Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
a.m.k. láta ökumenn fá vegakerfi
sem er peninganna virði. Eða er
ekki sjálfsagt, fyrst að ríkið tekur
um 70 milljarða króna af bíleig-
endum, að krefjast þess að lagðir
séu vegir sem leyfa svipaðan há-
markshraða og hjá Dönum eða
Svíum? Væri ekki gaman ef veg-
irnir væru nægilega góðir til að
mætti stytta ferðatímann til Ak-
ureyrar og Hafnar á Hornafirði
um eina og hálfa klukkustund?
Kæmi það sér ekki líka vel fyrir
Þ
að er stutt í púrítanann
hjá Íslendingum. Við
þykjumst kunna að lifa
lífinu og njóta þess að
vera til, en getum varla á okkur
setið með að banna og stýra, og
réttlætum það með þeim rökum
að hafa verði vit fyrir þeim sem
skortir sjálfsstjórn og sjálfs-
ábyrgð. Ef einhver leyfir sér að
ýja að því að reglurnar séu helst
til strangar og mögulega megi
veita meira svigrúm, má stóla á
að úr hinu horninu heyrist hróp-
að: „En hvað með börnin? Er þér
alveg sama um börnin?“
Áfengi í matvöruverslunum.
Reykingar á veitingastöðum.
Klám. Póker. Bingó á föstudaginn
langa. Stjórnsama fólkið sem veit
best getur ekki einu sinni látið
gosið og sælgætið í friði. Allt sem
er gott þarf að banna, eða í það
minnsta skattleggja hressilega.
Bílar eru engin undantekning.
Búið er að setja íslenska bíla-
menningu í rammgert skírlíf-
isbelti.
Sú syndsamlega nautn
að aka yfir 90 km/klst.
Þeir sem eiga tiltölulega góða
og öfluga bíla (og hafa efni á
þeim, þrátt fyrir himinháa skatt-
ana) geta ekki – ef þeir eru lög-
hlýðnir – fengið að njóta þess að
aka þeim á hraða sem þessir bílar
ráða svo auðveldlega við, og missa
af þeirri sjálfsögðu nautn að finna
kraftinn í vélinni. Að eiga Lam-
borghini á Íslandi væri álíka
skemmtilegt og að búa í Sádi-
Arabíu og eiga fegurðar-
drottningu fyrir eiginkonu – og
þurfa að geyma hana undir búrku
um leið og komið væri út fyrir
hússins dyr.
Er þá ögn skemmtilegra að
eiga sæmilega hraðskreiðan bíl í
Noregi eða Bretlandi þar sem há-
markshraðinn er 110 km/klst., eða
Svíþjóð þar sem hámarkið er 120
km/klst. Margrét Þórhildur getur
meira að segja spanað á 130 km/
klst. á dönskum vegum sem eru
ósköp svipaðir að stærð og gerð
og Reykjanesbrautin frá álveri út
að flugvelli.
Í byrjun mánaðarins rataði í
fréttir að nefnd hefði lagt til að
fjölga lásunum og fækka opunum
á skírlífisbeltinu. Nefnd um lækk-
un umferðarhraða komst, merki-
legt nokk, að þeirri niðurstöðu að
lækka þyrfti umferðarhraða.
(Nefnd um hækkun umferð-
arhraða virðist ekki enn hafa tek-
ið til starfa og situr líklega föst
einhvers staðar á Grensásveg-
inum.)
Vill nefndin lækka hámarks-
hraða á sumum helstu umferð-
aræðum höfuðborgarsvæðisins úr
60 km/klst. niður í 50 km/klst., og
fjölga götum með 30 km/klst. há-
markshraða.
Bentu fróðir menn og konur á
að tillögurnar myndu væntanlega,
þvert á það sem að var stefnt,
auka mengun og slysahættu.
Brennsla bílvéla sé skilvirkust við
hærri hraða og ljóst að meiri
hraðamunur yrði á þeim sem
fylgdu fyrirmælum umferðarskilt-
anna upp á hár og hinum sem
leyfðu sér að aka á hraða sem
kalla mætti eðlilegan á þessum
beinu og greiðu akbrautum.
Greiða fimmfalt verð
fyrir vegakerfið
Um svipað leyti spunnust mikl-
ar umræður um þá hugmynd Jóns
Gunnarssonar samgönguráðherra
að taka gjald af bílum á leið frá
höfuðborgarsvæðinu. Þótti ljóst að
Jón vildi ekki fella niður á móti
aðra skatta og gjöld sem eigendur
bíla þurfa að greiða, heldur er
vegatollurinn hugsaður sem við-
bótarskattheimta til að fylla upp í
tíu milljarða króna gat í sam-
gönguáætlun.
Aftur bentu þeir sem þekkja vel
til málaflokksins á að kostnaður
ríkisins við lagningu og viðhald
vega er í dag aðeins um einn
fimmti af þeim sirkabát sjötíu
milljörðum sem ríkið tekur árlega
af þeim sem gerast svo djarfir að
eiga bifreið. Vandinn er því ekki
sá að ríkið hafi ekki nægilega
miklar tekjur af bíleigendunum,
heldur að peningunum er að lang-
stærstum hluta varið í eitthvað
allt annað en vegakerfið.
Margt hefur breyst
á þrjátíu árum
Frekar en að leita leiða til að
lækka hraða og hafa meira fé af
akandi fólki væri vert að leita
leiða til að bæði hækka hraðann
og draga úr skattpíningunni, eða
flutninga á fiski og ferðamönnum?
