Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 16
Þ
að sem hæst hefur borið
tíðinda á íslenskum bíla-
markaði það sem af er
árinu 2017 er tvímælalaust
löngu tímabær innreið enska bíla-
framleiðandans Jaguar hingað til
lands, en BL hefur hafið innflutning
á bílunum hingað til lands. Þetta
sögulega merki hefur á síðustu ára-
tugum haft sterka sjónræna teng-
ingu við landann, án þess að virkur
innflutningsaðili væri hér á landi, og
því er gaman að sjá Jaguar-umboð
verða að veruleika. Má í þessu sam-
bandi nefna hinn beinhvíta Jaguar
340 Saloon sem Nóbelsskáldið Hall-
dór Kiljan Laxness keypti sér nýjan
árið 1968, hinn drifhvíta Jaguar XJS
sem Ian Ogilvy ók í hlutverki Simons
Templar í sjónvarpsþáttunum Ret-
urn of The Saint frá 1978 og loks
hinn kolsvarta Jaguar XJ6 sem var
bifreið hins eitilharða bjargvættar,
Robert McCall, í spennuþáttunum
The Equalizer sem sýndir voru í ár-
daga Stöðvar 2, á árunum 1986 -87.
Allt saman eftirlætisbílar á ýmsum
bæjum og því talsverð tímamót hér á
landi.
Ekið vítt og breitt – og greitt
Það var því með mikilli ánægju
sem undirritaður þáði boð BL um að
fá að prófa þá bíla sem BL mun flytja
inn fyrsta kastið enda ekki á hverjum
degi sem áhugasömum býðst að prófa
flunkunýjan Jaguar – hvað þá
nokkra!
Farið var um höfuðborgarsvæðið,
sem leið lá eftir Reykjanesbrautinni
og haldið til Grindavíkur. Eftir stutta
áningu og skál af humarsúpu var
skipt um bíl og því næst haldið áfram
meðfram Suðurnesveginum uns kom-
ið var til Eyrarbakka. Þar var enn á
ný skipt um bíl og Suðurlandsveg-
urinn ekinn aftur til höfuðborgar-
innar. Skemmst er frá því að segja að
fyrstu kynni blaðamanns af þeim
voru einkar ánægjuleg og ljóst að
koma Jaguar á Íslandsmarkað verð-
ur mörgum bílaáhugamanninum til
ómældrar ánægju.
Stórsýning í Hafnarhúsinu
Um nýliðna helgi gafst boðs-
gestum svo færi á að skoða Jaguar-
línuna betur í húsnæði Listasafns
Reykjavíkur við Tryggvagötu. Þar
gat að líta sömu bíla og ekið var um
Suðurnesin fyrr í mánuðinum – fólks-
bílana Jaguar XE, Jaguar XF og
sportjeppann Jaguar F-Pace. Þar að
auki var sportbíllinn Jaguar F-Type
Evrópufrumsýndur við sama tæki-
færi og vakti hann mikla athygli, rétt
eins og Jaguar E-Type frá árinu 1969
sem var hafður til sýnis í salnum af
þessu tilefni. Sá bíll telst til sígildrar
hönnunar í bílasögunni og er rétt að
minna á orð hins eina sanna Enzo
Ferrari um bílinn þann, en hann
sagði einfaldlega: „The most beauti-
ful car ever made“ eða að Jaguar E-
Type væri fallegasti bíll sem nokkurn
tímann hefði verið smíðaður. Hvað
sem mönnum kann að finnast um það
geta áhugasamið skoðað meðfylgj-
andi myndir sem teknar voru er
Jaguar-bílarnir voru prófaðir í hálfan
dag hér á landi fyrr í þessum mánuði.
Ítarlegri reynsluakstursgreinar
munu svo birtast um bílana í næstu
tölublöðum bílablaðsins og á mbl.is.
jonagnar@mbl.is
Loksins, loksins, loksins!
Jaguar kominn til Íslands
Jaguar XF
Sportjeppinn Jaguar F-Pace
tók sig vel út á fleygiferð
um vegi Suðurlands.
Jaguar F-Pace
Jaguar XE
16 | MORGUNBLAÐIÐ
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur