Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
T E X T I 15.9 - 16.4.2017
Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur
VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017
JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 26.02 2017
VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9. - 17.09. 2017
Opið fyrir umsóknir um Sumartónleika LSÓ til og með 21. febrúar.
Sjá www.LSO.is
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
KAFFISTOFA heimabakaðar kökur
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Laugardaginn 11 febrúar kl. 15: Opnun ljósmyndasýninga, Steinholt -
saga af uppruna nafna og Grímsey
Sunnudaginn 12. febrúar kl. 14-16: Christopher Taylor og Cole Barash
kynna ljósmyndasýningar sínar og árita bækur.
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning
Þjóðminjasafnsins
Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Grímsey á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Laugardaginn 11. febrúar: Júlía&Julia opna nýtt kaffihús
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi,
opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Steinholt – saga af uppruna nafna er
heiti sýningar breska ljósmyndarans
Christophers Taylor sem verður
opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins
í dag, laugardag, klukkan 15. Þetta
er röð svarthvítra ljósmynda, hand-
gerð falleg prentin gerð eftir filmum
sem Taylor hefur lýst með gamalli
Rolleiflex-filmumyndavél. Og mynd-
efnið er ljóðrænt og að sumu leyti
kunnuglegt Íslendingum: haf og
hrörleg hús, fjöll og andlit, sauðfé,
fiskur og náttúran eins og hún birt-
ist norður við íshaf við Langanes og
Melrakkasléttu.
Toylor segir sýninguna fjalla um
minningu staða og hann hefur sett
hana upp víðar; þessar Íslands-
myndir hans hafa þegar verið sýnd-
ar í Kína og fleiri sýningar á þeim
eru að fara upp í sama landi, og þá
hefur bók með myndunum nýverið
komið út hjá virtu þýsku forlagi.
Taylor segist hafa komið reglu-
lega til Íslands síðan á níunda ára-
tugnum þar sem eiginkona hans,
Álfheiður Haraldsdóttir er íslensk.
„Faðir hennar fæddist á Þórshöfn og
föðurfjölskylda hennar er af þessu
svæði, norðausturhorninu, og Álf-
heiður var á sumrin hjá ömmu sinni
og nöfnu á Þórshöfn. Faðir hennar
var sjómaður og fór að heiman þegar
hann var 14 ára en síðustu árin sem
hann lifði, frá 2011, var hann aftur á
Þórshöfn, á elliheimili.“
En hann var ekki einn um að
koma sér fyrir á Þórshöfn því árið
2010 bauðst Álfheiði og Taylor að
eignast húsið sem amma hennar
hafði á sínum tíma búið í og þau létu
slag standa og hafa síðan dvalið þar
um tíma á hverju ári. Og þá fór þessi
myndröð, sem nú er sýnd í Þjóð-
minjasafninu, að fæðast.
„Ég byrjaði á sama tíma að gera
upp húsið og taka þessa myndröð
hér, myndir sem ég byggi að vissu
leyti á sögu tengdafjölskyldu minnar
og stöðunum þar sem þau bjuggu,“
segir Taylor.
Sumar myndanna eru því teknar á
stöðum þar sem horfnir forfeður Álf-
heiðar gengu um grundu og aðrar á
svæðum á milli þeirra. „Hugmyndin
var í og með að kynnast svæðinu,“
segir Taylor. „Mest hef ég myndað á
sumrin, eins og sjá má, en þá hef ég
gjarnan verið hér í tvo til þrjá mán-
uði, en ég hef líka myndað seint á
haustin. Þá hef ég stundum unnið um tíma í fiski á staðnum, unnið í
húsinu og verið að mynda. Það fer
vel saman,“ segir hann og brosir.
Á afskekktum stöðum
Þegar blaðamaður hefur orð á að
stemningin í myndheiminum sé
nokkuð þunglyndisleg, eða dap-
urleg, þá brosir ljósmyndarinn.
„Það fer nú eftir því hvernig mað-
ur skilgreinir orðið þunglyndislegt,
en vissulega er ákveðin melankólía
sem maður upplifir við að koma á
staði sem hafa verið yfirgefnir. Það
getur verið undarleg og tregafull til-
finning, enda tengist ég nú fólkinu
sem bjó þar gegnum konuna mína.“
Taylor er sjálfmenntaður ljós-
myndari en hefur komið víða við í
listinni, og þá einkum í gegnum ljós-
myndunina en hann hefur kennt og
sýnt víða en einkum í Kína. Þau Álf-
heiður eru hins vegar búsett í Suð-
ur-Frakklandi.
„Þessar myndir hér hef ég tekið á
fimm til sex árum. Fyrsta árið hérna
átti ég ekki bíl og kannaði þá um-
hverfi Þórshafnar á reiðhjóli,“ segir
hann. „Ég hjólaði til dæmis út eftir
Langanesi og svaf á ströndinni vaf-
inn inn í teppi. Þá tók ég þessa mynd
þarna um miðnæturleytið,“ segir
hann og bendir á húmdökkt lands-
lagsform við hafið.
