveimur árum síðar kosinn gjaldkeri í stjórn hennar. Hann var einnig formaður í mörgum nefndum stúkunnar og alltaf var hann tilbúinn að taka að sér hin ýmsu störf á hennar vegum. Heimir ásamt undirrituðum stóð einnig að stofnun Oddfellow- búða í Reykjanesbæ árið 2009, þar var Heimi einnig falið ábyrgðar- starf við stofnun Ob. nr. 5, Frey, sem hann gegndi af mikilli trú- mennsku og áhuga og mætti ein- staklega vel á alla fundi. Við félagarnir sem ókum saman á fundi í Frey eigum eftir að sakna Heimis mikið. Um margt var spjallað á leið- inni. Heimir var einstaklega fær og eftirsóttur pípulagningameistari, vandvirkur og samviskusamur, það get ég vottað. Er hann lagði pípulögn í nýbyggingu kom út- tektarmaður nýkominn úr námi við erlendan tækniskóla, leit á pípulögnina og sagði: „Ég hef aldrei séð eins vandaða og vel unna pípulögn“ og fékk leyfi til að setja myndir til sýnis á heimasíðu. Heimir starfaði síðustu ár hjá Olíudreifingu eða þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Oft var mikið álag á Heimi og unnið „langt frameftir“. Þá vinnu vann hann af mikilli samviskusemi eins og allt sem hann gerði og allt stóðst eins og um var talað. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og bræðra í Oddfellow-stúkunni Gissuri hvíta og Patr. í Ob. nr. 5, Frey, viljum við þakka samfylgd- ina og vottum Jónínu eiginkonu Heimis og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, kæri bróðir, og friður veri með sálu þinni. Ég þakka allt sem okkur fór á milli áhuga þinn, vilja þinn og snilli. Hljóttu ávallt allra góða hylli. Sem auðnubikar lífs þíns sneisafylli. (Ágúst Böðvarsson.) Haraldur Hjartarson. Heimir Svansson Sigfríð var dóttir Guðlaugs Guðjónssonar og Aðal- heiðar Valdimarsdóttur, Sand- brekku Fáskrúðsfirði. Systkinin frá Sandbrekku voru sex, Axel, Leifur, Kristjana, Sigfríð, Valdi- mar og Þórhildur, en hún er ein eftirlifandi systkina. Þegar Kristjana lést árið 2004 missti Sigfríð mikið, en systurnar voru mjög nánar, bjuggu þá báð- ar á Fáskrúðsfirði. Stuttu síðar flutti Sigfríð ásamt eiginmanni sínum Rúnari Þ. Hallsyni vél- virkjameistara til Reykjavíkur, vegna veikinda hans. Rúnar lést árið 2006 eftir erfið veikindi og stuttu síðar þurfti Sigfríð einnig að sjá á eftir tveim bræðrum sín- um. Allur þessi ástvinamissir á stuttum tíma tók mjög á hana. Húnvar sjálf ekki heilsuhraust síðustu ár og það setti mark sitt á líf hennar. Synir Sigfríðar og Rúnars eru þrír; Guðlaugur, Hallur og Sig- þór, og eru þeir allir búsettir er- lendis. Dóttir Sigþórs og nafna ömmu sinnar, Sigfríð Dís, sem býr í Reykjavík, hefur því verið stoð og stytta ömmu sinnar síðastliðin ár. Það er gott að muna að elska fjöl- skyldu og vini og nota tímann hér á jörð hvern dag, á morgun getur það verið of seint. Sigfríð fór ung í húsmæðra- skóla á Ísafirði, hún starfaði um tíma á símstöðinni á Fáskrúðs- firði og um það leyti kynntist hún Sigfríð Guðlaugsdóttir ✝ Sigfríð Guð-laugsdóttir, Sissý, fæddist á Fá- skrúðsfirði 29. október 1941. Hún lést í Reykjavík 9. janúar 2017. Útförin hennar fór fram frá Foss- vogskirkju 13. jan- úar 2017. Rúnari eiginmanni sínum. Seinna vann hún á leikskólanum Kærabæ á Fá- skrúðsfirði. Sissý var mikill fagurkeri enda hafði vinkona okkar beggja það eitt sinn á orði að alltaf væri svo notalegt á heim- ili hennar, hvar sem það væri. Sissý bjó síðast í Furugerði og þar var sannarlega hlýlegt. Ekki óraði mig fyrir því að samtalið okkar í janúar síðast- liðnum yrði það síðasta, en þá sagði hún mér frá því hvað hún hefði verið ánægð með jólaheim- sóknina frá Noregi, þegar Sigþór kom til hennar með ömmudreng- inn Dagfinn litla. Ég sakna þess að eiga ekki lengur við hana símtöl og að hitta hana og sérstaklega minnist ég þess ógleymanlega augnabliks þegar hún varð 70 ára, þá kom ég hennar á óvart! Þannig týnist tíminn. Ég sendi, sonum Sigfríðar og fjölskyldum þeirra, ásamt systur hennar Þórhildi innilegar samúð- arkveðju. Ég þakka fyrir að fá að kynn- ast góðri konu. Guðríður Karen Bergkvistsdóttir. Okkar ástkæri ÞORSTEINN SIGURÐSSON vélvirkjameistari andaðist á Landspítalanum 31. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir til starfsfólks á deild B7, Landspítalanum í Fossvogi, fyrir frábæra umönnun og alúð. Þökkum samúð og vinarhug. Ástvinir og fjölskyldur hins látna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS EYÞÓRSSONAR, Hólmatúni 1, Álftanesi. Sigríður Eiríksdóttir Björg Eyjólfsdóttir Sigurður H. Sigurz Erna Þórarinsdóttir Hróðmar G. Eydal Hrefna Þórarinsdóttir og barnabörn Þökkum af alhug samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, PETRU GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Austurvegi 5, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir einstaklega góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Stefanía Björg Einarsdóttir Ólafur Þór Þorgeirsson Magnús Andri Hjaltason Hjörtfríður Jónsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, sambýliskona, systir, amma og langamma, GUÐRÚN ANNA INGVADÓTTIR, Logafold 166, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Brynja Steinþóra Gísladóttir Sigríður Gísladóttir Jón Elli Guðjónsson Inga Steinþóra Ingvadóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÞÓRARINSDÓTTUR, Kastalagerði 6, Kópavogi. Haukur Steingrímsson Tómas Hauksson Alda María Magnúsdóttir Steingrímur Hauksson Guðrún Jónsdóttir Hjörtur Þór Hauksson Dagný Guðmundsdóttir Sverrir Davíð Hauksson Birna Guðmundsdóttir Einar Kristinn Hauksson Eyrún Anna Felixdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem hafa auðsýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BIRNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Borgarbraut 65a, áður Þorsteinsgötu 12, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar á Sjúkrahúsinu á Akranesi fyrir góða umönnun. Guðrún Fjeldsted Guðjón Guðlaugsson Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir Halldór Guðni Guðlaugsson Guðrún Birgisdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.