Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is L esandi sendi blaðinu bréf til að lýsa áhyggjum sínum af að bílablaðamenn væru orðnir gjarnir á að nota orðið „jeppi“ til að lýsa alls kyns bíl- um sem þó eru ekki jeppar með réttu. Þessi ábending lesandans er rétt og brýn og raunar er ekki úr vegi að skoða og skilgreina betur orðaforða bílaheimsins. Bílalandslagið er í stöðugri þróun og oft á íslenskan erfitt með að halda í við ný hugtök og skilgreiningar. Það flækir líka málið að bæði eru hönnuðir bíla- framleiðendanna duglegir við að skapa ökutæki sem falla ekki að gömlum skilgreiningum, og mark- aðsdeildirnar velja stundum að kalla hlutina ekki sínu rétta nafni. Flokk- unarfræði bílaflórunnar er því allt annað en einföld. Safna tillögum á Facebook Ef einhver þekkir þennan vanda vel þá er það Ingibergur Elíasson en hann hefur átt sæti í bíl- orðanefnd allt frá stofnun. Nefndin var sett á laggirnar árið 1990 af Ingibergi, Jóni Baldri Þorbjörns- syni, Finnboga Eyjólfssyni sem kenndur var við Heklu og Guðna Karlssyni, en þeir tveir síðastnefndu eru fallnir frá. Ingibergur nýtur þess í dag að vera sestur í helgan stein, en hann kenndi áður bíliðngreinar um ára- tuga skeið hjá Iðnskólanum í Reykjavík og síð- ar Borgarholts- skóla, og vinnur enn í hlutastarfi hjá Iðunni fræðslusetri. Á Facebook halda Ingibergur og fé- lagar hans sem nú sitja í orða- nefndinni úti síðu sem finna má með því að leita að „bílorðanefnd“ og er þar vettvangur til að setja inn spurningar um bílorð og gera til- lögur nýjum þýðingum. Ingibergur segir eðlilegt að þegar bílaunnendur ræða áhugamálið sín á milli sé gripið til orða úr öðrum tungumálum, en um leið sé mikil- vægt að standa vörð um íslensku bíl- orðin og tryggja að þau skiljist rétt. „Gildir það bæði í ritmáli, s.s. í blaðagreinum, og ekki síst í fagmál- inu þar sem allir verða að leggja sömu merkingu í hugtökin svo ekki fari allt í graut.“ Jeppar af ýmsum gerðum Ingibergur bendir líka á hvernig breytt tækni og ný hönnun getur flækt málin. Er „jeppi“ gott dæmi, og skyld orð eins og „jepplingur“, „torfærujeppi“, „sportjeppi“ og jafnvel „slyddujeppi“: „Upphaflega var „jeppi“ notað til að lýsa bifreið sem er með sjálf- stæða grind, drif á öllum hjólum, helst með aukinni veghæð og með háu og lágu drifi. Nú er hins vegar fjöldi bíla á markaðinum sem líta kannski út eins og jeppar, og eru jafnvel kallaðir jeppar, en eru t.d. ekki með sjálfstæða grind eða með sérstaklega mikla „vaðdýpt“.“ Jeppafjölskyldan er orðin svo fjöl- breytt að snúið er að draga alla bíla í rétta dilka. Þannig mætti reyna að kalla t.d. Renault Captur örjeppa (e. mini SUV) og Mitsubishi Outlander smájeppa eða jeppling (e. compact SUV). Bílar á borð við Audi Q7 og Volvo XC90 eru kannski best kall- aðir „sportjeppar“, eða „lúxus- jeppar“ enda öflug og íburðarmikil ökutæki sem eiga samt ekki endi- lega erindi við allra verstu torfærur. Ef þessari nálgun er fylgt þá situr eftir hópur bíla á borð við Jeep Pat- riot og Toyota FJ Cruiser sem mætti kalla „jeppa“ með réttu enda þannig vaxnir að eiga að ráða við mikinn bratta, stórgrýti og djúpar ár. En reyndar mætti allt eins nota orðið „torfærujeppi“ fyrir þessa tvo síðastnefndu bíla. Stundum fer hugtakanotkunin síðan eftir huglægu mati þess sem talar. Er „slyddujeppi“ t.d. frekar loðið hugtak, ögn niðrandi, og stundum notað til að lýsa óbreyttum jeppum. Er líka ekki óþekkt að sum- ir ökumenn, þá ekki síst karlmenn, vilji frekar segjast aka um á „sportj- eppa“ en „smájeppa“ og sennilegt að Freud sé með skýringuna á því. Hér til hliðar má finna skýringar, með myndum, á þeim orðum sem oftast er gripið til þegar þarf að lýsa bílum og finna þeim stað í bílaflór- unni: Í hvaða flokk fellur bíllinn? Stundum getur hug- takanotkunin í bíla- heiminum orðið óljós. Breyttar aðferðir við hönnun og smíði, ný tækni og jafnvel breyttar áherslur í markaðssetningu þýð- ir að stundum er erfitt að vita hvað er hvað. Jeep Patriot má væntanlega með réttu kalla jeppa, og jafnvel torfæru- jeppa. Hann ætti að ráða við stórgrýti, djúpar ár og metsnjókomu. Morgunblaðið/Júlíus Audi Q7 þykir vel heppnaður og ætti að ráða við krefjandi aðstæður, en það gæti verið réttast að kalla þennan bíl sportjeppa eða lúxusjeppa. Ingibergur Elíasson Blendingur (e. crossover): Bíll sem blandar saman eiginleikum og stærð jeppa og hlaðbaks, eða stallbaks. Setja mætti Audi Q3 í þennan flokk. Sportbíll, ofurbíll, vöðvabíll (e. sports car, supercar, muscle car): Þó það sé hálfgerð sletta hefur orðið sportbíll skotið rótum í íslenskunni. Er reynandi að nota orðið „sportbíll“ til aðgreiningar frá „vöðvabíl“. Vöðvabílar eru alla jafna bandarískir kaggar með öflugri vél, s.s. Mustang og Camaro, en sportbílar eru öflugir og einnig liprir, oft evrópskir, og ekki jafn stórir um sig og bandarísku tryllitækin. Porsche 911 og Audi R8 eru dæmi um ekta sportbíla. Mörkin milli sportbíls og ofurbíls geta verið óljós. Í flokk ofurbíla rata þó einkum fokdýrir sportbílar sem fara út að ystu mörkum í krafti, aksturseig- inleikum, íburði og verði. Bílar Koenigsegg, Bugatti og Pagani myndu fara í þennan flokk.  10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.