Sýnin í myndunum er ljóðræn og
kyrr, þar sem áhorfandinn horfir
með ljósmyndaranum á haf og fugla.
„Já, ljóðræni þátturinn er mér mik-
ilvægur. Saga fjölskyldunnar heldur
utan um rammann en vitaskuld er
meginsagan sem birtist hér saga
mín sjálfs. Þetta er mín túlkun á
upplifununum, ekki skráning á sögu
tengdafjölskyldunnar.
Stundum hef ég farið í langar
göngur, í tvo til þrjá daga, og hef
notið þess að kanna þennan hluta
landsins. Og hef þá komið á suma að
mér finnst afskekktustu staði Ís-
lands og finnst það heillandi. Á sín-
um tíma hefur verið gríðarleg fá-
tækt á þessu svæði inn til landsins.“
Sýndar í Kína
Þegar Taylor er spurður út í fólkið
sem birtist á sumum myndanna, þá
bendir hann á fullorðinn mann á
einni myndinni og segir að það sé
tengdafaðir sinn. „Ég tók þessa
mynd aðeins viku áður en hann lést.
En þarna“ – hann bendir á aðra ljós-
mynd – „er hann tveimur árum
fyrr“.
Þegar spurt er að því hvort þessi
viðamikla myndröð frá norðaust-
urhorni Íslands hafi verið sýnd víð-
ar, segist Taylor hafa sýnt hana í
galleríum í tveimur borgum í Kína
en hann hefur sýnt oft þar í landi. Og
kínverskir sýningargestir kunnu
greinilega vel að meta það Ísland
sem birtist í myndum hans, því fleiri
sýningar á þeim eru á döfinni þar.
„Ég hef komið reglulega til Kína
undanfarin þrjátíu ár og mér finnst
skemmtilegt að sumir sem fjalla um
þessar myndir sjá í þeim tengingar
við málverk frá Song-tímabilinu. En
kannski hefur Kína, og kynni mín af
kínverskri list, haft áhrif á sýn mína
og hvernig ég upplifi heiminn – líka
hér á Íslandi. Það er skemmtileg
hugmynd, enda er ég heillaður af
kínverskri menningu.“
Undarleg og tregafull tilfinning
Christopher Taylor sýnir ljósmyndir
sínar frá norðausturhorni landsins
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljóðrænt „Ég byrjaði á sama tíma að gera upp húsið og taka þessa myndröð hér, myndir sem ég byggi að vissu leyti
á sögu tengdafjölskyldu minnar og stöðunum þar sem þau bjuggu,“ segir Taylor en húsið er á Þórshöfn.
Á Veggnum, sýningarými fyrir
framan Myndasalinn í Þjóðminja-
safninu, er opnuð í dag sýningin
Grímsey með litmyndum eftir
bandaríska ljósmyndarann Cole
Barash.
Barash er þrítugur ljósmyndari,
búsettur í New York og hefur hann
verið virkur á sýningarvettvangi
undanfarinn áratug. Árið 2015 kom
út samnefnd bók með 57 ljós-
myndum sem Barash tók í Grímsey.
Um verkefnið segir ljósmyndarinn
meðal annars í texta sem fylgir
myndunum:
„Þegar ég dró leið mína inn á Ís-
landskortið var mér starsýnt á lít-
inn landskika, nálægt veðruðum
kanti kortsins, eyju langt norður af
ströndinni merkt Grímsey. Það sem
vakti áhuga minn var 5,5 km breið-
ur veðurbarinn klettur á heim-
skautsbaugnum, búsvæði 86 ein-
staklinga. Mér fannst ég verða að
kanna svæðið nánar og uppgötva
hulda fjársjóði eyjunnar…
Fyrir ferðina hafði ég hvorki afl-
að mér upplýsinga né gert áætlanir
um dvölina en eftir að hafa stigið
frá borði hafði ég uppi á konu sem
útvegaði gististað. Næstu tíu daga
dvaldi ég aleinn í litlum kofa og
skoðaði eyjuna í krók og kring. Ég
knúði dyra, heilsaði og brosti hlý-
lega. Á köldum dögum kynti heitt
kaffið undir áhuga mínum á að
læra meira um menningu þessa af-
skekkta staðar.
Ári síðan snéri ég til baka til að
halda verkinu áfram en í þetta
skipti um sólríkt sumar. Vinnan
fólst í því að taka myndir af íbúum í
návígi innan veggja heimilisins og
skrásetja viðbrögð þeirra við birtu
og landslagi. Ég treysti á eigið
innsæi til að leiða í ljós það áhuga-
verða og óvænta: Litbrigði, hluta
innréttingar eða þögn í hyldýpi ein-
semdar. Verkefnið mótaðist af
þessum einstaka stað í heiminum
og ég steig inn í samfélag sem er
ósvikið, fólkið er lítið upptekið af
sjálfu sér, iðjusamt og sannarlega
gott. Með mínum augum séð eru
það þessi atriði sem móta fólkið og
gera það ólíkt öllu öðru sem ég hef
kynnst…“
Grímsey – einstakur staður
Litríkt Ein af ljósmyndum Coles Barash af mannlífi og stöðum í Grímsey.