Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 42

Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Viktoría Her-mannsdóttir, frétta-maður á RÚV, á 30 ára afmæli í dag. Viktoría er sjóuð í blaðamannabrans- anum, en hún var lengi blaðamaður á DV og var meðal annars ritstjóri helg- arblaðs Fréttablaðsins þar til hún hóf störf á RÚV síð- astliðið haust. „Blaðamennskan er skemmtileg vinna þar sem maður fær tækifæri til að kynnast alls konar fólki og fjalla um áhugaverð málefni. Ég er búin að vera í þessu í nokkur ár og hef kynnst ýmsu á þeim tíma. Ég hef alltaf haft áhuga á blaða- mennsku og byrjaði ung að gefa út skólablöð og gera út- varps- og sjónvarpsþætti með vinkonum mínum í Breiðholtinu. Ég ákvað svo að verða blaðamaður þegar ég var ólétt að dóttur minni og réð mig á DV sem var mikill skóli og skemmtilegur. Fyrstu mánuðina var alltaf að líða yfir mig út af óskilgreindum meðgöngukvilla milli þess sem ég elti uppi einhver skúbb. Ég var í nokkur ár á DV og fór þaðan yfir á 365 og þaðan á RÚV. Núna hef ég prófað þetta allt; prentmiðla, vef, sjónvarp og útvarp og þetta hefur allt sinn sjarma. Mér þykir alltaf skemmtilegast að hitta fólk sem hefur áhugaverðar sögur að segja og miðla þeim áfram því öll eigum við okkar sögur. En auðvitað er skemmtilegast þegar eitt- hvað sem maður fjallar um verður til þess að breyta einhverju.“ Viktoría segir áhugamálin aðallega snúa að fólki. „Ég var að fatta að ég á eiginlega engin önnur áhugamál en að hitta fólk og drekka kaffi eða eitthvað annað. Ég er mjög góð í því. En það kannski breyt- ist með hækkandi aldri og maður fer að finna sér einhver almennileg áhugamál,“ segir hún. Viktoría ætlar að sjálfsögðu að halda upp á afmælið sitt. „Ég er svo heppin að eiga afmæli á laugardegi og ætla að halda gott partí fyrir fjölskyldu og vini. Maður verður að fagna þessu fyrst maður hefur lif- að þessi 30 ár af. Besta hljómsveit landsins ætlar að troða upp þannig að ég vona að það verði mikið fjör.“ Dóttir Viktoríu er Birta Hall sem er sex ára og kærasti Viktoríu er Sólmundur Hólm, útvarpsmaður og skemmtikraftur. Býst við miklu fjöri í afmælinu í kvöld Viktoría Hermannsdóttir er þrítug í dag Mæðgurnar Viktoría og Birta. G eir Magnússon fæddist í Reykjavík, 11.2. 1942 og ólst upp á Fjölnis- vegi: „Hjá okkur krökkunum á þessum slóðum var Landspítalalóðin vinsæll leikvangur, en þá voru þar aðeins fjögur til fimm hús og nánast engin bílastæði.“ Foreldrar Geirs fluttu í Kópavog 1954 og bjuggu þar svo alla sinn bú- skap: „Móðurforeldrar mínir bjuggu í Vestmannaeyjum og þang- að fór ég á sumrin. Eyjarnar voru paradís fyrir börn til leiks og starfs. Ég var 10 ára þegar ég vann mér fyrst fyrir kaupi í Eyjum. Börn unnu við að stinga fisk úr stíum í togurunum, bera saltfisk á stakk- stæði og að roðrífa fisk í fiskvinnsl- unum. Ég fór flest sumur til Eyja fram yfir fermingu. Móðurbróðir minn, Sigurður Gunnsteinsson, var umboðmaður Loftleiða í Eyjum og ég fékk oft að fara með og hafði mjög gaman af.“ Geir var í Barnaskóla Austur- bæjar og Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar. Hann útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst 1961. Að námi loknu hóf Geir störf hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, sá þar um gjaldeyris- viðskipti í nokkur ár, síðan um dag- legar fjárreiður, var aðstoðarmaður Þórhalls Björnssonar aðalféhirðis til 1976, er hann varð framkvæmda- stjóri fjármála Sambandsins. Því starfi gegndi Geir til 1984, er hann varð bankastjóri í Samvinnubanka Íslands hf. Samvinnubankinn var svo seldur Landsbanka Íslands í árslok 1990. Geir var ráðinn forstjóri Olíu- félagsins hf. sumarið 1991 og Geir Magnússon, fyrrv. bankastjóri og forstjóri – 75 ára Myndarleg börn Hér eru börn Geirs og Kristínar, kát og hress, þau Kristinn Þór, Erla og Gunnsteinn. Tekur eiginkonu og golf fram yfir hestana Hjónin Geir og Kristín sem leika golf á fullu, hér heima og í Flórída. Mosfellsbær Kíran Sedhai fæddist 30. júlí 2016 kl. 1.44. Hann vó 3.330 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Hulda Margrét Eggertsdóttir og Rajan Sedhai. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is NÝ OG GLÆSILEG BLÖNDUNARTÆKJALÍNA Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Bað- og sturtutæki með stút upp. 42.900 kr. FMM SILJAN Handlaugartæki án botnv. 20.950 kr. FMM SILJAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.