Morgunblaðið - 11.02.2017, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
✝ Sigurjón Ingi-berg Bjarnason
fæddist 26. maí
1951. Hann lést á
heimili sínu í
Gautaborg í Svíþjóð
5. desember 2016.
Foreldrar hans
voru Sigþrúður
Karólína Elísabet
Þórðardóttir, f. 19.
ágúst 1905, d. 11.
nóvember 1979, og
Bjarni Helgason, f. 3. október
1919, d. 19. maí 2010.
Systkini Sigurjóns sammæðra
eru María Þórlaug Friðleifs-
dóttir, f. 9. mars 1929, d. 14.
september 1994, Bára Val-
gerður Friðleifsdóttir, f. 20. des-
ember 1930, d. 8. júlí 2014, Frið-
rún Þóra Fjóla Friðleifsdóttir, f.
3. mars 1932, d. 20. mars 1963,
Ægir Breiðfjörð Friðleifsson, f.
17. júlí 1934, d. 1. febrúar 1999,
Jón Friðrik Breiðfjörð Frið-
leifsson, f. 15. ágúst 1936, d. 28.
mars 2000, Svavar Friðleifsson,
f. 16. september 1937, d. 14.
ágúst 2011, Jónína Guðrún Frið-
leifsdóttir, f. 9. júní 1939, d. 15.
október 1996, Grétar Frið-
leifsson, f. 12. júní 1943, Hjördís
Lilja Jónasdóttir, f. 19. janúar
1945. Sigurjón var í
sambúð með Maríu
Lovísu Jack, f. 28.
ágúst 1946, í nokk-
ur ár. Börn þeirra
eru Sigurlín Bjarn-
ey, f. 9. febrúar
1975, og Sig-
tryggur Jón, f. 24.
febrúar 1977, voru
ættleidd af hjón-
unum Gísla Arn-
bergssyni, f. 23.
mars 1946, og Lovísu Þórð-
ardóttur, f. 15. desember 1948,
d. 20. janúar 2014. Sigurjón og
María bjuggu á ýmsum stöðum á
höfuðborgarsvæðinu og í Kefla-
vík uns þau fluttust til Svíþjóðar
árið 1981 og settust að í Gauta-
borg þar sem Sigurjón bjó æ síð-
an. Sigurjón ólst upp hjá móður
sinni í Hafnarfirði. Eftir vana-
lega skólagöngu stundaði hann
ýmis störf til sjós og lands. Hann
lærði m.a. rafsuðu sem hann
vann mikið við. Eftir að til Sví-
þjóðar kom stundaði hann hin og
þessi störf, m.a. rafsuðuvinnu
vegna olíuborpalla en lengst af
húsvörslu í stóru húsfélagi og
síðast í skóla í Gautaborg.
Útför hans fór fram í Gauta-
borg 11. janúar 2017.
Okkur setti hljóð þann 5. desem-
ber er við fréttum að Sigurjón Ingi-
berg Bjarnason, kær vinur og sam-
ferðamaður til áratuga, væri látinn.
Við hjónin kynntumst Sigurjóni er
hann hóf búskap með Maríu Jack,
systur Davíðs árið 1973 og var hann
eftir það alltaf sem einn af fjöl-
skyldu okkar þótt leiðir hans og
Maríu skildu. Reyndar var það svo
að hann og María voru alla tíð í
mjög góðu sambandi og leið varla
svo dagur hin síðari ár að þau töl-
uðust ekki við í síma og það oftast
tvisvar til þrisvar á dag. Oft dvaldi
hann hjá henni um jól og páska og
hún heimsótti hann til Gautaborgar.
Nokkrum sinnum komu þau líka
saman til Íslands.
Þótt vík væri milli vina, Sigurjón
í Svíþjóð og við á Íslandi, þá héldum
við alltaf góðu sambandi með sím-
tölum og heimsóknum. Síðast heim-
sóttum við Sigurjón í byrjun sept-
ember s.l. og gistum hjá honum eina
nótt. Við komum með lest til Gauta-
borgar eftir heimsókn til Maríu í
Åseda. Á lestarstöðinni tók Sigur-
jón á móti okkur, hress og kátur að
vanda. Fylgdum við honum heim til
hans og áttum þar ánægjulegt síð-
degi og kvöld við skemmtilegt spjall
og nutum góðs matar sem hann
útbjó. Sigurjón var snyrtilegur í
umgengni og var sífellt að bæta og
laga heimili sitt sem bar snyrti-
mennsku hans gott vitni.
Þegar Sigurjón kom til Íslands
var hann vanur að gista hjá okkur
og þá var hann vakinn og sofinn um
að gera eitthvað sem að gagni
mætti koma, s.s. að slá lóðina, bera
á hurðir og garðhúsgögn svo eitt-
hvað sé nefnt. Iðjuleysi var honum
ekki að skapi jafnvel ekki þótt í fríi
væri. Þegar hann var á Íslandi
ferðuðumst við í nokkur skipti
saman um landið og var ánægju-
legt að hafa hann með í för.
