Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Í ársbyrjun var alþjóðlegum hópi blaðamanna boðið til Norður- Finnlands, nánar tiltekið til bæjarins Rovaniemi, til að prófa ýmsar gerðir Subaru við ýms- ar aðstæður sem þó áttu það sameig- inlegt að vera ýmist snævi þaktar eða ísi lagðar. Bílarnir áttu það aftur á móti sammerkt að standa sig með sóma við kaldar og krefjandi að- stæður. Inni í skógi, eða á braut í „drifti“ Bílarnir voru teknir til kostanna við mismunandi aðstæður, allt eftir gerð bílsins. Subaru Forrester og Outback fengu að kynnast ójöfnum skógarstígum í bland við aksturs- brautir en sportbílarnir Subaru WRX og BRZ fengu að spretta úr spori á akstursbraut sem og á hringlaga driftbraut, þar sem undirritaður kynntist því af eigin raun að það er snúnara en maður kann að halda að keyra bílinn áfram í jöfnu skriði. Talsvert mikið snúnara, meira að segja. Annars segja myndirnar meira en mörg orð og því rétt að taka ekki meira pláss undir texta en nú þegar er orðið. jonagnar@mbl.is Ekið með Subaru á hjara veraldar Subaru Forester ber nafn með rentu enda á heimavelli í skóginum.Subaru BRZ naut sín rækilega á ísilagðri braut, og fór mikinn. Subaru Levorg hélt velli á svelli og rúmlega það. Einn svalasti reynsluakstur seinni tíma – bókstaflega Subaru WRX var í spriklandi stuði. Subaru XV skoraði skógarstíginn á hólm – og hafði sigur. Skammdegisbirtan í Rovaniemi fór Subaru-bílunum vel, eins og landinn mátti vita enda vinsælir bílar á Íslandi í áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.