Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 Opnið 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 14.500,- stk. Litir: Gulur og blár – grár – dökkblár – rauður Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is hann sparað tugi og jafnvel hundr- uð þúsunda króna í óþörfum, hvim- leiðum og skelfilega kostn- aðarsömum smátjónum. Bravó fyrir það, Skoda. Af öðrum hugvits- samlegum viðbótum má nefna að framhurðirnar hafa að geyma hvor sína regnhlífina í fullri stærð, og svo er snjósköfu að finna í bens- ínlokinu. Framúrskarandi í akstri Skoda er búinn skínandi góðri fjöðrun sem skilar honum jafn vel yfir ójöfnur sem langar, sléttar hraðbrautir. Hann er hinn fínasti í stýri, léttur og viðbragðsgóður fyrir jeppa af þessari stærð og beygj- uradíusinn kom á óvart; þessi rúm- góði jeppi reyndist liprari en und- irritaður hélt til að byrja með. Vinnslan í vélinni er til fyrirmyndar og þessi stóri, rúmgóði og stöðugi jeppi er skemmtilega röskur af stað þegar um það er beðið. Ökumaður situr hátt og útsýni er gott til allra átta. Þá ber það vel heppnaðri hönnun skýrt vitni að veghljóð var varla greinanlegt, ekki einu sinni á hraðbrautaakstri og vindgnauð varla heldur. Kodiaq er allt í allt framúrskarandi hljóðlátur og þægi- legur í akstri. Farangursrými er gríðarlegt – frá 765 lítrum og upp í um 2.000 lítra þegar aftari sætisröð er niðri. Þegar allt er sett upp á strik má ljóst vera að ef veðmál um vinsæld- ir nýrra bíla viðgengjust á Íslandi fengist ekki ýkja hár stuðull á Skoda Kodiaq; það blasir við að þessi nýi jeppi verður þrælvinsæll, ef ekki leiðandi í sínum flokki. Hér er að öllum líkindum kominn bíll sem mun marka ákveðin þáttaskil hjá framleiðandanum því hann verður klárlega einn af smellum ársins þegar 2017 verður gert upp.Hér sést hve vel heppnaður prófíllinn á Skoda Kodiaq er. Fágaður og verklegur í senn. Afturljósin eru kunnugleg frá Skoda Superb og ekki leiðum að líkjast þar.Skoda Kodiaq var á heimavelli á Mallorca við prófanir, en verður jafngóður í snjónum á Fróni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.