Sigurjón var skemmtilegur fé-
lagi, glaðsinna og jákvæður, þótt
hann sigldi ekki alltaf lygnan sjó og
ætti í áralöngu stríði við Bakkus
konung. Oft hafði hann betur í
þeirri glímu jafnvel árum saman en
svo brá konungurinn fyrir hann
fæti á ný. Alltaf hélt hann þó já-
kvæðni sinni og skemmtilegu skop-
skyni sem beindist ekki síst að hon-
um sjálfum.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti til Sigurjóns fyrir
vináttu og ánægjulegar samveru-
stundir á liðnum árum og fyrir hve
mikill vinur og félagi hann var
Maríu.
Guð blessi minningu vinar okkar
Sigurjóns Bjarnasonar.
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir,
Davíð Jack.
Sigurjón Ingiberg
Bjarnason
Smáauglýsingar 569
Húsnæði óskast
Fyrirtæki óskar eftir íbúð
fyrir starfsmann
Fyrirtæki óskar eftir fullbúinni íbúð
með einu svefnherbergi fyrir
starfsmann frá 1. apríl og í eitt ár.
Íbúðin má vera fullbúin húsgögn-
um eða tóm. Öruggum greiðslum
heitið, hver mánuður fyrirfram-
greiddur. Fyrirtækið greiðir að
hámarki 200.000 kr. með öllu inni-
falið, þ.e. hita, rafmagni, Interneti,
hússjóði.
Vinsamlegast hafið samband í
tölvupósti:
ragnarfj@gmail.com eða í
síma 666 5570.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Verslun
UNDIR ÞESSU MERKI
SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli
49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500
kr., gull m. demanti 55.000 kr.), silfur-
húð 3.500 kr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is
Póstsendum
Þjónusta
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Uppl. í s: 788 8870 eða
murumogsmidum@murumogsmidum.is
Múrum og smíðum ehf
Byggingavörur
Lóð undir smáhýsi
Lítil (100m2+) lóð óskast fyrir 30 fer-
metra smáhýsi. Mosfellsbær, Reykja-
vík, Seltjarnarnes, Kópavogur,
Garðabær, Hafnarfjörður og fleiri
staðir koma til greina.
Uppl. sendist: magnus@vidur.is eða
gsm. 660 0230, Magnús
Ýmislegt
7.900
kr.
5.900 kr.
3.950
kr.
6.500
kr.
6.500 kr.
5.200 kr.
Fylgstu með á Facebook
Frú Sigurlaug
Mjóddin
s. 774-7377
Sundbolir • Tankini
Bikini • Náttföt
Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt
Verkfæri
Giftingar- og trúlofunarhringar
frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með
alexandrite-steini sem gefur mikið
litaflóð. Verð 27.500 á pari með
áletrun.
ERNA, Skipholti 3,
sími 5520775, www.erna.is
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Viðhalds-
menn
Tilboð/tímavinna
s. 897 3006
vidhaldsmenn.is
vidhaldsmenn@gmail.com
Bílar aukahlutir
Plexiform og bólstrun
sími 6944772
Sætaviðgerðir og bólstrun farar-
tækja, hlífðaráklæði saumað eftir
máli. Lagervara, póstkassar,
bæklingastandar á borð og vegg,
tölvu- og skjástandar.
Opið frá kl. 9 til 15. Sími 5553344.
www.mbl.is/mogginn/ipad
Gríptu tækifærið!
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift
Allt frá því að við
kynntumst fyrst ár-
ið 2005 líkaði okkur
vel hvor við aðra,
elsku Sigrún. Alltaf kallaðir þú
mig „Sirrý þína“, sem mér þótti
ofboðslega vænt um. Fyrstu ár-
in eftir kynni okkar hringdir þú
mjög oft í mig, svona bara til að
spjalla. Eftir að þú fluttir svo á
Hrafnistu, þar sem þér fannst
þú örugg, urðu símtölin færri,
en heimsóknum til þín fjölgaði.
Síðustu ár fannst þér notalegast
að halda kyrru fyrir á Hrafnistu
og vildir lítið fara þaðan út. Við
hátíðartilefni fórstu þó út með
Sigrún Halla
Eiríksdóttir
✝ Sigrún HallaEiríksdóttir
fæddist 11. febrúar
1927. Hún lést 30.
desember 2016.
Útför Sigrúnar
fór fram 11. janúar
2017.
fjölskyldunni líkt
og tvö síðustu jól
sem eru mér og
verða mér alltaf
minnisstæð og dýr-
mæt. Þessi jól
varstu mjög spennt
að koma til okkar,
við áttum ótrúlega
gott og langt spjall
saman og þér lá sko
ekkert á að fara
heim. Þú sagðir „ef
það verður búið að læsa á
Hrafnistu þá hringi ég bara
dyrabjöllunni og vinur minn
(næturvörðurinn) opnar fyrir
mér“. Ég keyrði þig svo heim í
lok kvölds og áfram spjölluðum
við alveg upp að dyrum. Þetta
kvöld er ég svo þakklát fyrir að
hafa átt með þér, elsku tengda-
mamma.
Hvíl í friði, elsku Sigrún mín,
og Guð veri með þér. Þín,
Sigríður (Sirrý).