Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Enska dablaðið The Financial Tim-
es birti í fyrradag gagnrýni um
tónleika Emilíönu Torrini og belg-
ísku hljómsveitarinnar The Color-
ist Orchestra, sem fram fóru í
Islington Assembly Hall í Lund-
únum degi fyrr, 8. febrúar.
Segir m.a. í henni að hljóm-
sveitin sérhæfi sig í að endurtúlka
lög annarra listamanna og það
sem hafi komið hvað mest á óvart
á tónleikunum hafi verið sú mikla
rýmistilfinning sem tónlistin hafi
vakið. Hljómsveitin hafi myndað
margslungin taktmynstur og mel-
ódíur sem rödd Emilíönu, hrein og
með andardráttarhljóði, hafi flotið
ofan á. Þar á milli hafi hins vegar
ekkert verið, eins og gagnrýnandi
kemst að orði. Það hafi hins vegar
verið hressandi að tónlistarmenn-
irnir óttuðust ekki að mynda eyður
og göt í flutningi sínum. Um tíma
hafi Emilíana verið farin að missa
athygli áheyrenda en náð henni
aftur með flutningi á „Today Has
Been OK“. Þá hafi flutningur Em-
ilíönu og hljómsveitarinnar á
„Jungle Drum“ verið glaðlegur.
Gagnrýnandi gefur tónleikunum
þrjár stjörnur af fimm mögu-
legum.
Raddfögur Emilíana Torrini.
Tónleikar yfir með-
allagi, að mati FT
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þær fréttir bárust í gær að Eiður-
inn, kvikmynd Baltasars Kormáks,
hefði verið seld til yfir 40 landa í
mörgum heimsálfum, m.a. Norður-
og Suður-Ameríku, Asíu, Evrópu og
Ástralíu. „Það er frábært,“ segir
Baltasar, staddur á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Berlín, um söluna á
Eiðnum og bætir við að honum hafi
gengið nokkuð vel að selja kvik-
myndirnar sínar.
Spurður að því hvort þessa miklu
sölu megi að einhverju leyti þakka
hinni miklu umfjöllun og dreifingu
sem kvikmynd hans Everest fékk á
sínum tíma, segir Baltasar að e.t.v.
megi þakka henni þann áhuga sem
Eiðnum var sýndur fyrirfram.
„Everest gekk rosalega vel, hún
er sú af stóru myndunum mínum
sem fór langvíðast alþjóðlega, þ.e.
ekki í bara um Ameríku heldur um
öll heimssvæðin, Kína og Japan
o.s.frv. Það kannski kveikir áhugann
en svo verður myndin auðvitað að
standa undir sér. Hún er á íslensku
og það ætlast enginn til þess að hún
geri það sama og Everest en það
opnar þennan möguleika að fólk sýni
henni áhuga strax í byrjun,“ út-
skýrir Baltasar. „Þetta eru miklu
fleiri en 40 lönd því það eru ýmis
svæði sem er ekki farið að telja til,
t.d. í Afríku og Mið-Austurlöndum.“
Mikill áhugi fyrir íslensku efni
Áhuginn á íslenskum sjónvarps-
þáttum erlendis hefur vakið athygli
hin síðustu misseri, m.a. á þáttunum
Ófærð sem Baltasar framleiddi og
hafa opnað dyr fyrir íslenskt sjón-
varpsefni á alþjóðamarkaði. Nú síð-
ast bárust fregnir af því að Fangar
hefðu verið seldir til nokkurra landa
og alþjóðlegrar efnisveitu.
Baltasar nefnir sem dæmi um vel-
gengni Ófærðar að þáttaröðin verði
brátt aðgengileg á Amazon í Banda-
ríkjunum og að til standi að end-
urgera hana fyrir bandaríska sjón-
varpsstöð. „Weinstein fyrirtækið
keypti íslensku útgáfuna og seldi
hana til Amazon og mér skilst að í
Frakklandi hafi ekkert erlent efni
fengið annað eins áhorf á árinu. Ég
var að tala við náunga í morgun frá
Studio Canal sem sagði að ótrúlegt
væri að sex milljónir Frakka horfðu
á þætti sem væru ekki bandarísk
stórframleiðsla. Það er fáheyrt,“
segir Baltasar um velgengni þátt-
anna og bætir við að þættirnir séu
auk þess sýndir á „prime time“,
þeim tíma þegar flestir horfi á sjón-
varp.
„Þetta er búið að vera svona mjög
víða með Ófærð og ég held að það sé
að opna dyr. Ólafur Darri (Ólafsson)
hefur verið að gera það gott en hefur
aldrei fengið aðra eins athygli sem
leikari og fyrir Ófærð. Hann var á
forsíðunni á Sunday Times þannig
að þetta er að hafa öðruvísi áhrif, allt
í einu erum við að stimpla okkur
inn,“ segir Baltasar. Ófærð hafi
komið í kjölfarið á vinsælum dönsk-
um þáttaröðum og því megi tala um
ruðningsáhrif.