Að ekki sé talað um bætt aðgengi
landsbyggðarfólks að þjónustu og
stofnunum höfuðborgarsvæðisins?
Hvernig væri að setjast niður
og meta með raunhæfum hætti
hvort sömu reglur þurfi að gilda
um umferðarhraða nú og árið
1987 þegar hámarkshraði á
bundnu slitlagi var hækkaður úr
80 í 90 km/klst? Á þremur áratug-
um hafa hemlunarvegalengdirnar
styst enda bílarnir orðnir léttari,
bremsur fullkomnari og dekkin
breiðari, að ekki sé talað um stór-
bættan öryggisbúnaðinn. Víða eru
vegirnir líka orðnir mun betri.
Þarf ekki endilega að vera algjört
glapræði þó leyft verði að aka t.d.
á 110 km/klst. á bestu og breið-
ustu vegum landsins.
Svíarnir leyfa 120 km/klst., eins
og fyrr var nefnt, og ekki eins og
þeir séu þekktir fyrir að vera
áhættufíklar.
Nýi Aventador S. Hraðskreiðir bílar fá sín ekki notið á íslenskum vegum. Mætti leita leiða til að hækka
hraðann, frekar en lækka, eða a.m.k. láta ökumenn fá vegakerfi sem er peninganna virði.
Losað um
skírlífisbeltið
Hvernig væri að setj-
ast niður og meta
með raunhæfum
hætti hvort sömu
reglur þurfi að gilda
um umferðarhraða nú
og árið 1987?
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Bremsufarið
Ford hefur uppfært rafútgáfu Fo-
cus fyrir Evrópumarkað til jafns við
bandarísku útgáfuna með auknu
drægi og hraðari hleðslugetu.
Með þessum breytingum dregur
Evrópuútgáfan 225 kílómetra á
fullri hleðslu í stað um 160 km.
Rafgeymirinn er stærri og þéttni
hans meiri en áður. Hann er með
33,5 kílóvattstunda afkastagetu í
stað 23 áður. Rafmótorinn er áfram
107 kílóvatta eða sem svarar til 143
hestafla. Upptak raf-Focus verður
óbreytt en hann kemst úr kyrrstöðu
í hundraðið á 11,4 sekúndum.
Skipt hefur verið um hleðslubún-
að evrópska bílsins sem byggist á
CCS-staðlinum og gerir honum
kleift að tengjast hraðhleðslu-
stöðvum er fylla rafgeyminn að 80%
á 30 mínútum.
Fyrir utan nýjan hleðslubúnað og
stærri rafgeymi er SYNC 3-
samskiptakerfið staðalbúnaður í
bílnum en það tekur m.a. við radd-
skipunum. Öllum þessum breyt-
ingum er ætlað að gera Ford Focus
rafbílinn meira aðlaðandi fyrir
neytendur.
agas@mbl.is
Rafmögnuð framför hjá Ford
Evrópuútgáfa rafbílsins Ford Focus hefur verið aukin og endurbætt.
Ford eykur drægi
raf-Focus
Íbúar Óslóar eru lengur á leiðinni
inn í borgina en áður og lengur á
leið til vinnu eða vegna erindrekst-
urs en nokkrir aðrir höfuðborg-
aríbúar á Norðurlöndunum.
Ósló tók við titlinum sem mesta
biðraðaborgin af Stokkhólmi. Svo
mjög hafa biðraðir aukist í norska
höfuðstaðnum að þegar menn setj-
ast þar um borð í bíl verða þeir að
reikna með að ferðin frá A til B taki
30% lengri tíma en við eðlilegan
ferðatíma.
Ósló er í 52. sæti yfir mestu bið-
raðaborgir og -bæi Evrópu og í 113.
sæti á heimsvísu. Mest er umferðin
þar – og þar með biðraðirnar – á
fimmtudögum og föstudögum. Fyr-
ir árið 2016 í heild var umferðin
mest 4. maí, á uppstigningardegi,
er Óslóarbúar streymdu úr borg-
inni.
Í þriðja sæti er finnska höf-
uðborgun Helsinki, í því fjórða er
Uppsalir í Svíþjóð, Turku í Finn-
landi í því fimmta og sjötti mesti
biðraðabærinn er Stafangur í Nor-
egi, sem var í fimmta sæti fyrir ári.
Þar tekur bílferð nú um 24% lengri
tíma en ef engar biðraðir væru.
Af öðrum norskum bæjum má
nefna að Þrándheimur er í 10. sæti
á norræna listanum en var í 13. sæti
fyrir ári. Björgvin sígur hins vegar
niður listann og er í 12. sæti, en var
í níunda sæti fyrir árið 2015.
Framangreindur listi er byggður
á gögnum frá gervihnattaleiðsögu-
fyrirtækinu TomTom sem reiknað
hefur út frá notkun GPS-búnaðar
hversu lengi íbúarnir eru á ferð í
umferðinni og í biðröðum. Tals-
maður fyrirtækisins segir að end-
urskipulegðu einungis 5% íbúanna
ferðavenjur sínar myndi ferðatím-
inn á helstu þjóðvegum og hrað-
brautum allra styttast um 30%.
agas@mbl.is
Biðraðir í umferð mældar með gervitunglum
Hvarvetna sem gripið er niður hefur umferð undantekningarlítið aukist og þar með biðraðir og tafir einnig.
Óslóarbúar lengst í biðröðum