Sú heitasta á markaðnum
Baltasar segir að salan á Eiðnum
hafi byrjað á kvikmyndahátíðinni í
Toronto í fyrra og hafi því tekið dá-
góðan tíma. „Þetta er uppsafnað og
verið að klára síðustu svæðin. En ég
er hins vegar hérna í Berlín að selja
Adrift,“ segir Baltasar og víkur tal-
inu að næstu kvikmynd sem hann
mun leikstýra.
– Það vissi enginn af þessari
mynd, Adrift, fyrr en í morgun, eða
hvað?
Baltasar hlær. „Það má eiginlega
segja það, ég var ekkert að fara hátt
með hana. Hún er líka að seljast úti
um allan heim og það er svolítið
öðruvísi, þetta er stór mynd og það
er talað um að hún sé sú heitasta á
markaðnum hérna,“ segir hann.
En hefur þetta kvikmyndaverk-
efni verið lengi í pípunum? „Ég er
búinn að vera að semja í nokkra
mánuði, fann þetta handrit í gegnum
mína kontakta og leist vel á. Hand-
ritshöfundarnir áttu handritið sem
er óvenjulegt því oft eiga stúdíóin
handritin, eru búin að kaupa þau og
þróa,“ segir Baltasar. „Ég fékk svo
leikkonuna, Sheilene Woodley, til að
taka að sér aðalhlutverkið í mynd-
inni og fór með þetta til stúdíóanna,
sem framleiðandi og leikstjóri, til að
fá myndina fjármagnaða. Það er það
sem ég er búinn að vera að gera í tvo
mánuði.“
Frábær leikkona og karakter
– Hvers vegna sóttistu eftir þess-
ari leikkonu, Woodley?
„Af því mér finnst hún frábær. Ég
sá hana í The Descendants með
George Clooney og hún var frábær í
henni,“ segir Baltasar um leikkon-
una sem er 25 ára og rísandi stjarna
í Hollywood. „Svo er hún líka bara
karakter, hefur verið að mótmæla í
Dakota, Trump og gaspípunum og
því öllu saman. Ég gat varla náð í
hana því hún var alltaf einhvers
staðar úti að mótmæla. Þetta er al-
vörustelpa og karakter, með bein í
nefinu,“ segir Baltasar og bætir við
að margar ungar leikkonur í Holly-
wood hafi sóst eftir hlutverkinu.
„Þetta er sönn saga um stelpu
sem er hetja, hún er hetjan og ég
vildi að áherslan væri lögð á sterkan
karakter,“ segir Baltasar um hlut-
verkið sem Woodley tók að sér.
En hver er sagan? „Hún fjallar
um par sem kemur frá Tahítí og er
fengið til að sigla skútu fyrir ríkt
fólk sem það kynnist, til San Diego
sem er jafnlangt og vegalengdin frá
Íslandi til Los Angeles. Þau lenda í
versta fellibyl sögunnar á miðri
leið … og svo vil ég ekki segja mikið
meira,“ segir Baltasar. Hér sé því
bæði um ástarsögu að ræða og sögu
af fólki sem þarf að takast á við nátt-
úruöflin og reyna að lifa af.
Hörðustu siglingamenn heims
Líkt og í kvikmyndum sínum
Djúpinu og Everest mun Baltasar
leitast við að gera allt eins raunveru-
legt og hægt er í Adrift.
„Mitt plan er að fá hörðustu sigl-
ingamenn í heimi til að sigla skút-
unni í brjáluðum öldum og síðan
vinna þetta þaðan,“ segir hann og
bætir við að það eina sem geti stöðv-
að hann sé tryggingafélag eða að
hann verði handjárnaður við staur.
Baltasar þekkir vel til siglinga,
keppti í þeim þegar hann var dreng-
ur og segist því ekki óttast sjóinn.
„Nú er ég bara á fullu að reyna að
finna út hver sé besta lausnin,“ segir
hann um tæknilegar hliðar kvik-
myndarinnar, þ.e. að færa skútu í
miðjum fellibyl upp á hvíta tjaldið
með sannfærandi hætti.
Baltasar segir að hverri kvikmynd
fylgi ný og lærdómsrík áskorun.
„Mig langar að upplifa spennandi
hluti í gegnum myndirnar mínar og
að fara til Tahítí og gera þetta er í
mínum augum bara spennandi æv-
intýri.“
Kvikmyndar á Tahítí
Eiðurinn verður sýndur í yfir 40 löndum Shailene
Woodley leikur í næstu kvikmynd Baltasars, Adrift
Í vanda Baltasar í Eiðnum í hlutverki Finns sem þarf að takast á við kær-
asta dóttur sinnar en sá er miskunnarlaus eiturlyfjasali.
Ungstirni Shailene Woodley í kvikmyndinni The Descendants frá árinu
2011. Woodley er fædd árið 1991 og nýtur vinsælda í Hollywood.
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 2 OG 3:40
TILBOÐ KL 1:45
TILBOÐ KL 1:45
5%
SÝND KL. 8
SÝND KL. 5, 8, 10.30
SÝND KL. 8, 10.15
SÝND KL. 1.45, 4, 6 SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 1.45 - ísl tal
SÝND KL. 2, 3.40, 5.45
svalandi ísar í
einum kassa